Morgunblaðið - 12.10.2009, Page 16

Morgunblaðið - 12.10.2009, Page 16
16 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009 Á MIÐRI síðustu öld, þegar komm- únismanum óx fiskur um hrygg og Kór- eustríðið var í algleym- ingi, var eðlilegt að margir Vest- urlandabúar óttuðust hættuna af hug- myndafræði komm- únista. Þeir sáu hana birtast í árásum á frelsi fólks, gerræðisstjórnum, fátækt, einræði og ofbeldi. Þetta nýttu sér sumir ráðamenn á Vesturlöndum. Þeir hófu nornaveiðar í eigin landi í nafni útrýmingar allra þeirra sem störfuðu með leynd í þágu „komm- únista“. Þetta fyrirbæri hlaut nafnið „mccarthyismi“ eftir bandarískum þingmanni frá Wisconsin. Hann hóf og fylgdi grimmt eftir „rann- sóknum“ á orðrómi um að komm- únistar störfuðu í bandaríska stjórn- kerfinu. Svokallaðar rannsóknir þróuðust langt fram úr leit að kommúnistum í stjórnkerfinu! Eng- inn slapp ef hann var talinn þekkja „kommúnista“ eða hafði einhvern tíma starfað með þeim sem grun- aður var um slíkt! Til að forðast óþægindi sniðgengu margir lands- menn aðra í vinnu, viðskiptum eða samskiptum, sem fengið höfðu stimpilinn um daður við komm- únismann. Það nægði að vera mægður, eða í vina- eða viðskiptahópi manna sem fengið höfðu dóminn um að vera „leynikommar“. Þetta voru nornaveið- ar. Að lokum voru þær upprættar og rann- sóknarnefnd McCart- hys var lögð af, en það gerðist því miður ekki fyrr en búið var að rústa mannorði mjög margra saklausra ein- staklinga. Það sem átti sér stoð í hegðun fáeinna manna varð þannig hundruðum að falli. Þetta rifjaðist upp vegna orða Sig- mundar Davíðs, formanns Fram- sóknarflokksins. Hann hefur með virðingarverðum hætti barist fyrir að tala máli Íslands og leita ásjár um erlend lán. Til þess hafði hann fengið ráðgjöf manna með reynslu af við- skiptum. Það sem sumum fjölmiðla- mönnum þótti þá áhugaverðast að vita var hvort ráðgjafarnir væru úr hópi samstarfsmanna útrásarvík- inga. Þá spurði Sigmundur hvað gengi að mönnum, hvort hér væri „mccarthyisminn“ kominn aftur. Er ástæða fyrir vinstrimenn í rík- isstjórninni, bloggara og fjölmiðla- menn að minnast þessa tíma og hug- leiða hvað hann gerði mörgu saklausu fólki? Er ástæða til að setja orðið „útrásarvíkinga“ og „sam- starfsmenn þeirra“ í stað orðsins „kommúnista“ og „samstarfsmanna þeirra“ á tímabili McCarthys? Án efa verða menn réttilega dæmdir fyrir dómstólum fyrir misgjörðir sínar í útrásinni. En á Íslandi í dag virðist gilda að þeim sem hafa á ein- hvern hátt komið að samstarfi við fyrirtæki þekktustu nafnanna í ís- lensku útrásinni er att fyrir norna- veiðara. Hvað skyldu þeir vera margir? Á undanförnum árum voru hundr- uð Íslendinga kölluð til starfa í út- rásinni, greint ungt fólk með góða menntun, heiðarlegt, lausnamiðað og kröftugt. Ég fullyrði að þar var okkar hæfasta fólk í hópum. Það er með öllu ósanngjarnt að stimpla á það sökinni á óförum þjóðarinnar vegna alþjóðakreppu og óvandaðra aðfara í einkabankakerfi sem er látið vera ríkistryggt. Fyrir litla þjóð er það mjög misráðið að láta þennan hæfileikahóp sitja hjá í endurreisn- inni. „Útrásarvíkingar“ og „kommúnistar“ Eftir