Morgunblaðið - 12.10.2009, Page 18
18 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009
✝ Stefán Árnasonfæddist 14. apríl
1920 á Melstað við Ak-
ureyri. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 4.
október 2009.
Foreldrar hans
voru Árni Stefánsson
trésmíðameistari, f. 8.
júní 1874, d. 16. júní
1946, og Jónína Gunn-
hildur Friðfinnsdóttir
húsmóðir, f. 8. sept-
ember 1885, d. 28.
desember 1969. Stef-
án var einn af fjórtán börnum þeirra
hjóna. Tvö þeirra eru enn á lífi.
Stefán kvæntist árið 1945 Petrínu
Soffíu Þórarinsdóttur Eldjárn, f. 17.
febrúar 1922, d. 9. júlí 2003. Börn
Petrínu og Stefáns eru: 1) Þórarinn
stýrimaður, f. 11.10. 1945, 2) Sigrún,
fjölmiðlafræðingur, f. 19.3. 1947, 3)
Gunnhildur Jónína sjúkraliði, f. 4.4.
1952, 4) Árni, íþróttakennari, f.
10.10. 1953, 5) Páll, rafvirki, f. 25.3.
1960, og 6) Ólöf lyfjafræðingur, f.
20.5. 1965. Barnabörn
þeirra Petrínu og
Stefáns eru 19 og
barnabarnabörn eru
einnig 19 talsins. Stef-
án stundaði bak-
aranám á Siglufirði
og lauk einnig prófi
frá Samvinnuskól-
anum í Reykjavík.
Hann vann lengi í
Brauðgerð KEA á Ak-
ureyri en varð síðan
fjármálafulltrú Raf-
magnsveitu ríkisins á
Akureyri. Stefán
hafði mikinn og lifandi áhuga fyrir
íþróttum og hollum lífsháttum.
Garðyrkja og trjárækt voru hans
yndi.
Stefán og Petrína bjuggu alla sína
búskapartíð á Akureyri en síðasta
árið dvaldi Stefán á Dvalarheimilinu
Hlíð.
Stefán verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju í dag, 12. október
2009, og hefst athöfnin kl. 13.30.
Meira: mbl.is/minningar
„Veistu um einhvern sem þarf að-
stoð? Ef svo er þá get ég hjálpað.“
Þannig spurði pabbi þegar ég heim-
sótti hann á laugardagsmorgni, síð-
asta daginn hans í þessu lífi. Þegar
ég var að fara – stóð hann upp –
faðmaði mig þétt að sér og kvaddi
með þeim orðum að nú slægju hjört-
un okkar í takt.
Þessi síðasta stund okkar saman
lýsir pabba afar vel. Hjartahlýja, um-
hyggja og lifandi áhugi fyrir fólki
voru hans aðalsmerki. Hver er sinnar
gæfu smiður. Pabbi lifði fallegu lífi og
var gleðigjafi fyrir fólkið í kringum
sig. Hann fæddist á Akureyri í
stórum barnaflokki og bjó alla sína
tíð á Akureyri. Gránufélagsgata 11
og Suðurbyggð 1 eru hornsteinar
æskunnar. Pabbi og mamma sköp-
uðu okkur krökkunum sex yndisleg
heimili á þessum tveimur stöðum.
Pabbi var að ýmsu leyti óvenjulegur
faðir. Hann kenndi okkur að lesa
náttúruna með fjöruferðum og
gönguferðum upp í hlíðarnar fyrir of-
an bæinn. Hann var jafnréttissinni í
framkvæmd og það fór aldrei á milli
mála að hann hafði alveg jafn mikla
trú á okkur stelpunum og bræðrun-
um. Hann studdi okkur til sjálfstæðis
og gaf góð ráð þegar um var beðið.
Við vissum alltaf að við gátum leitað
til pabba ef eitthvað bjátaði á. Hann
virti skoðanir okkar og virti það líka
að við þyrftum sjálf að læra af okkar
eigin mistökum.
