Morgunblaðið - 18.10.2009, Page 6

Morgunblaðið - 18.10.2009, Page 6
6 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 2009 Martín Palermo er ólík- indatól. Á löngum ferli hefur hann ítrekað yljað alþýðu manna með ótrúlegum til- þrifum. Ekki hefur þó allt gengið upp hjá honum á velli. Sérstaklega kem- ur einn leikur upp í hug- ann, viðureign Argentínu og Kólumbíu í Ameríkubikarnum sumarið 1999. Þá gerði kappinn sér lítið fyrir og brenndi af þremur vítaspyrnum. Það ku vera einsdæmi í sparksögunni og færði Heims- metabók Guinness verknaðinn í letur. Fyrsta spyrnan small í þverslánni og þaðan þeyttist tuðran upp í stúku. Palermo var stað- ráðinn í að láta það ekki slá sig út af laginu enda vítaskytta liðsins og stillti knettinum sperrtur upp á punktinum síðar í leiknum. Aft- ur gleymdi hann að halla sér yfir knöttinn sem fór að þessu sinni rakleiðis yfir markið. Pa- lermo gramdist þetta að vonum og gyrti bræk- urnar upp undir höku í bræði sinni. Þegar þriðja vítið var dæmt var okkar maður hvergi af baki dottinn. Brotið var á honum sjálfum og langar leiðir sást að enginn annar fengi að taka spyrnuna. Að þessu sinni gaf Pa- lermo sér góðan tíma, hallaði sér vel og vand- lega yfir boltann – og þrumaði honum beint á Miguel Calero markvörð. Misnotaði þrjár vítaspyrnur Hál Tuðran lætur ekki alltaf að stjórn. Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is M úgurinn gekk bókstaflega af göflunum í Buenos Aires þetta örlagaríka kvöld fyrir réttri viku. Það hefur ekki legið svona vel á Argentínumönn- um síðan í Mexíkó sumarið 1986. Martín Pa- lermo talaði tungum og reif sig úr að ofan, Diego Maradona fleytti kerlingar í sverðinum – á bumbunni, og aðrir leikmenn og aðstand- endur hinnar sögufrægu sparksveitar stigu trylltan stríðsdans. Meira að segja sjálft al- mættið komst við og brynnti músum. Himn- arnir opnuðust. Var við öðru að búast? Eins og sparkelskir vita er almættið argentínskt að uppruna og hefur jafnvel tekið upp á því að reka smiðshöggið á sóknir landsliðsins. Að vísu hafði það reglurnar ekki alveg á hreinu í það skipti en menn tóku viljann fyrir verkið. Almættið þurfti þó ekki að leggja hönd á plóginn að þessu sinni. Það var annar æðri máttur, fyrrnefndur Martín Palermo, sem sá um markaskorun. „Þetta er enn eitt krafta- verk heilags Marteins,“ grét Maradona, þjálf- ari argentínska landsliðsins, eftir að miðherj- inn stæðilegi hafði tryggt liðinu sigur á Perú í uppbótartíma og þar með séð til þess að Arg- entína var enn með í slagnum um sæti í úr- slitakeppni heimsmeistaramótsins (HM) í Suð- ur-Afríku. Ekki verður þverfótað fyrir skyttum í arg- entínska landsliðinu, Lionel Messi, Sergio Agüero, Carlos Tévez og Gonzalo Higuaín, öll- um spriklandi af æskufjöri. Þær hafa þó skotið púðurskotum að undanförnu og um tíma leit út fyrir að Argentína myndi jafnvel sitja heima meðan lokakeppni HM færi fram, í fyrsta skipti síðan 1970. Í örvæntingu sinni greip Maradona, sem sætt hefur harðri gagnrýni heimafyrir, til þess ráðs að gefa æskunni langt nef og kalla á Martín Palermo, „Brjálæðinginn“, eins og heimamenn kalla hann vegna lundarfarsins, eftir tíu ára fjarveru. Kappinn verður 36 ára í næsta mánuði en hefur komið eins og storm- sveipur inn í landsliðið, fyrst skoraði hann í tví- gang í æfingaleik gegn Gönu og síðan gull- markið góða gegn Perú. Markaskorari af Guðs náð Það þýddi að Argentínumönnum nægði jafn- tefli gegn Úrúgvæ í lokaleik forkeppninnar síðastliðinn miðvikudag. Þeir gerðu gott betur, lögðu heimamenn í Montevideo í fyrsta skipti í 33 ár með marki varamannsins Marios Bollatt- is. Sá sigur var óhjákvæmilegur, annað hefði stungið í stúf við handritið. Svo öruggur var Maradona með sig á miðvikudagskvöldið að hann skipti Palermo ekki einu sinni inn á. Martín Palermo er enginn nýgræðingur í markaskorun. Hann gerði 115 mörk í 192 leikj- um fyrir Estudiantes og Boca Juniors í argent- ínsku deildinni á árunum 1991 til 2000. Það var þó ekki fyrr en hann sló í gegn í álfukeppninni árið 2000 – gerði meðal annars bæði mörkin í 2:1-sigri Boca á Real Madrid – að evrópsk fé- lög