Morgunblaðið - 12.10.2009, Page 32
MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 285. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
Heitast 9 °C | Kaldast 0 °C
Suðaustanátt. Dreg-
ur úr úrkomu um tíma
í dag, hlýjast sunnan-
lands, hlýnar smám
saman fyrir norðan. » 10
Fyrsta plata Maríu
Magnúsdóttur er fín
frumraun og telur
gagnrýnandi hana
hafa stimplað sig inn
með stæl. »25
TÓNLIST»
Stimplað inn
með stæl
KVIKMYNDIR»
Teiknimyndin 9 er frum-
leg og öðruvísi. »26
Hafdís Huld segir
frá tilurð nýrrar og
léttrar plötu sinnar,
Synchronised
Swimmers, sem
kemur út í dag. »27
TÓNLIST»
Tekið upp í
hlöðu
LEIKLIST»
Trúður sleit hásin á
frumsýningu. »26
SJÓNVARP»
Olíusápan Dallas í end-
urnýjun lífdaga. »23
Menning
VEÐUR»
1. Leitin að Madeleine í Svíþjóð
2. Enginn vill sjá þrýstnar konur
3. Einn söngvaranna látinn
4. Vantar þig veiðarfæri eða …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Hástökkvari Þórdís Lilja Gísladóttir tekur á móti viðurkenningu Frjálsíþróttasambands Evrópu um næstu helgi.
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
„ÞETTA er alveg stórkostlegt og ég
er enn í hálfgerðu sjokki að hafa hlot-
ið þetta,“ segir frjálsíþróttakonan
Þórdís Lilja Gísladóttir sem um
næstu helgi tekur á móti sérstakri
viðurkenningu frá Evrópska frjáls-
íþróttasambandinu í Búdapest.
Viðurkenninguna fær Þórdís fyrir
einstakt framlag sitt til frjálsíþrótta
og nefnist upp á enska tungu The
European Athletics Women’s Lead-
ership Award. Þetta er í fyrsta skipti
sem hún er veitt en frjálsíþrótta-
sambandið vill vekja athygli á starfi
kvenna innan frjálsíþrótta í Evrópu.
Þórdís bendir á að þrátt fyrir að
kynjahlutföll keppenda séu því sem
næst jöfn séu ekki nema örfá prósent
kvenna í nefndum og stjórnum hjá al-
þjóðasambandinu og ólympíu-
hreyfingunni.
Þórdís segir Ísland standa framar
en fjölmörg önnur lönd þegar kemur
að hlutfalli kvenna í nefndum og við-
urkenningin verði hvatning til þess að
halda áfram á sömu braut. „Ég tek
við þessari viðurkenningu fyrir hönd
allra þeirra kvenna sem lagt hafa sitt
af mörkum,“ segir hún.
Aldamótahópur afreka
Mikið verður gert úr afhendingu
viðurkenningarinnar í athöfn sam-
bandsins í Búdapest á laugardag. Á
sama tíma verða veittar aðrar viður-
kenningar til frjálsíþróttafólks, s.s.
fyrir bestan árangur. En á meðan
þeir sigurvegarar taka aðeins á móti
sínum verðlaunum flytur Þórdís
ræðu, s.s. um það hvernig hægt sé að
auka hlut kvenna.
Þórdís hóf snemma að æfa og
keppa í frjálsum íþróttum. Hún var í
íslenska landsliðinu til 25 ára og fyrir-
liði þess í 15 ár. Hún keppti á tvenn-
um Ólympíuleikum, sex heimsmeist-
aramótum, einu Evrópumeistaramóti
utanhúss og tvisvar innanhúss.
Frá því hún hætti að keppa hefur
hún unnið ötullega að framgangi
frjálsra íþrótta, sér í lagi í grasrótar-
starfi. Undanfarin 15 ár hefur hún
ásamt eiginmanni sínum, Þráni Haf-
steinssyni, starfað hjá ÍR. Þau
bjuggu m.a. til nýtt þjálfunarkerfi
fyrir ungmenni og var það tekið í
notkun árið 2000. Í ár vann svo ÍR
bikarkeppnina og var uppistaðan í
sigurhópnum krakkarnir sem byrj-
uðu að æfa upp úr aldamótum. Jafn-
framt er Þórdís sviðsstjóri í íþrótta-
fræði við kennslufræði- og lýðheilsu-
deild Háskólans í Reykjavík.
„Enn í hálfgerðu sjokki“
Þórdís Gísladóttir
hlýtur viðurkenn-
ingu fyrir framlag
til frjálsíþrótta
„ÞAÐ má segja að þetta sé ljóða-
annáll,“ segir Sindri Freysson um
nýútkomna ljóðabók sína, Ljóð-
veldið Ísland. „Ég yrki um hvert
einasta ár frá 1944 til 2009 og sæki
innblástur í það sem hæst bar á
hverjum tíma. Ljóðveldið er í raun
nútímatilbrigði við Völuspá að því
leyti að bókin rekur sögu ákveðins
heims frá tilurð hans til Ragnaraka.