Pabbi lifði lífinu lifandi og var ung-
ur í anda. Það lýsir honum ágætlega
að hann vildi ekki láta kalla sig lang-
afa. Afanafnið dugði að hans mati.
Hitt var of ellilegt. Mín barnabörn
kunnu vel að meta afa Stefán og við
erum búin að skemmta okkur vel
saman í fjölskylduboðum þar sem afi
hélt gjarnan léttar tækifærisræður –
stundum fleiri en eina í sama sam-
kvæmi, öllum til ánægju. Pabbi var
fróðleiksþyrstur alveg fram á síðasta
dag og vel lesinn. Það lýsir honum vel
að þegar hann var á ferð í Noregi tal-
aði hann fína norsku, þegar hann var
í Þýskalandi talaði hann þýsku, í
Bandaríkjunum talaði hann ensku.
Við krakkarnir vissum aldrei hvar
hann hefði lært þessi tungumál. Þau
voru bara þarna. National Geograp-
hic lá yfirleitt á stofuborðinu, tímarit
Garðyrkjufélagsins og Atlas. Hann
var alltaf að stúdera. Það var hægt að
fletta upp í pabba, hann vissi allt um
tré, plöntur, lönd og þjóðflokka.
Pabbi hafði svarið og gjarnan bætti
hann latneska orðinu við bara til
frekari útskýringar. Í síðustu heim-
sókninni til hans vorum við tala um
ýmis stórafmæli sem verða á næsta
ári. Meðal annars ræddum við um
það hann yrði níræður árið 2010. Við
ræddum líka um lífið og dauða og
vorum sammála um að lífið væri
miklu meira heillandi en dauðinn.
Hvorugt okkar grunaði að dauðinn
væri þegar kominn með tærnar inn í
stofuna hans.
Það er yndislegt að hann óraði
ekki fyrir því. Hann gekk til hvílu
glaður og sáttur og vaknaði ekki aft-
ur.
Farðu í friði, elsku besti pabbi.
Þín dóttir,
Sigrún.
Pabbi er dáinn, 89 ára gamall,
hress fram á síðasta dag. Á unglings-
árunum vakti pabbi mig til umhugs-
unar um náttúruna. Ófá skiptin fékk
hann mig með sér í gönguferðir t.d.
upp í Fálkafell eða Glerárdal. Oft var
ég tregur til en í þessum gönguferð-
um kynntist ég pabba vel og þarna
má segja að hann hafi verið í sínu
rétta umhverfi því pabbi var mikill
náttúruunnandi.
Í þessum ferðum kenndi pabbi
mér að þekkja blómin og fuglana og
hvernig hringrás náttúrunnar er og
vakti hjá mér áhuga sem hefur vaxið
og dafnað síðan. Pabbi hafði mikinn
áhuga á öllum veiðiskap, ekki síst að
fara á sjó og dorga. Það voru hans ær
og kýr. Gerði hann það fram eftir öll-
um aldri og til að mynda veiddi hann
13 kílóa lúðu á örlitla sjóstöng þá orð-
in áttatíu ára gamall. Það eina sem ég
sé eftir er að hafa ekki farið á sjó með
pabba í sumar því oft var hann búinn
að minnast á hvort við ættum ekki að
skella okkur á sjó.
Pabbi var á undan sinni samtíð
hvað varðaði mat og hollustu og hafði
mjög framúrstefnulegar hugmyndir
um hvað væri hollt að borða og hvað
ekki. Hann bjó til sultur, bakaði
brauð og eldaði mjög góðan mat.
Man eftir því þegar hann tók hausinn
af smásilungi, bruddi hann og kyngdi
öllu saman. Einnig þegar hann setti
brúna sósu út á skyrið en þarna hefur
hann nú sennilega verið að reyna að
ganga fram af mér.
Pabbi hafði græna fingur og sner-
ist líf hans alla tíð mikið um ræktun.
