Morgunblaðið - 12.10.2009, Side 17

Morgunblaðið - 12.10.2009, Side 17
Minningar 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009 ✝ Ólafía GuðrúnBlöndal (Lóa) fæddist á Melum á Skarðsströnd í Dala- sýslu 11. nóvember 1935. Hún lést 1. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Anna Jakobína Ólafs- dóttir, f. 21. október 1903, d. 6. apríl 1998, og Guðmundur Ágústsson Blöndal, f. 10. desember 1902, d. 17. mars 1986. Systk- inin eru þrjú, Guð- borg, f. 7. október 1926, d. 1. des- ember 1992, Friðrik Theódór, f. 10. mars 1928, og svo var Ólafía yngst. Æskuárunum eyddi Ólafía á bæn- um Litla-Holti í Saurbæ í Dalasýslu. Ellefu ára fluttist hún svo með for- eldrum sínum til Akureyrar, en þar voru eldri systkinin tvö búin að koma sér fyrir. Dalirnir áttu alltaf sterk ítök í huga Ólafíu og dvaldi hún þar oft á sumrum hjá ætt- ingjum og vinum eftir flutninginn norður. Veturinn 1955-1956 settist Ólafía á kvennaskólabekk. Var það húsmæðraskólinn að Löngumýri í Skagafirði. Þaðan átti hún ótal góð- ar minningar og þar mynduðust vináttubönd sem mörg hver halda enn í dag. Á sínum yngri árum vann Ólafía hjá Efnaverksmiðjunni Sjöfn, allt þar til einkadóttirin Anna María kom í heiminn, en það var 23. desember 1965. Ólafía giftist aldrei. Hún bjó á heimili foreldra sinna á Akureyri og var þeirra stoð og stytta á efri árum. Um nokkurra ára skeið hélt hún heimili með Braga Guðjóns- syni sem er látinn. Ólafía hafði mikið yndi af tónlist og ófá- ir voru tónleikarnir sem þær mæðgur sóttu saman, að ógleymdum öllum leikhúsferðunum. Ólafía var liðtæk á dansgólfinu á sínum yngri árum, enda lítil og nett. Hún átti gítar og spilaði af hjartans list eftir eyranu bæði á pí- anó og orgel. Árið 1993 fluttu þær mæðgur Ólafía og Anna María til Reykjavíkur. Áttu þær saman 10 góð ár, þar sem Ólafía hugsaði um heimilið á meðan dóttirin dró björg í bú. Sumarið 2003 kom reið- arslagið. Ólafía fékk áfall sem eyði- lagði allt jafnvægisskyn og orsak- aði lömun í vinstri helming líkamans. Var hún bundin við hjóla- stól það sem eftir var ævinnar. Fyrstu sex mánuðina eftir áfallið dvaldi hún á taugalækningadeild Landspítalans, síðan fékk hún pláss á Hjúkrunaheimilinu Eir, þar sem hún hefur dvalið síðan. 1. október síðastliðinn fékk Ólafía annað áfall sem hún lifði ekki af. Útför Ólafíu Guðrúnar fer fram frá Grafarvogkirkju í dag, 12. októ- ber, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður í Gufunes- kirkjugarði. Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér mamma, ég þér týna. (Jón Sigfinnsson.) Elsku mamma mín, mér er orða- vant. Þetta gerðist allt svo snöggt. Þó vissulega væri alltaf hægt að eiga von á frekari áföllum. Maður er aldrei tilbúinn þegar kallið kemur. Jafnvel þó maður viti, að það sé ekki von um neinn bata. Við áttum svo yndislega stund heima í Hverafoldinni aðeins fjórum dögum áður en þú fórst. Fyrir hana er ég óendanlega þakklát og einnig frábæru tónleikana í óperunni með Óskari, Diddú og Jóhanni Friðgeir. Þú skemmtir þér svo vel. Og það, að við skyldum geta komist eina helgi til Akureyrar í sumar og átt gleði- stund með ættingjum og vinum, er gimsteinn í safni