fóru að strjúka honum af áfergju. Eins og hjá svo mörgum Argentínumönnum varð Spánn fyrir valinu. Villarreal hreppti hnossið. Palermo gekk aftur á móti erfiðlega að fóta sig þar og gerði aðeins 18 mörk í 70 leikjum. Hann reyndi líka fyrir sér hjá Real Betis og Alavés – við lítinn orðstír. Eftir hálft fjórða ár í útlegð sneri Palermo aftur til Boca Juniors og það var eins og hann hefði aldrei brugðið sér af bæ. Mörkunum rigndi á ný. Undanfarin fimm ár hefur Pa- lermo verið einn skæðasti sóknarmaðurinn í argentínsku knattspyrnunni en á þessum tíma hefur hann gert 83 mörk í 147 deildarleikjum. Palermo gnístir tönnum framan í Elli kerlingu. Síðastliðið vor gerði hann sér lítið fyrir og sló markamet Franciscos Varallos hjá Boca, 194 mörk í öllum keppnum. Tvö hundraðasta markið kom fáeinum vikum síðar – með bak- fallsspyrnu. Eins og við vitum er Palermo maður hinna miklu tilþrifa. Hvað landsliðið áhrærir virtist Palermo hafa brennt allar brýr að baki sér með Spánarferð- inni mislukkuðu. Þrátt fyrir vaska framgöngu með Boca var hann ítrekað sniðgenginn. Að vísu hafði Alfio Basile hugsað sér að velja hann að nýju í landsliðið í fyrra en ekkert varð af því þar sem slæm meiðsli knúðu dyra. Í dag eru þau vonbrigði aftur á móti gleymd og grafin. Heilagur Marteinn er snúinn aftur. Brattari en nokkru sinni. Hin heilaga brjálsemi  Gamla kempan Martín Palermo sneri aftur eftir tíu ára útlegð og átti drjúgan þátt í að tryggja Argentínu farseðilinn á heimsmeistaramótið í Suður-Afríku næsta sumar Kátur Martín Palermo ærist af gleði eftir að hafa veitt Perú- mönnum náðarhöggið. Mun hann leika á HM næsta sumar? Reuters Menn hafa velt því fyrir sér að undanförnu hvort Palermo hafi sett annað og mun ánægjulegra heimsmet í leik með Boca Juniors gegn arg- entínsku meisturunum, Vélez Sársfield, 4. októ- ber síðastliðinn þegar hann skallaði knöttinn í netið af hvorki meira né minna en 38,90 metra færi. Lýst er eftir skalla- mörkum af lengra færi. Fyrir þá sem ekki hafa séð markið kom markvörður Sársfield út fyrir vítateig sinn til að spyrna knettinum fram völlinn. Hann var undir pressu og ekki tókst betur til en svo að hann sendi knöttinn beint á Palermo þar sem hann stóð rétt innan við miðjubogann. Mið- herjinn hafði engar vöflur á svari, heldur skall- aði tuðruna í fallegum boga í fjærhornið. Hafði hún aðeins einu sinni viðkomu í jörðinni á leið- inni. Ótrúlegt mark. „Það er alltaf eitthvað að koma fyrir mig,“ sagði Palermo gáttaður við argentínska fjöl- miðla eftir leikinn. „Þegar ég svipast um eftir sambærilegum fréttum af öðrum leikmönnum gríp ég í tómt. Það gerast hlutir hjá mér sem ég get ekki útskýrt.“ Boca vann leikinn 3:2 og var sigurinn kær- kominn eftir fjóra tapleiki í röð. Skoraði með skalla frá miðju Vinsæll Palermo í leik með Boca. Skin og skúrir Martín Palermo hefur fengið sinn skerf af alvarlegum meiðslum gegnum tíðina – en alltaf brölt á fætur aftur. Hann hefur í tvígang slitið krossband í hné. Í fyrra skiptið fyrir réttum áratug í leik með Boca Juniors gegn Colón í Argentínu. Raunar var kappið svo mikið í þeim leik að Palermo lék um stund eftir áfallið og skoraði meira að segja sitt hundraðasta mark í efstu deild í Arg- entínu – á öðrum fætinum. Hann var hálft ár að ná sér af þeim meiðslum. Palermo sleit krossband í hné öðru sinni í upphafi síðustu leiktíðar en hann var þá genginn að nýju til liðs við Boca Juniors. Hann lét raunar ekki þar við sitja, heldur sleit liðband líka. Aftur var hann frá æfing- um og keppni í sex mánuði. Kyndugustu meiðslin komu í nóvember 2001 en á þeim tíma var Palermo í röðum Villarreal á Spáni. Eftir að hafa skorað mark stökk hann með til- þrifum yfir auglýsingaskilti og upp á steyptan vegg fyrir framan sjóðheita stuðningsmenn Gula kafbátsins. Vegg- urinn var hins vegar ekki undir þessa óvæntu heimsókn búinn og hrundi til grunna með þeim afleiðingum að aumingja Palermo tvífótbrotnaði. Hann var tvo mánuði að jafna sig á þeim ósköpum. Varð undir vegg Hress Maradona magalendir af gleði. Nóvember kaktus 759 Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.