Hann ræktaði tómata og agúrkur í
gróðurhúsi, gulrætur, kál og fleira og
ól okkur systkinin á hollum og fjöl-
breyttum mat. Garðurinn heima í
Suðurbyggð fékk líka að njóta hæfi-
leika hans og var kosinn verðlauna-
garður. Pabbi fékk plöntur héðan og
þaðan og eru margar plöntur frá hon-
um komnar í Lystigarðinum á Ak-
ureyri. Einnig hafði hann mikinn
áhuga á skógrækt og fór meðal ann-
ars í skógræktarferð til Noregs.
Pabbi sagði mér að einu sinni þeg-
ar hann hefði verið á ferðalagi með
mömmu út í Ameríku hefðu Amerík-
anar haldið að hann væri indíáni því
hann var svo dökkur yfirlitum og
með virðulegt nef. Held að honum
hafi ekki þótt slæmt að líkjast indíán-
um og sé nú ánægður að fá að fara á
hinar eilífu veiðilendur sem indíánar
fara á eftir dauðann.
Farðu í friði, elsku pabbi.
Páll Stefánsson.
Stefán Svarfdal Árnason er fallinn
frá – og þar með kveðjum við fjöl-
skyldan yndislegan afa og langafa,
höfðingja og vin. Afi Stefán, sem
sumir af yngstu meðliðum stórfjöl-
skyldunnar góðlátlega kölluðu afa
gulrót eða afa krokkett, var einstak-
ur maður, enda ekki á margra færi að
vera í senn hlýr og yfirvegaður, vitur
en yfirlætislaus, fræðandi og lær-
dómsfús, fyndinn og einlægur,
ákveðinn en jafnframt skilningsrík-
ur.
Afi var áhugasamur um hagi síns
fólks og ávallt reiðubúinn að bjóða
fram aðstoð sína. Sem dæmi má
nefna tvennt sem nánast alltaf heyrð-
ist frá afa þegar maður hringdi í
hann eða sótti heim: Mér þykir rosa-
lega vænt um þig og: Er eitthvað sem
ég gert fyrir þig? Maður var ávallt
léttari í lund eftir samskipti við afa.
En velvilji Stefáns var ekki einskorð-
uð við fjölskylduna sína og það hljóta
hreinlega að vera fáir á Akureyri
sem ekki hafa á einhverjum tíma-
punkti staðið það til boða að nýta sér
sumarhúsið á Svalbarðseyrinni. Afi
var ákaflega félagslyndur maður sem
kom fram við fólk með hlýju og virð-
ingu, var fús til að faðma og kyssa á
kinn, en líka tilbúinn að gantast og
sjá spaugilegu hliðar á lífinu.
Afi saknaði ömmu sárt eftir að hún
andaðist árið 2003 og því hefur dvölin
í Suðurbyggðinni, og síðar á öldrun-
arheimilinu Hlíð, vafalaust verið á
köflum einmannaleg. En þrátt fyrir
það var afi ekki gefinn fyrir að
kvarta. Þvert á móti vildi hann frekar
einblína á hið jákvæða í lífinu og leit
björtum augum á framtíðina. Minn-
ingarnar fjölmörgu um afa munu lifa
áfram með okkur um ókomna tíð en
hans verður sárt saknað. Megi hann
hvíla í friði við hlið hennar Diddu
sinnar.
Héðinn Svarfdal Björnsson
og fjölskylda.
Þegar ég sest niður til að skrifa um
hann afa kemur mjög margt upp í
hugann. Ég naut þess að dveljast oft
á heimili hans og ömmu í æsku og
undi mér vel í rólegheitunum þar.
Enn í dag get ég séð fyrir mér hvern-
ig dagurinn leið þar hjá þeim, hvað
var í útvarpinu og hvað var í matinn.
Ég sé ömmu fyrir mér í stofunni með
prjónana og afa í garðinum að segja
mér frá blómunum eða í eldhúsinu að
reyna að gefa mér eitthvað nýtt að
smakka. Við vorum nú ekki alltaf
sammála og ég vildi ekki alltaf fara
eftir ráðleggingum hans og fyrir-
mælum eða smakka það sem var í
boði. Kannski vorum við of lík á sum-
um sviðum en alltaf skildum við þó
sátt og ég hlakkaði til næstu heim-
sóknar.
