Morgunblaðið - 12.10.2009, Page 19
Minningar 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009
mér grein fyrir því atvikin höguðu
því þannig að ævistarf hans var við
hlið föður míns, Ingólfs hjá Rarik á
Norðurlandi eystra.
Skrifstofa Rarik var um tíu ára
skeið á neðri hæðinni á Byggðaveg-
inum, æskuheimili mínu. Við krakk-
arnir, Ingólfsbörn nutum þess að
eiga góðan að í Stefáni ef þannig stóð
á. En það voru fleiri sem nutu þess.
Þannig var að eftir að Stebbi varð
ekkill bjargaði hann sér með alla
matseld. Hann komst hins vegar að
því að því var ekki eins fyrir komið
hjá öllum körlum sem eins var ástatt
hjá. Þannig að hann stofnaði til nám-
skeiðs til að gera þá sjálfbjarga.
Námskeiðið hófst með því að hann
kenndi þeim að kaupa inn og síðan
var farið heim og eldað. Geri aðrir
betur!
Elsku Tóti, Sigrún, Gunnhildur,
Árni, Palli og Ólöf. Við Maja og
systkini mín af Byggðaveginum
sendum ykkur innilegar samúðar-
kveðjur.
Hallgrímur Ingólfsson.
Okkur mönnunum gengur illa að
skilja tímann, þessa fjórðu vídd sem
við lifum í. Það breytir reyndar engu
hvað við skiljum, tíminn líður óháð
skilningi og í réttu hlutfalli við lifaða
ævi hvers og eins.
Askur Yggdrasils var helgasta vé
ásatrúar. Við rætur hans voru þrír
brunnar, í einum viska, við annan
réðust örlög manna.
Við Gránufélagsgötu á Akureyri
stendur tré. Myndarlegt tré, reyni-
viðartré, helgt tré til forna. Það
stendur þarna stakt og ekkert í
kring. Áður en þetta „ekkert“ varð
til, stóð þar Gránufélagsgata 11 og
fleiri hús. Húsin og garðarnir hurfu
þegar rýmt var til fyrir nútíma sjö-
unda áratugarins, fyrir tæpri hálfri
öld. Allt hvarf, nema þetta eina tré.
„Nútíminn“ lét svo á sér standa og
ekkert var byggt. Enn er beðið og
enn stendur tréð. Silfurreynir, hugs-
anlega gráreynir, annaðhvort er það.
Fagurlimað og krónmikið.
Tréð gróðursetti ungur drengur,
líklega sumarið 1932. Það var nokkuð
dýrt, það kostaði hann spariféð,
aleiguna, ígildi allmargra bíóferða.
Tréð sitt gróðursetti hann í fjærsta
horni garðsins að Gránufélagsgötu
11. Það dafnaði þar vel, fyrst í garð-
inum, þessum fallega garði, sem nú
er horfinn. Enginn, eða a.m.k. afar
fáir vita af hverju tréð stendur þarna,
eða að það tilheyrði garðinum og hús-
inu. Húsið er líka öllum gleymt, nema
e.t.v. einhverjum úr fjölskyldunum
sem þar bjuggu. Tréð stendur þarna
stakt, líkt og það hafi dottið niður úr
himninum.
Tré þetta er yfir 80 ára gamalt,
sprottið af fræi sem komið var til, vel
fyrir 1930. Það var gróðursett af ung-
um dreng, tólf ára gömlum, Stefáni
Árnasyni í Gránufélagsgötu 11.
Drengurinn hafði að vísu fæðst á
Melstað, handan Glerár, en flutti í
Gránufélagsgötuna nokkurra mán-
aða gamall. Í húsið sem faðir hans
byggði. Umhverfis húsið var fallegur
garður. Æskuminningar Stefáns
voru þaðan, garðurinn, kýrnar,
grænmetisgarðurinn, Eyrin, Brekk-
an, lífið.
Það að ungur drengur kaupi að eig-
in frumkvæði tré fyrir aleigu sína,
velji það sjálfur, planti, hugsi um það
og gæti þess, já allt sitt líf, það var
ekki, ekki bara á þessum tíma, heldur
líka í dag, ekki aðeins ekki sjálfsagt,
heldur býsna sérstakt. Það var engin
tilviljun að tré þetta var ekki fjarlægt
ásamt öllu hinu sem þarna stóð.