Þetta er hröð, hrá og ómstríð bók
og vonandi líka hraðétin. Í henni er
vaxandi þungi og þegar nær dregur
nútímanum, sérstaklega eftir 2000
til núsins, þá tvíeflist þessi textafoss
og verður steraknúinn, eins og þeg-
ar Bruce Banner breytist í Hulk og
fer að rústa jeppum.“ Sindri segist í
bókinni setja fram rammpólitíska
sögusýn sem stuði líklega marga.
„Hrunið og afleiðingar þess hafa
skert fullveldi okkar svo mjög að
það er kannski í reynd aðeins í orði
kveðnu, nánast óskhyggja eða
skáldskapur. Lýðveldið frá 1944
heyrir nú sögunni til.“ | 23
Sindri Yrkir um íslenskan veruleika
frá lýðveldisstofnun.
„Lýðveldið frá 1944
heyrir nú sögunni til“
ÓLAFUR Kjart-
an Sigurðarson
barítónsöngvari
hefur verið valinn
besti söngvarinn
við óperuna í
Saarbrücken í
Þýskalandi.
Stjórnandi óper-
unnar, Dagmar
Schlingmann, líkti kraftinum í Ólafi
við sprengju í ræðu sem hún hélt við
þetta tækifæri. | 23
Ólafur besti
söngvarinn
Ólafur Kjartan.
Hvernig var valið?
Frjálsíþróttasamband Evrópu óskaði
eftir því við aðildarsambönd sín að
þau sendu tilnefningar. Aðildar-
samböndin eru fimmtíu talsins og
samkeppnin því hörð.
Frjálsíþróttasamband Íslands óskaði
sjálft eftir tilnefningum og var Þórdís
valin úr hópi tíu kvenna í byrjun sept-
ember síðastliðins.
Hringt var í Þórdísi í síðustu viku og
hún fyrst spurð hvort hún gæti verið
viðstödd athöfnina í Búdapest þar
sem hún væri á meðal fimm kvenna
sem kæmi til greina að verðlauna.
Þegar ekki var víst að Þórdís gæti
verið viðstödd var henni tjáð að hún
þyrfti eiginlega að mæta. Hún hefði
orðið hlutskörpust.
Hvert er markmiðið?
Eitt markmiða með þessari viður-
kenningu er að vekja athygli á hinu
mikilvæga framlagi almennra kven-
leiðtoga innan hreyfingarinnar.
Í hverju keppti Þórdís?
Þórdís byrjaði snemma að æfa og
keppa í frjálsum íþróttum. Hún á
t.a.m. enn Íslandsmetið í hástökki
kvenna utanhúss. Keppti tvisvar á
Ólympíuleikum, fyrst árið 1976 í
Montreal í Kanada, þá aðeins 16 ára
gömul.
S&S
ÞETTA HELST»
Fjöldi nýrra starfa skapast
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins stendur til að geyma fjölda
þyrlna, léttra flugvéla og herþotna í
stóra flugskýlinu á Keflavíkur-
flugvelli og sinna þar viðhaldi og við-
gerðum. Hollenska félagið ECA er
nú í viðræðum um málið við ÍAV
Þjónustu, dótturfélag Íslenskra að-
alverktaka. »Forsíða
Með réttarstöðu grunaðra
Sigurður Einarsson, Hreiðar Már
Sigurðsson, Ólafur Ólafsson og fleiri
hafa réttarstöðu grunaðra manna í
rannsókn sérstaks saksóknara á við-
skiptum með hlutabréf í Kaupþingi
fyrir rúmu ári. Verið er að rannsaka
hvort um sýndarviðskipti hafi verið
að ræða til að halda uppi verði á
bréfum bankans, þegar Mohammed
Bin Khalifa Al-Thani keypti 5% hlut
í Kaupþingi skömmu fyrir fall bank-
ans. »4
Illt umtal um Impregilo
Friðrik Sophusson, fráfarandi for-
stjóri Landsvirkjunar, segist velta
því fyrir sér hvort verkalýðshreyf-
ingin og eftirlitsstofnanir hérlendis
geri meiri kröfur til erlendra verk-
takafyrirtækja sem hingað koma til
starfa en til íslenskra fyrirtækja.
Þetta kemur fram í bók sem Atli
Rúnar Halldórsson hefur tekið
saman um sögu Kárahnjúkavirkj-
unar. » 11
Brögð í tafli í kosningum
Margvíslegum brögðum var beitt
til að hindra frjálsar kosningar í
sveitarstjórnarkosningum í Rúss-
landi í gær, að sögn Liliu Shíbanóvu
hjá óháðu eftirlitsstofnuninni Golos.
Flokkur Dmítris Medvedevs, Sam-
einað Rússland, er sakaður um að
hafa brotið kosningalög. »12