Á menntaskólaárunum heimsótti
ég þau oft og stundum fylgdu mér
vinkonur í heimsóknirnar. Afi hafði
þann vana að yfirheyra þær um mat-
reiðsluaðferðir á heimilum þeirra og
hafði hann sérstakan áhuga á hvern-
ig feður þeirra steiktu fisk. Hann
hafði sjálfur mikinn áhuga á að elda
og vildi ólmur virkja karlmenn í elda-
mennskunni og hélt meðal annars
matreiðslunámskeið fyrir þá. Hann
vildi gjarnan hafa góð áhrif á ungu
kynslóðina með því að fræða hana um
hollustu og góða siði. Þessar heim-
sóknir eru stundum rifjaðar upp og
allir muna vel eftir honum afa.
Hann var mjög fróður maður og
vel lesinn og hafði mjög gott minni.
Hann var mjög stoltur af sínu fólki,
bæði forfeðrum og afkomendum og
hafði gaman að því að rifja upp gaml-
ar sögur og ferðalög með ótrúlega
miklum smáatriðum. Hann upplifði
margt í eigin æsku sem honum þótti
skemmtilegt að rifja upp og bera
saman við nútímann.
Blak, sund, gönguferðir, göngu-
skíði, ferðalög, lestur, matreiðsla,
ættfræði, matjurta- og blómarækt,
allt þetta féll undir áhugamál hans
sem hann sinnti alla tíð eins og hann
mögulega gat. Það var fátt sem hon-
um fannst skemmtilegra en að fræða
aðra um það sem honum var huglægt
og þekkti vel. Helst vildi hann senda
mig heim með bækur eftir hverja
heimsókn svo ég gæti lesið mér til
um málefnið og rætt aftur um það við
hann seinna. Þau amma voru ólík en
nutu þess að gera ýmislegt saman og
voru mjög samrýnd. Það varð mjög
tómlegt á heimilinu eftir að amma dó
og enginn fann jafnmikið fyrir því og
afi. Það var því yndislegt að heim-
sækja hann í fyrsta skiptið á dval-
arheimilið og heyra hversu vel hon-
um leið þar og hversu sáttur hann
var við þær breytingar. Hann hafði
alltaf gaman af því að spjalla og láta í
sér heyra og hann naut þess vel að
hafa einhverja áheyrendur.
Síðast þegar ég heimsótti afa
spjölluðum við mikið, aðallega um
garðrækt og hann var svo ofsalega
ánægður að geta ráðlagt mér í þeim
efnum. Það var alltaf hægt að stóla á
að afi hefði eitthvað um málin að
segja og gæti sagt sínar skoðanir á
þeim. Hans skoðunum varð þó ekki
mjög auðveldlega breytt og hann gat
verið býsna ákveðinn.
Það er erfitt að hugsa til þess að nú
verði heimsóknirnar ekki fleiri, að
hrútaberjahlaupið sem ég lofaði að
færa honum verði áfram hér hjá mér
en þá er líka gott að geta rifjað upp
allar þessar minningar. Þær eru mik-
ils virði.
Petrína Soffía Eldjárn.
Við viljum skrifa nokkur orð í
minningu afa okkar. Afi Stefán var
mjög sérstakur maður með ákveðnar
skoðanir á hlutunum. Það ríkti rólegt
andrúmsloft á heimili þeirra afa og
ömmu og hlutirnir voru í föstum
skorðum. Afi var mikill áhugamaður
um mat og matseld og undi sér vel í
eldhúsinu þar sem hann gat hagað
hlutunum að vild. Einnig var hann
mikill fróðleiksbrunnur og sankaði
að sér vitneskju úr ýmsum áttum og
hafði mjög gaman af því að ræða um
ólíka hluti. Það gátu verið borgir úti í
heimi, eldamennska, ættfræði,
íþróttir eða eitthvað annað sem hann
kunni góð skil á. Það var gaman að
fylgjast með hvernig það lifnaði yfir
honum þegar hann hitti einhvern
sem hafði líka gaman af því að spjalla
og umræðurnar gátu farið um víðan
völl og aftur til baka á skömmum
tíma.