Nú er Gránufélagsgata 11 horfin,
garðurinn farinn, Stefán rétt geng-
inn, en tréð hans stendur þarna enn.
Sjötíu og sjö ára samskiptum manns
og trés er lokið. Hann fylgdist nefn-
inlega með trénu sínu drengurinn,
gætti þess.
Eins og allt sem sjálfsagt er, þá
bara er það. Þó er það svo að ekkert
er sjálfsagt, allra síst það sem sjálf-
sagt er talið!
Til þess var sáð, og vitið, þetta
merkilega tré er sprottið úr hjarta
ungs drengs, lifandi hugsjón, heilagt
tré, ósnertanlegt.
Kæri Stefán, þökkum samfylgd-
ina,
Árni B. Stefánsson
og fjölskylda.
✝ Óskar M Hall-grímsson fæddist
á Ytri-Sólheimum í
Mýrdal 18. mars 1922.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Eir 4.
okt 2009. Foreldrar
hans voru Hallgrímur
Brynjólfsson bóndi á
Felli, f. 1.9. 1870, d.
24.7. 1937 og Guðrún
Einarsdóttir frá Ytri
Sólheimum, f. 12.1.
1888, d. 3.5. 1965. Al-
bróðir Óskars er Jó-
hann Magnús, f. 23.9.
1911. Systkini samfeðra: Sveinn, f.
24.9. 1897, Vilhjálmur, f. 10.4. 1899,
Sigurleif, f. 1.7. 1900, Jónas, f. 2.4
1902, Brynjólfur, f. 1.8. 1903, Ísleif
Elísabet, f. 4.4. 1905, Þorgerður, f.
19.7.1906, Ísbjörg, f. 19.10. 1908,
Jón, f. 21.4. 1910, Erlendur, f. 18.11.
1911, og Brynjólfur, f. 18.5. 1913.
Þau eru öll látin.
Óskar kvæntist 11. mars 1950
Margréti Rögnu Jóhannsdóttur, f.
8.8. 1929. Foreldrar hennar voru
Jóhann Kr. Ólafsson, f. 24.10. 1883,
d. 22.6. 1967 og Kristín Guðnadótt-
ir, f. 22.4. 1891, d. 8.6. 1942. Börn
Óskars og Margrétar eru: 1) Reyn-
f. 14 .7. 1981, Margrét Helga, f.
14.2. 1998. 5) Margrét, f. 1.12. 1962,
gift Ragnari B. Bjarnarsyni, f. 18.9.
1958. Sonur þeirra Bjarki, f. 23.2.
1998. Synir Margrétar og Óskars
Bergssonar, Andri, f. 22.11. 1980,
Hjálmar, f. 15.7. 1986 í, sambúð
með Lindu Smáradóttur, og
Trausti, f. 11.12. 1987. 6) Hall-
grímur, f. 21.5. 1965, kvæntur Gyðu
Á. Helgadóttur, f. 1.1. 1971. Dætur
Hallgríms og Helenu Jónsdóttur:
Hrefna, f. 2.5. 1989, Hildur Kristín,
f. 3.5. 1993.
Óskar fæddist á Ytri- Sólheimum
í Mýrdal og ólst þar upp hjá móður
sinni og Einari móðurafa sínum.
Hann missti afa sinn 12 ára. Hann
fór á vertíð 14 ára og næstu ár vann
hann ýmsa vinnu auk bústarfa. Árið
1947 hóf hann nám í rafvirkjun hjá
Vilhjálmi bróður sínum og tók
sveinspróf 1952. Lengst af starfaði
hann sem deildarstjóri hjá Raf-
magnseftirliti ríkisins. Óskar og
Margrét bjuggu lengst af í Hlíð-
artúni 5 í Mosfellsbæ og var oft
mannmargt heimili þar. Börnin
voru 6 og móðir Óskars bjó hjá
þeim og faðir Margrétar síðustu ár-
in. Eitt helsta áhugamál Óskars var
söngur og starfaði hann mörgum
kórum, lengst með karlakórnum
Stefni, Söngfélagi Skaftfellinga og
RARIK kórnum.
Útför Óskars fer fram frá Lága-
fellskirkju í Mosfellsbæ í dag, 12.
október og hefst athöfnin klukkan
13.
ir, f. 21.6. 1951,
kvæntur Berglindi
Guðmundsdóttur, f.
10.12. 1959. Börn
þeirra Óskar, f. 20.2.