Árna Sigfússon » Þá spurði Sigmund- ur Davíð hvað gengi að mönnum, hvort hér væri „mccarthyisminn“ kominn aftur. Árni Sigfússon Höfundur er bæjarstjóri í Reykjanesbæ. TILEFNI þessa greinarkorns eru fjár- lög ársins 2010, sem nýlega voru lögð fram á Alþingi. Þar er boðaður mikill niðurskurður rík- isútgjalda, meðal ann- ars til heilbrigðiskerf- isins og þar með Land- spítalans. Samanborið við rekstarkostnað Landspítalans á yfirstandandi ári mun niðurskurðurinn verða um 9%. Við vitum að í kjölfar efnahagshruns- ins á síðasta ári stendur íslenska þjóð- in frammi fyrir miklum vanda og til að ná endum saman þarf að hagræða í ríkisrekstrinum og ekkert verður þar alveg undan skilið. Hins vegar þarf að skoða vandlega hvernig heppilegast er að hagræða, hvaða þættir þoli síst niðurskurð og leita þarf allra leiða til að hagræðingin bitni sem minnst á þeim sem síst skyldi. Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um aukna skattheimtu, þenslu í útgjöldum ríkisins og fjölgun rík- isstarfsmanna. Það er þess vegna eðli- legt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort þessi þensla hafi verið jafn mikil alls staðar eða hvort einungis hluti ríkiskerfisins hafi notið góðs af henni. Meðfylgjandi tafla sýnir að á ára- bilinu 2003 til 2007 jukust heildar- útgjöld ríkissjóðs um tæplega 42% (á verðlagi hvers árs), úr liðlega 280 milljörðum í tæplega 400 milljarða. Taflan sýnir líka að vöxtur hinna ýmsu málaflokka var æði misjafn. Til dæmis má nefna að útgjöld utanrík- isráðuneytisins, menntamálaráðu- neytisins, fjármálaráðuneytisins og dóms- og kirkjumálaráðuneytisins jukust umfram meðaltal en útgjöld til málaflokka sem heyra undir heil- brigðis-og tryggingamálaráðuneytið jukust hins vegar minna en meðaltal ríkisútgjaldanna, þrátt fyrir ný verk- efni og vaxandi álag. Þetta á sér- staklega við um Landspítalann, sem er stærsta heilbrigðisstofnun landsins og líklega sú viðkvæmasta vegna þess að hún getur engum sjúklingum eða verkefnum vísað frá sér. Það er óhætt að segja að Landspít- alinn hafi verið í spennitreyju nið- urskurðar mörg undanfarin ár. Í þessu sambandi má geta þess að und- anfarin ár hefur starfsmannafjöldi spítalans staðið í stað þrátt fyrir að verkefni hafi aukist og landsmönnum fjölgað um rúmlega 9% frá árinu 2003 til ársloka 2007. Meðfylgjandi tafla sýnir að á þessu tímabili hækkaði rekstrarkostnaður Landspítalans í krónum talið „einungis“ um tæplega 27% meðan ríkisútgjöld í heild hækk- uðu um nærri 42% (á verðlagi hvers árs). Hefði kostnaður við rekstur Landspítalans aukist í takt við aðra hluta ríkiskerfisins á tímabilinu hefði spítalinn haft nærri 4 milljörðum króna meira til ráðstöfunar árið 2007 en raunin varð á. Þetta er geysilega mikill munur og er óhætt að fullyrða hefði þessi fjárhæð fengist væru hvorki vandræði með rekstur sjúkra- hússins né að veita þá þjónustu sem nauðsynleg er. Að lokum þetta: Þegar kreppir að þurfa stjórnvöld að líta til þess hvaða þættir ríkiskerfisins eru viðkvæm- astir og almenningi mikilvægastir til lengri tíma litið. Þeim þáttum ber að hlífa eins og kostur er. Ennfremur hlýtur það að vera sanngjörn