Hann lagði mikla áherslu á heil-
brigt líferni og hreyfingu og stundaði
sund og göngur langt fram eftir aldri.
Morgunsundið var einn af föstu
punktum tilverunnar og var honum
mikils virði að komast í sundlaugina,
hitta sundfélagana og fá í einu góðan
félagsskap og hreyfingu. Hann lagði
líka áherslu á hollar neysluvenjur á
heimilinu og var mjög duglegur við
að reyna að koma okkur barnabörn-
unum upp á ýmsa hollustu sem okkur
þótti nú ekki alltaf mjög freistandi,
má þar nefna gulrótasafa og tómat-
safa sem hann drakk með bestu lyst.
Amma sá þá aumur á okkur og leyfði
okkur að sleppa við hollustuna og
jafnvel fá eitthvað bragðbetra hjá
sér. Reyndar var oft gaman að horfa
á hann afa borða því fáir borða með
jafnmikilli innlifun og hann og sér-
staklega þótti honum gaman að
smakka eitthvað nýstárlegt og
blanda saman hlutum sem öðrum
þóttu engan veginn eiga samleið. Þá
hló hann afi og hafði gaman af. Matur
í hans huga var sambland af áhuga-
máli og list þar sem bestu listaverkin
urðu til úr einhverju sem aðrir sáu
sem eitthvað allt annað.
Það breyttist mikið á heimilinu
þegar amma dó og það var mjög
áþreifanlegt hversu mikið hann
saknaði nærveru hennar. Þau höfðu
gert svo margt saman og stundað
áhugamálin saman eins lengi og
mögulegt var. Í vor þegar hann flutti
á dvalarheimilið urðu miklar breyt-
ingar á, hann varð svo miklu sáttari
og kátari, enda hafði hann þar mun
meiri félagsskap og leið mjög vel.
Það var nú ekki verra að geta séð yfir
í garðinn í Suðurbyggðinni, garðinn
sem hann alla tíð hafði lagt svo mikla
rækt við. Það voru ófáar skoðunar-
ferðir farnar í garðinn í gegnum tíð-
ina og alltaf gott að komast í nýjar
gulrætur eða ber og skoða allt það
sem óx og dafnaði þar. Garðyrkja var
nefnilega einnig mikið áhugamál
hans afa og hafði hann gaman af öllu
sem hægt var að rækta upp.
Þó svo að afi verði ekki lengur hjá
okkur má með sanni segja að hann
eigi mjög mikið í afkomendum sínum
og oft má greina svolítinn afleggjara
frá honum í okkur flestum. Það er því
oft hægt að brosa og minnast hans og
sjá hann fyrir sér í huganum í sömu
aðstæðum og jafnvel segja sömu
hlutina. Hans verður því minnst
áfram sem sérstaks manns sem
markaði sín spor í sögu fjölskyldunn-
ar.
Hafþór, Petrína S. Eldjárn,
Jón og Þorbergur
Þórarinsbörn.
Þar sem ég var ásamt dætrum
mínum stödd í heimsókn hjá afa fyr-
ir skömmu, tók hann þétt utan um
mig og kynnti mig fyrir yndislegum
starfsstúlkum Hjúkrunarheimilisins
Hlíð á Akureyri. Honum fannst
hann ríkur af afkomendum sínum og
var stoltur. „Já, sagði starfsstúlkan,
en Stefán minn, ekki eru þær minna
ríkar að eiga þig sem afa!“ Mikið
hafði hún rétt fyrir sér.
Án efa hefur það ekki þótt fagn-
aðarefni þegar móðir mín tilkynnti
ung að árum að hún ætti von á barni.
Þegar á hólminn var komið var það
hins vegar afi sem strauk bakið á
henni fram á síðustu stundu á fæð-
ingardeildinni árið 1971. Þetta hlýt-
ur að hafa þótt sérstakt á þeim tíma
og einkennir þann mann sem hann
hafði að geyma þegar á reyndi. Ég
fæddist stelpa, sem afa þótti gott.