1984, sambýliskona
Sigríður Ósk Bjarna-
dóttir, Selma Mar-
grét, f. 4.12. 1993. 2)
Hróbjartur Ægir, f.
16.2.1953, kvæntur
Lilju Arnardóttur, f.
26.5. 1958. Synir
þeirra, Örn, f. 21.3.
1978, kvæntur Ragn-
heiði I. Davíðsdóttur.
Börn þeirra Axel Örn, f. 2002, Lilja
Björg, f. 2004 og Inga María, f.
2008. Ari, f. 8.2.1983, sambýliskona
Þórey Hannesdóttir. 3) Kristín, f.
23.2. 1955, gift Agnari Ívari Agn-
arssyni, f. 5.10. 1954. Synir þeirra,
Jóhann Helgi, f. 28. 8. 1982, kvænt-
ur Helgu Björk Árnadóttur, Óskar
Matthías, f. 2. 11. 1987, Magnús
Karl, f. 5.8. 1989. 4) Gunnar, f. 26.2.
1959, kvæntur Sigurbjörgu B Ólafs-
dóttur, f. 12.1. 1961. Börn þeirra,
Guðrún Dögg, f. 20.2. 1978. Börn
hennar: Guðni Þór, f. 2002, faðir
Bjarki Þór Jónsson, Glóey Ýr, f.
2004 og Sesar Óli, f. 2008. Óli Rafn,
Fyrsta minning mín um Óskar
tengdaföður minn er frá því ég var 6
ára. Hann kom með afa austur á
Stöðvarfjörð í heimsókn til okkar á
ferð sinni um landið sem rafmagns-
eftirlitsmaður. Það æxlaðist þannig
að ég fór með til baka hringinn í
kringum landið í sveitina til afa og
ömmu á Sólheimum. Þetta er ógleym-
anleg ferð og mér fannst ég vera orð-
in mjög stór að fara ein að heiman.
Hjá afa og ömmu hitti ég síðan Hróa
son hans en hann var þar í sveit.
Ég var í sveitinni mörg sumur eftir
það og alltaf kom Óskar reglulega í
heimsókn að Sólheimum og þeirra
heimsókna var beðið með eftirvænt-
ingu. Hann kom oftar en ekki með
pakka handa Hróa og eru mér minn-
isstæðar opal brjóstsykurrúllurnar
sem voru í uppáhaldi og ég reyndi all-
ltaf að komast í þær. Þegar ég fór síð-
an í skóla til Reykjavíkur tæpum 12
árum síðar þá hittumst við Hrói aftur
og fórum að vera saman. Óskar var
ekki mjög ánægður með það til að
byrja með og fannst ég vera fullung
og kannski fannst honum tengslin við
fjölskylduna of mikil, en með tíman-
um urðum við miklir vinir. Hann var
mikill fjölskyldumaður og á heimili
þeirra Grétu var allar helgar opið hús
fyrir þá sem vildu koma í kaffi og hitt-
umst við gjarnan þar börn, tengda-
börn og síðan bættust barnabörnin
við.
Skötuveislurnar á Þorláksmessu
urðu fastur liður og fyrir þá sem ekki
borðuðu skötuna var Gréta með salt-
fisk og barnabörnin fengu pulsur.
Hann átti sælureit á Sólheimum þar
sem sumarbústaðurinn var. Þegar
fjölgaði í fjölskyldunni reyndist húsið
of lítið því allir vildu fara austur. Var
því ráðist í framkvæmdir á öðru húsi.
Samverustundirnar fyrir austan urðu
margar og þar naut tengdapabbi sín.
Synir okkar nutu þess að fara í bíl-
túra með afa niður á sand og þar
fengu þeir sína fyrstu ökukennslu.
Þegar komið var úr ökukennslunni
beið amma gjarnan með veislukaffi.
Hann hafði alltaf mikla bíladellu og
þegar farið var að vera með vélsleða á
Mýrdalsjökli keypti hann einn slíkan
með sonum sínum.
Söngur var aðaláhugamál Óskars
og söng hann með mörgum kórum.
Hann söng bassa og það eru ótaldar
stundirnar þar sem sungið var í bú-
staðnum og Gréta spilaði á gítarinn.
