Morgunblaðið - 12.10.2009, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.10.2009, Qupperneq 26
MARÍA Pálsdóttir leikkona sleit há- sin á frumsýningu á verkinu Bláa gullið í Borgarleikhúsinu í fyrra- dag, en lauk henni samt sem áður sárþjáð. „Það er verið að athuga hvort einhver geti æft inn fyrir mig,“ segir María en hún er vel gift því maðurinn hennar er bæklunar- læknir. Hún er komin í plastgifs og vonast til þess að fá sérstaka spelku svo hún geti haldið áfram í vinnunni. „Þetta er svolítið fjörug sýning og við erum að dansa og hoppa og hía eitthvað og það er þarna ákveð- inn þokudans, við erum að leika vatnsmólekúl og vatnsmólekúlið er að gufa upp með ákaflega fallegum söng sem er brotinn upp með miklu dansnúmeri. Maður hleypur svona af stað í það og ég hélt bara að Vík- ingur eða Sólveig hefðu verið svona klaufsk og sparkað í hásinina á mér,“ segir María, beðin um að lýsa þessu. Hún segist hafa hrasað við þetta og svo böðlast í gegnum atrið- ið og alla sýninguna í þeirri trú að þetta myndi lagast. „Og af því þetta eru trúðar sem eru alltaf í núinu og geta alltaf brugðist við þá spurði annar trúðurinn: „Meiddirðu þig eitthvað, vinan?“ (María beitir trúðsrödd) en svo kom bara í ljós að ég sleit hásin.“ Starf trúðsins er vissulega áhættusamt. Úr Bláa gullinu Trúðarnir í miklu stuði, María lengst til vinstri. Trúður sleit hásin Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:45 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára Guð blessi Ísland kl. 5:45 - 8 LEYFÐ The Ugly Truth kl.10 B.i. 14 ára Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:50 - 8:30 - 11 B.i.16 ára Jennifer‘s Body kl. 5:45 - 8 - 10:20 B.i.16 ára The Ugly Truth kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.14 ára Inglorious Bastards kl.6 - 9 B.i.16 ára Guð blessi Ísland kl. 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 6 - 9 B.i.16 ára The Ugly Truth kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.14 ára Antichrist ATH. ótextuð kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.18 ára SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Söguleg kvikmynd eftir Helga Felixson sem verður sýnd víða um heim á næstunni og enginn Íslendingur má missa af. Fyndnasta rómantíska gamanmynd ársins HHH „...frumleg og fyndin í bland við óhugnaðinn“ – S.V., MBL „Kyntröllið Fox plumar sig vel sem hin djöfulóða Jennifer!“ – S.V., MBL SÝND Í REGNBOGANUM Ekki fyrir viðkvæma HHHH „Verður vafalaust titluð meistarverk...“ – H.S., Mbl SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI HHHH „Gainsbourg er rosaleg...“ – E.E., DV SÝND Í SMÁRABÍÓI HHH „9 er fyrirtaks samansuða af spennu, ævintýrum og óhugnaði í réttum hlutföllum” B.I. – kvikmyndir.com HHH „9 er með þeim frumlegri – og drungalegri – teiknimyndum sem ég hef séð í langan tíma. Grafíkin er augnakonfekt í orðsins fyllstu merkingu.” T.V. – Kvikmyndir.is Missið ekki af þessari frábæru ævintýra- og teiknimynd fyrir fólk á öllum aldri Talsett af helstu stjörnum Hollywood HHH „Tímamótamynd!” – Erpur Eyvindarson, DV HHH – Sæbjörn Valdimarsson, Mbl „Áhugaverð og skemmtileg.” – Dr. Gunni, Fréttablaðið ÞEGAR VERÖLD OKKAR LEIÐ UNDIR LOK – HÓFST ÞEIRRAFRÁ FRAMLEIÐENDUNUM TIM BURTON OG TIMUR BEKMAMBETOV Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009 Borg týndu barnanna sterkt upp í hugann. Að öðru leyti blasa við gam- alkunnug átökin á milli góðra og