minninganna. Þú varst nefnilega búin að gefa upp alla von um að komast til Akureyrar í þessu lífi. Það huggar mig í sorg minni að hafa getað uppfyllt þessa ósk þína. Nú ertu laus úr viðjum þessa lík- ama sem var búinn að hefta þig í rúm sex ár. Nú ertu komin til afa og ömmu, Bíbí, Lilju, Dóru, Sigrúnar og allra hinna sem farin eru á undan okkur. Nú ertu aftur orðin ung, kát og glöð. Takk fyrir allt elsku hjartans mamma mín. Ég sakna þín svo óendanlega mikið, en ég ætla að reyna að vera dugleg og glöð þín vegna. Vertu ætíð Guði falin. Ég leit til Jesú, ljós mér skein, það ljós er nú mín sól, er lýsir mér um dauðans dal, að Drottins náðarstól. (Stefán Thorarensen.) Þín dóttir, Anna María. Ótal margt kemur upp í hugann þegar ég minnist Lóu móðursystur minnar. Ég gæti minnst á ferðirnar í Oddeyrargötuna þar sem hún bjó lengst af, lyktina af varalitunum hennar sem ég stalst stundum til að prófa og flottu eyrnalokkana sem ég mátaði bæði með og án leyfis og var aldrei skömmuð fyrir. Sjötíu og átta snúninga plöturnar sem geymdu heillandi verur eins og Baldur og Konna, dularfullu ástarsögurnar og textaheftin sem ég söng upp úr, gjörsamlega laglaus en fékk samt klapp fyrir. Ég gæti líka minnst á góðu stund- irnar þegar við sátum með mömmu í Einilundinum og ræddum um til- veruna sem stundum var eins og hún átti að vera og stundum ekki. En fyrst og fremst er þó sú stað- reynd, að Lóa frænka var alltaf hluti af fjölskyldumyndinni. Hún vissi allt um mann, óskaði manni ævinlega alls hins besta og fylgdist einstak- lega vel með öllu sem við systkinin gerðum og ekki bara við heldur líka allir sem okkur tengdust. Hún var einlæglega frændrækin og ættfróð eins og Íslendingabók. Spurningar á borð við: æi Lóa, hvernig er hann aftur skyldur okkur? voru algengar og aldrei stóð á svari, réttu svari. Það er alltaf jafn skrýtið þegar heildarmyndin breytist, þegar ein- hver sem hefur verið órjúfanlegur hluti af öllu manns lífi fer, en geti ég óskað einhvers þá vona ég að Lóa frænka mín sé umvafin músíkölsk- um englum sem fá hana til að hlæja sínum smitandi hlátri. Takk fyrir samfylgdina, elsku frænka, og elsku Anna María, þú átt samúð mína alla. Margrét Blöndal. Ólafía Guðrún Blöndal Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengd- armörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi að- eins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar FJÖLDAUPPSAGNIR heilbrigðis- starfsfólks liggja nú fyrir á Land- spítalanum, sjúkrahúsi allra lands- manna. Þetta mun leiða til þess, að biðlistar sjúklinga lengist, og jafn- framt setur þessi fyrirhugaði gjörn- ingur bráðaþjónustu sjúkrahússins í uppnám, því álag á annað heilbrigð- isstarfsfólk eykst, svo um munar, þar með talið bráðaliða og sjúkra- flutningamenn. Hér er verið að spara eyrinn, en henda krónunni, einkum vegna þess, að þeir, sem sagt verður upp, munu flestir fara á at- vinnuleysisbætur frá ríkinu. Í raun mun ekkert sparast í heild sinni, eink- um þegar til lengri tíma er lit- ið, fyrir utan þá lífshættu og þján- ingar, sem mun þá því miður bíða fjölda sjúklinga, með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum; hreinum