Þau kenndu okkur unga fólkinu text-
ana og raddirnar. Hann var mjög
ánægður þegar við Hrói gengum í
Söngfélag Skaftfellinga og áttum við
þar samveru í 10 ár. Fyrir 9 árum síð-
an fór heilsan að bila og tóku þá við
erfið ár. Smá saman hvarf hann frá
okkur. Handartakið var þó þétt til
síðustu stundar og af og til sást blik í
augunum og þá vissum við að hann
var að fylgjast með. Óskari fannst
skrýtið þegar við eignuðumst okkar
barnabörn og ég man þegar hann
sagði við mig „Hann kallar hann afa“
já sagði ég, hann er afi hans og ég
amma, þá hristi hann bara höfuðið,
hann var afinn.
Síðustu árin dvaldi Óskar á hjúkr-
unarheimilinu Eir og viljum við hjón-
in þakka fyrir þá umönnun sem hann
naut þar.
Kæri vinur, þá er komið að kveðju-
stund. Ég þakka fyrir allar góðu
stundirnar í gegnum árin.Blessuð sé
minning þín.
Þín tengdadóttir,
Lilja.
Óskar Maríus Hallgrímsson
tengdafaðir minn er látinn. Ég kynnt-
ist Óskari fyrir 30 árum. Ég man enn
þegar ég hitti hann fyrst. Hár mynd-
arlegur maður, bar með sér gleði,
glettni í augnaráðinu og handtakið
hlýtt og þétt. Þannig var Óskar, hafði
áhuga á mönnum og málefnum, vina-
margur, gestrisinn og höfðingi heim
að sækja.
Sólheimar í Mýrdal voru hans
æskustöðvar og þar reisti hann sér
sumarbústað 1972. Þar dvöldu þau
Gréta um helgar og í fríum. Bústað-
urinn var þeirra annað heimili. Strax
og fór að vora var farið þangað nánast
hverja helgi. Eftir hádegi á föstudög-
um var kominn ferðahugur í Óskar,
hann verslaði og fór svo og sótti
Grétu í vinnuna. Hugurinn var kom-
inn austur.
Barnabörnin skipuðu stóran sess í
lífi Óskars. Í sumarbústaðnum voru
farna ófár ökuferðir á Sólheimasand
eða sandinn eins og við köllum hann.
Hann hafði einstakan áhuga á að
kenna barnabörnunum að keyra.
Fyrst sátu þau á fangi afa og fengu að
stýra og þegar þau stækkuðu fengu
þau að keyra sjálf. Þessi æfingaakst-
ur afa skilaði sér vel og hafa barna-
börnin sem voru í ökuskóla afa verið
farsælir ökumenn.
Óskar ferðaðist mikið um landið
þegar hann vann hjá Rafmagnseftir-
liti ríkisins og kynntist þá mörgum.
Hann lagði sig fram um að læra nöfn
á fólki og átti mjög gott með að ræða
við fólk og leiða ágreiningsefni til
lykta. Óskar var farsæll bæði starfi
og einkalífi.
Hans góða eiginkona Gréta var
manni sínum stoð og stytta. Hún sá
um börn og bú þegar Óskar var á
ferðum um landið vegna starfa sinna.
Hún sá um heimilið af miklum mynd-
arskap og í minningunni var alltaf
veisla hjá henni. Hún hafði líka lag á
að gera allan mat að veislumat. Það
kunni Óskar líka vel að meta.
Óskar var gæfumaður í lífinu, hann
átti góða fjölskyldu og góða starfs-
ævi. Hann var hraustur og heilsugóð-
ur fram undir áttrætt þegar heilsunni
fór að hraka. Að leiðarlokum þökkum
við Reynir, Berglind, Óskar og Selma
Margrét fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum saman. Blessuð sé
minning Óskars M. Hallgrímssonar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Berglind Guðmundsdóttir.
Þegar við hugsum til baka um afa
okkar sem nú er fallinn frá er það
fyrsta sem okkur dettur til hugar
ökuferðirnar úti á sandi. Ökuskóli afa
hófst snemma. Fyrst sat maður í
fangi hans og fékk að stýra og um leið
og við náðum niður á kúplinguna
fengum við að keyra sjálfir. Þetta var
sennilegast það sem við hlökkuðum
mest til við að fara upp í sumar-
bústaðinn þegar við vorum litlir.
Við hugsum líka til allra 100 kr.
seðlanna sem þú laumaðir að okkur.