krafa al- mennings að stjórnvöld skoði á gagn- rýninn hátt hvaða þættir ríkiskerf- isins hafa þanist mest út undanfarin ár og að þar verði niðurskurðurinn mestur á næstu árum. Þegar Rík- isreikningar síðustu ára eru skoðaðir er augljóst að útgjöld til heilbrigð- ismála, sérstaklega til Landspítalans, hafa aukist töluvert minna en önnur útgjöld íslenska ríkisins. Landspít- alanum hefur verið gert að spara síð- ustu árin og því hefur verið leitað leiða til aukinnar hagræðingar. Nú er komið að þeim tímamótum sem varað hefur verið við, ekki verður kleift að spara meira án þess að til hóp- uppsagna og verulegrar þjón- ustuskerðingar komi. Þegar til lengri tíma er litið er hætta á því að það muni hafa meiri kostnað en ávinning í för með sér fyrir íslenska þjóð. Fór góðæri undan- farinna ára framhjá Landspítalanum? Eftir Þorbjörn Jónsson og Örn Þ. Þorvarðarson Þorbjörn Jónsson »Hefði rekstur Land- spítalans aukist í takt við annan ríkis- rekstur 2003-2007 hefði hann haft 4 milljörðum meira til ráðstöfunar ár- ið 2007 en raun varð á Þorbjörn er formaður læknaráðs Landspítalans og Örn er skrif- stofustjóri læknaráðs Skipting og vöxtur ríkisútgjalda (milljónir kr.) eftir ráðuneytum á tímabilinu 2003-2007 2003 2007 Breyting í % 2003-2007 Utanríkisráðuneyti 5.334 10.202 + 91,3% Fjármálaráðuneyti 33.183 54.656 + 64,7% Dóms- og kirkjumálaráðun. 14.723 22.281 + 51,3% Menntamálaráðuneyti 32.836 48.456 + 47,6% Fjármagnskostnaður 15.256 22.220 + 45,6% Félagsmálaráðuneyti 24.832 35.299 + 42,2% Æðsta stjórn ríkisins 2.490 3.416 + 37,2% Heilbr.- og tr.málaráðuneyti 105.817 145.201 + 37,2% Rekstrarkostn. Landspítala *) 27.492 34.842 +26,7% Samgönguráðuneyti 18.410 24.475 + 32,9% Umhverfisráðuneyti 4.198 5.270 + 25,5% Landbúnaðarráðuneyti 12.096 14.799 + 22,3% Viðskiptaráðuneyti 1.419 1.724 + 21,5% Sjávarútvegsráðuneyti 3.292 3.126 – 5,0% Iðnaðarráðuneyti 4.732 4.574 – 3,3% Hagstofa Íslands 649 628 – 3,3% Forsætisráðuneyti 1.444 1.196 – 17,2% Heildarútgjöld ríkissjóðs 280.712 397.523 + 41,6% Tölur úr Ríkisreikningum 2003 og 2007 *) Ársskýrslur Landspítalans 2003 og 2007. Örn Þ. Þorvarðarson MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskil- ur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í um- ræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi ein- stakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Móttaka aðsendra greina EVRÓPUSAM- BANDIÐ fyrirhugar nú að opna það sem það kallað er sendiráð í Reykjavík. Þar sem slík „sendiráð“ hafa verið sett á stofn í öðr- um löndum hefur til- gangurinn og verk- efnið verið að stuðla að áróðri fyrir aðild að ESB. Þetta ætti ekki að koma á óvart miðað við það hve núverandi ríkisstjórn leggur mikla áherslu á að Ísland gerist aðili að (verði innlimað í) Evrópusamband- inu. En hvers vegna hefur ESB svona mikinn áhuga á að Ísland verði aðili að sambandinu? Það er von að menn spyrji miðað við þá hörku og óbil- girni sem sambandið beitir Ísland varðandi Icesave-deiluna. Hátt sett- ir aðilar innan ESB hafa sagt að áhugi þeirra á Íslandi tengist auð- lindum Íslendinga, orku og fiski- miðum sem ESB vanhagar