harmleik! Einnig mun þetta gera því heilbrigðisstarfsfólki, sem eftir verð- ur, margfalt erfiðara fyrir, og auka enn hættu á óafturkræfum mistök- um. Hér eru mannslíf og þjáningar sjúklinga lítils metnar sem og aukið vinnuálag hins óeigingjarna og van- metnu heilbrigðisstarfsfólks. Loks vil ég heils hugar taka undir orð séra Ólafs Jóhannssonar sókn- arprests, þar sem hann segir orð- rétt, í grein sinni til Mogunblaðsins, hinn 8. október sl.: „Og starfsandi, líðan fólks á vinnu- stað, líðan sjúklinga á biðlistum, nei- kvæðar afleiðingar þess ef þjónusta skerðist – slíkt verður aldrei metið til fjár.“ (Ólafur Jóhannsson, 2009, Morgunblaðið – umræðan, bls. 25). ÓLAFUR ÞÓRISSON, guðfræðikandídat. Til varnar heilbrigðisþjónustu landsins, einkum Landspítalans Frá Ólafi Þórissyni Ólafur Þórisson BRÉF TIL BLAÐSINS ÞAÐ VAR mik- ilvægt í gósentíðinni að allar fréttatilkynn- ingar bankanna væru gildishlaðnar. Kaupum sjeiksins á hlutabréf- um í Kaupþingi fyrir lánsfé var slegið upp sem „Útlendingar treysta okkur ennþá.“ Hrikalegur vöxtur bankakerfisins var „Traust á alþjóðlegum mörkuðum og mikil snilld.“ Ræður forseta Ís- lands „Staðfesting á einstakri DNA-uppbyggingu bankamanna.“ Mikilvægt var að opna ekki húddið í tilkynningunni heldur bóna bara bílinn og setja upp nýjan lykt- areyði. Og nú ætla Seðlabankinn og rík- isstjórnin að leika sama leikinn. Greinargerð Seðlabankans frá 6. október er skýrt dæmi um það. Þar má t.d. skilja að mikilvægt sé að vinna áfram með Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum því samstarfið sé heil- brigðisvottorð fyrir fjárfesta, bólu- setning gegn gjaldþroti. Hér skiptir engu máli hver raunveruleikinn er, heldur eingöngu hvernig fjárfestar líta á aðkomu sjóðsins. Vonum bara að ekki verði kíkt undir húddið. „Af viðtölum við fjölda erlendra fjárfesta, bankamenn og sérfræðinga á sviði alþjóðafjármála má hins vega ráða að afar mikilvægt er að draga úr óvissu af völdum Icesave-deilunnar …“ segir í greinargerð- inni. Samþykkjum þá Icesave og birtum gildishlaðna fyrirsögn „Óvissunni eytt, getum slegið forsendur inn í Excel, fjárfestar róast.“ En undir húdd- inu er algjör óvissa um skuldbind- ingu Íslands og hvernig í ósköp- unum við ætlum að greiða 600 milljarða á næstu árum. Hvaða áhrif hefur samþykki Icesave- samningsins á krónuna? 600 millj- arða útflæði gjaldeyris á næstu ár- um. Hefði ekki verið réttast að geta þess í greinargerðinni? Spurningar forsætisráðherra og svör Seðla- bankans kallast „cherry picking“ og eru ekki sæmandi seðlabanka. Ein- göngu er horft til samstarfsins með AGS, en Jóhanna segir að sam- þykkja þurfi Icesave til þess. Hins vegar fjallar greinargerðin ekki um neikvæð áhrif þessara 600 millj- arða. Seðlabankinn fullyrðir einnig að sterk króna dragi úr verðbólgu og því verði mögulegt að lækka vexti. Það leiði til minna atvinnuleysis. Snilld! En hvað um þau störf sem skapast vegna aukins útflutnings í veikri krónu, væri ekki réttara að taka þau með í myndina? Þurfum við ekki veika krónu til að spara 600 milljarða? Samkvæmt greinargerðinni ætlar seðlabankinn að nota AGS lánið til að verja krónuna falli. Frábært, er það ekki