Það gerðirðu alltaf svo lítið bæri á,
stundum svo lítið að annar okkar man
einu sinni eftir að hann uppgötvaði
það ekki fyrr en eftir að hann var far-
inn frá þér að hann væri með 100 kall
í vasanum. Við munum líka alltaf
muna eftir því hve mikið þú lagðir
upp úr því að halda fjölskyldunni
saman. Kaffiboðin á sunnudögum þar
sem þið amma tókuð á móti afkom-
endunum. Skatan á Þorláksmessu
sem var reyndar tilfelli annars okkar
pylsur á Þorláksmessu. Jólaboðin á
annan í jólum. Það er síðan okkar að
viðhalda. Þegar við sitjum hérna og
kveðjum þig í síðasta sinn verður
okkur hugsað til þess hvernig þú
kvaddir alltaf. Þú kvaddir með stóru
faðmlagi og klappaðir létt á bakið á
manni. Vertu sæll afi.
Örn og Ari Hróbjartssynir.
Hlýr faðmur og glettinn svipur er
það fyrsta sem kemur upp í hugann
þegar Óskars Hallgrímssonar er
minnst. Óskar var glaðsinna,
skemmtilegur og kunni að njóta lífs-
ins. Hann hafði lifað tímana tvenna,
var alinn upp af móður sinni í gamla
bændasamfélaginu og var alltaf trúr
og tryggur uppruna sínum. Á meðan
ég var tengdasonur Óskars sagði
hann mér sögur af æsku sinni og upp-
runa sem tengdust mikilli tryggð og
dálæti við æskustöðvarnar í Mýr-
dalnum. Einkenni þess sem Óskar
sagði frá og ráðlagði, var að það þjón-
aði oft tilgangi, og ég lærði fljótt að
hlusta þótt ég væri ekki alltaf sam-
mála. Það hefur reyndar komið með
aldrinum að skilja og skynja að ráðin
og sögurnar voru settar fram af
reynslu, þekkingu og væntumþykju.
Ein ábendingin um fegurð lífsins
var að taka vel eftir því sem ber fyrir
augu skömmu eftir að keyrt er austur
yfir Jökulsá á Sólheimasandi, sem
hann kallaði hliðið á Vestur-Skafta-
fellssýslu. Þá blasir við fjallahringur-
inn frá Sólheimajökli til Dyrhólaeyjar
með Pétursey fyrir miðri mynd.
Þetta sjónarhorn rammar inn Mýr-
dalinn á stað þar sem margir fara
geyst og gleyma því að njóta þess
sem fyrir augu ber. Ein skoðun Ósk-
ars var að hann gaf ekki mikið fyrir
það ef fólk var að gera sig eitthvað
breiðara en efni stóðu til. Hann kall-
aði það yfirborðsgreind og glotti.
Ráðleggingar, æðruleysi og dæmi-
sögur nafna míns hafa reynst mér
gott veganesti í lífinu og er ég þakk-
látur fyrir það.
Það er ekki hægt að minnast Ósk-
ars án þess að segja frá helstu áhuga-
málum hans. Óskar var söngmaður af
guðs náð og söng með mörgum karla-
kórum. Hann var lipur dansari og eft-
irminnilegur þegar hann sveif um
dansgólfið með Grétu í fanginu.
Söngur, dans, fjölskyldan og vinir
voru líf hans og yndi. Hann var ávallt
fús til ferðalaga sem oftast leiddu
hann í sumarbústaðinn í Fiskhólnum
á Sólheimum, sem hann kallaði Vina-
minni.
Síðustu árin hefur Óskar glímt við
hrörnun og hrumleika sem smám
saman tóku frá honum persónu-
töfrana. Núna er ferðinni heitið yfir
móðuna miklu og mikið held ég að
nafni minn sé reiðubúinn í þá ferð. Ég
sé hann fyrir mér kveðja hópinn sinn
með hlýju faðmlagi, setja upp six-
pensarann og halda síðan kankvís á
vit nýrra ævintýra.
Kæra Magga og fjölskylda, við Jó-
hanna sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Megi minning um
góðan dreng lifa.
Óskar Bergsson.
Óskar Maríus
Hallgrímsson
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Greinar, sem berast eftir að útför
hefur farið fram, eftir tiltekinn skila-
frests eða ef útförin hefur verið gerð
í kyrrþey, eru birtar á vefnum,
www.mbl.is/minningar. Æviágrip
með þeim greinum verður birt í
blaðinu og vísað í greinar á vefnum.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög.
Minningargreinar