Ekki svo að skilja að strákarnir í
fjölskyldunni hefðu ekki átt öruggt
sæti í hans hjarta, heldur vorum við
stelpurnar (í hans augum), sennilega
auðveldari viðureignar og meðfæri-
legri.
Sem barn man ég ekki eftir öðru-
vísi móttökum í Suðurbyggðinni en
afi væri með útbreiddan faðminn úti
á tröppum og amma í skjóli fyrir aft-
an. „Ertu ekki svöng?“ Maður lærði
fljótt að viðnám gegn þörf afa til að
næra afkomendur sína mátti sín lít-
ils. Steiktur fiskur eða buff skyldi á
diskinn eftir ferðina, sama hvað
klukkan var. Afi hafði gaman af því
að kunna að bjarga sér í eldhúsinu
og mikið hefði ég viljað vera fluga á
vegg, þegar hann ákvað að kenna
jafnöldrum sínum, karlmönnum, að
sjóða kartöflur og steikja fisk, þá
sjálfur um áttrætt. Fóru þessar
virðulegu kennslustundir fram í eld-
húsinu í Suðurbyggð og vöktu tölu-
verða athygli.
Afi missti mikið þegar amma dó
og hrakaði heilsu hans nokkuð hratt
frá þeim degi. Aðallega var það
minnið sem sveik hann. Furðulega
hætti hann smám saman að muna
það sem við gerðum saman fyrir
klukkutíma en ef hann var inntur
eftir því hver hefði byggt Sunnuhvol
fékk maður nákvæma útlistun á
hver hefði neglt hvaða nagla og
skrúfað hvaða skrúfu fyrir áratug-
um. Hann gat ekki undir það síðasta
sagt mér hvar hann borðaði kvöld-
mat en sagði mér í smáatriðum
hvernig hann kynntist ömmu Petr-
ínu á KEA. Dæmi hver fyrir sig hvor
minning skiptir meira máli.
Sjarmi afa og útgeislun var
ómæld. Hann tók á móti manni í fal-
legri skyrtu með bindi, nýrakaður
og vellyktandi. Þannig byrjaði hann
alla daga og það var síðast fyrir 3
vikum þar sem við gengum saman að
hann spjallaði við hvern þann sem á
vegi okkar varð og töfraði fram bros
hjá viðkomandi, þó aðallega konum.
Einhver sagði: „Maður velur sér
vini, maður velur sér ekki fjöl-
skyldu.“ Einver valdi samt fyrir mig
besta afa í heimi. Blessuð sé minning
þín, elsku afi Stefán.
Sigrún Hermannsdóttir.
„Láttu mig vita ef ég get gert eitt-
hvað fyrir þig, vinur.“ Þannig kvaddi
Stebbi, föðurbróðir minn, mig síðast
þegar ég kíkti til hans og þannig
kvaddi hann ævinlega. Fundir okkar
voru hvorki langir né strangir. Við
fórum yfir stöðuna á okkar fólki.
Hann vildi hafa það á hreinu að öll-
um liði vel. Síðan ræddum við sam-
eiginleg áhugamál; matseld og sæt-
ar stelpur. Hinu síðastnefnda
sagðist Stebbi vera umlukinn á
Dvalarheimilinu Hlíð enda ánægður
með dvölina þar.
Veturinn 1977-78 var ég í skóla í
Álasundi í Noregi. Mikil töf var á af-
greiðslu námslána og ég alveg háður
góðvild skólasystkina minna til að
lifa af. Námslánið var væntanlegt
hvaða dag sem var og beðið eftir
póstinum í spenningi. Svo kom loks-
ins aflangt umslag merkt Lands-
bankanum. En þegar það var opnað
kom í ljós að það innihélt ekki stóra
ávísun frá lánasjóðnum heldur minni
ávísun með svohljóðandi kveðju:
„Fáðu þér bjór. Kveðja, Stebbi
frændi.“ Það skal tekið fram að ég
hlýddi eins og ávallt þegar Stefán
lagði mér lífsreglurnar … sem ég
held að hafi verið oftar en ég geri
Stefán Árnason