æðislegt. En hvað mun það kosta, hvað kostar að draga á lánalínur AGS? Hvað kostar að kaupa krónur þegar allir vilja selja? Kannski álíka mikið og þegar bank- arnir keyptu eigin hlutabréf þegar allir aðrir vildu selja. Þessi snilld- aráætlun Seðlabankans getur kost- að okkur lífið, við skulum endilega taka lán fyrir henni. Það er óskiljanlegt að ekki er vís- að í þá ókosti sem fylgja samstarfi AGS (kokgleypa Icesave) í grein- argerð Seðlabankans. Jæja, við get- um þó þakkað fyrir að hafa faglega ráðinn seðlabankastjóra. Berjatínsla Seðlabankans Eftir Örvar Guðna Arnarson » Spurningar forsætis- ráðherra og svör Seðlabankans kallast „cherry picking“ og eru ekki sæmandi seðla- banka. Örvar Guðni Arnarson Höfundur er viðskiptafræðingur. Í MORGUN- BLAÐINU 10. októ- ber síðastliðinn birtir Sigurður Óli Há- konarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landsvaka hf., grein undir fyrirsögninni „Peningabréf Lands- bankans ISK og Landsvaki hf.“ Í grein sinni víkur Sig- urður Óli meðal annars að því að Landsbanki Íslands hf. og Lands- vaki hf. hafi verið sýknaðir af að- alkröfu (fjárkröfu) stefnenda með dómum sem kveðnir voru upp í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 7. október. Er þar engu logið hjá Sigurði Óla en aðeins hálf sagan sögð. Staðreyndin er einmitt sú að fjölskipaður héraðsdómur féllst á viðurkenningarkröfu stefnenda og komst að þeirri niðurstöðu að við- urkenndur væri réttur stefnenda til skaðabóta óskipt úr hendi Landsbanka Íslands hf. og Lands- vaka hf. að ákveðnu marki sem nánar greinir í for- sendum dómanna. Að þessu víkur Sigurður ekki enda um áfell- isdóm að ræða yfir þeim sem stýrðu pen- ingamarkaðssjóði bankans. Með fyrrnefndum dómum Héraðsdóms Reykjavíkur var unn- inn mikilvægur áfangasigur fyrir alla þá sem áttu hlutdeild- arskírteini í peninga- markaðssjóði Landsbankans. Mik- ilvægt er að halda þessu til haga og hefði grein Sigurðar því e.t.v. frekar átt að fjalla um hvað raun- verulega fór úrskeiðis og hefði hann átt að biðja fyrrverandi við- skiptavini sína afsökunar á því tjóni sem þeir urðu sannanlega fyrir, sbr. niðurstöðu héraðsdóms í áðurnefndum málum. Verði áðurnefndum dómum Héraðsdóms Reykjavíkur frá 7. október síðastliðnum ekki hnekkt í Hæstarétti hafa þeir almennt for- dæmisgildi varðandi alla aðra ein- staklinga og lögaðila sem áttu hlutdeildarskírteini í peninga- markaðssjóði Landsbankans, Pen- ingabréf ISK. Fyrrverandi eig- endur hlutdeildarskírteina í sjóðnum eiga því að öllu óbreyttu lögmæta kröfu á hendur Lands- banka Íslands hf. og Landsvaka hf. Rétt er að vekja sérstaka at- hygli á því að kröfuhafar gamla Landsbankans þurfa að lýsa kröf- um sínum gagnvart bankanum fyrir 30. október næstkomandi. Sé það ekki gert kann viðkomandi kröfuhafi að glata kröfu sinni á hendur bankanum. Skaðabótaskylda Landsbank- ans og Landsvaka viðurkennd Eftir Jóhann H. Hafstein »Með fyrrnefndum dómum Héraðsdóms Reykjavíkur var unninn mikilvægur áfangasigur fyrir alla þá sem áttu hlutdeildarskírteini í peningamarkaðssjóði Landsbankans. Jóhann H. Hafstein Höfundur er lögmaður hjá ERGO lögmönnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.