illra gilda, það sem er nýtt af nálinni er að þau grundvallaröfl eru í vélrænum búningi í 9. Teikningarnar og tölvugrafíkin ber vott um hugmyndaauðgi og er Furðuverur og furðuheimarfrönsku leikstjórannaMarcs Caros og Jean-Pierres Jeunets (einkum La cité des enfants perdus), jafnt sem drungalegur og bölsýnn stíll framleiðandans Tims Burtons, svíf- ur yfir vötnunum í 9. Jafnvel má geta sér til að grafíkmeistararnir hafi sótt hugmyndir að manndrápstólum sín- um og tækjum í vitfirrta veröld meistara Hieronymusar Bosch. 9 gerist í óljósri framtíð, þegar vísindamaður nokkur finnur upp „Skepnuna“, slíkt ofurvopn að hann hefur ekki stjórn á því lengur og vinnur það allsherjarstríð við mann- kynið. Engu lífi er eirt utan örfárra tuskubrúða, sem eru reyndar vél- menni en vísindamaðurinn gæddi mannlegri sál áður en hann lést og skildi eftir sig veigamiklar upplýs- ingar um „upprunann“, sem er lykill- inn að því að brúðurnar geti sigrað Skepnuna. Brúðurnar bera ekki nöfn heldur númer og halda sig í felum fyrir Skepnunni, sem eigrar um eyðilend- ur tortímingarinnar til að útrýma þeim. Þá kemur til sögunnar hin hugumstóra brúða nr. 9, sem hefur legið í dái en gerist forsvari bylt- ingar brúðanna gegn Skepnunni. Frumleg og öðruvísi teiknimynd sem vekur einkum athygli fyrir sér- stætt útlitið, sem dregur fyrrnefnda afar vönduð, sannkallað konfekt fyr- ir augað. Það er á hinn bóginn ekk- ert sérlega bragðgott, það vofir von- leysislegt hörmungarástand yfir brúðunum, sem eru ekki aðlaðandi hlutir í sjálfu sér. En nr. 9 á eftir að breyta gangi mála í þessu ryðgaða og ruslaralega einskismannslandi og þegar á líður fer áhuginn vaxandi fyrir undarlegum örlögum enn und- arlegri söguhetja, sem minni spá- menn hefðu ekki átt möguleika á að vekja hjá nokkrum manni. Grafíkin er sterkasta vopn Ack- ers, sem áður hefur einungis stýrt stuttmyndum (þ.á m. hinni 10 mín- útna löngu 9, sem nýja myndin er byggð á). Að auki hefur hann her góðra og vel valinna leikara til að tal- setja brúðurnar og eru notadrjúgir við að gefa þeim persónuleika. 9 er allt að því framandi verk í fá- breytilegri kvikmyndaflórunni, mynd sem skilur við mann dálítið sleginn út af laginu og jákvæðan, einkum sakir ferskrar sköpunargleði og sjálfstæðs hugmyndaflugs, sem gerist æ fáséðara, þrátt fyrir sí- aukna þróun kvikmyndatækninnar. saebjorn@heimsnet.is Ofurhetjan nr. 9 Laugarásbíó, Smárabíó 9 bbbmn Leikstjóri: Shane Acker. Teiknimynd. Aðalraddir: Christopher Plummer (1), Martin Landau (2), John C. Reilly (5), Crispin Glover (6), Jennifer Connelly (7), Elijah Wood (9), Alan Oppenheimer (Scientist). 90 mín. Bandaríkin. 2009. Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYND Tölu- og bókstafir eru frekar óvenjuleg nöfn á söguhetjum í bókum og bíómyndum, en nokkur góð koma þó upp í hugann. Fyrst- an skal frægan telja garpinn og róbótinn R2-D2 og félaga hans C-3PO í hinum feikivinsælu Star Wars-myndum. Svo er það „Numb- er One“ úr Star Trek-bálknum og „Number 5“ sem spilaði stóra rullu í Short Circuit. V var aðal- maðurinn í V for Vendetta og þá má ekki gleyma útsendara nr. 99 – Get Smart, og því síður lífseigustu hetju kvikmyndasögunnar, 007, öðru nafni James Bond. Kvikmyndahetjur með tölustafi að nafni 9 Sköpunargleði og sjálfstætt hugmyndaflug ræður ríkjum, nánast framandi verk í fábreytilegri kvikmyndaflóru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.