um. Þeir ættu þá að haga sér í samræmi við það, annars er víst að við munum snúa okkur annað. Evrópusam- bandið hefur á undanförnum árum veitt milljarða evra til áróðurs í þeim löndum sem þeir telja sér hag í að gangi í Sambandið. Ástæðan er aug- ljós. ESB telur að það hafi öll ráð okkar í hendi sér vegna Icesave- málsins og það geti þess vegna leyft sér að halda því fram að vegur okkar Íslendinga í því sem kallað er alþjóða- samfélagið, sem er í raun stjórnað af stór- veldunum, verði miklu betri ef við göngum í sambandið. Það er áberandi hve ríkisfjöl- miðlarnir eru duglegir að koma á framfæri áróðri fyrir aðild að ESB. Mætir menn í há- skólum landsins eru þar fremstir í flokki. Mér sýnast að ef andstæðingar ESB koma ekki fram með mótvægi við þessum áróðri munu þeir verða undir í áróðursstríðinu. Hræðslu- áróður Evrópukratanna um að við verðum útilokuð úr alþjóðlegu sam- félagi ef við göngumst ekki við „skuldbindingum“ okkar vegna Ice- save, er út í hött. Ísland hefur heldur ekki sagt að það muni ekki standa við skuldbindingar sínar. Deilan stendur um það hverjar þær eru ef einhverjar. Best væri að fá þetta út- kljáð fyrir dómstólum en ESB- löndin hafa hingað til hafnað því. Evrópusambandið ræður ekki yfir þeim ráðum sem geta knésett Ísland í alþjóðlegum samskiptum, hvorki viðskiptalegum né stjórnmálalegum. Þess utan eru ríki utan Evrópu tilbú- in að auka viðskipti sín við Ísland og vegna áhuga norðurslóðalanda á hagsmunum tengdum þeim svæðum, er Ísland mjög mikilvægt hags- munalega fyrir þessi ríki, en það verður ekki tíundað frekar í þessari grein. Nýjasta útspilið í áróðri Evr- ópukratanna er yfirlýsing OECD (enn eitt áróðurstæki ESB) um að Íslandi sé best borgið í ESB og með evru sem gjaldmiðil. Þetta er bara bull. Það er alveg ljóst að staða Ís- lands í sambandi við norðurslóða- hagsmuni er mikilvæg. Einhver Evrópumaður sagði nýlega í blaða- grein að ef Íslendingar ætluðu að fara að beita einhverjum þorska- stríðsbrögðum í deilunni við Hol- lendinga og Breta, eins og að hóta að segja sig úr NATO yrði hlegið að okkur. Hann hefur nokkuð til síns máls maðurinn sá því að NATO get- ur ekki beitt sér í pólitískum deilu- málum – en gerir það samt ef það telur sér hag í því. Hins vegar held ég að það mundu renna tvær grímur á bæði Breta og Hollendinga og aðr- ar ESB-þjóðir ef við semdum við Rússa um aðstoð og veittum þeim fyrirgreiðslu í sambandi við norð- urslóðadæmið. Hver myndi þá hlæja? Að mínu áliti eru það því slæm mistök af hálfu ESB að beita Ísland þeim þvingunum sem nú eru í gangi gagnvart okkur. Það liggur í augum uppi að í píp- unum er nýtt „kalt stríð“ vegna hagsmunaárekstra á norðurslóðum og mikilvægi Íslands í því dæmi verður ekki í efa dregið. Sýnum ESB gula spjaldið! Íslendingar! Stöndum vörð um fullveldið. Höfnum ESB. ESB setur á stofn áróðursstofnun Eftir Hermann Þórðarson » Þar sem slík „sendi- ráð“ hafa verið sett á stofn í öðrum löndum hefur tilgangurinn og verkefnið verið að stuðla að áróðri fyrir að- ild að ESB. Hermann Þórðarson Höfundur er fyrrverandi flugumferðarstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.