Morgunblaðið - 18.10.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.10.2009, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 2009 fór litli drengurinn í aðra stóra að- gerð til að fjarlægja ofvöxtinn. Auður fékk ekki að sjá barnið eftir fæðinguna heldur var hlaupið með það inn á vökudeild. Þangað fékk hún ekki að koma fyrr en hún fékk máttinn í fæturna á ný, en hún hafði verið mænudeyfð. „Það varð því svolítið kapphlaup hjá mér að sjá hann áður en hann færi í að- gerðina,“ útskýrir hún. Páll fékk hins vegar að kíkja á strákinn tveimur tímum eftir fæðinguna. „Þarna lá hann og grét ekki einu sinni. Mér fannst strax að ég næði einhverjum tengslum við hann og þótt hann ætti ekki að geta séð mig hafði ég á tilfinningunni að hann horfði á mig og segði: „Þetta verð- ur allt í lagi.“ En það var samt mjög erfitt að sjá hvað hann var lít- ill og ekkert nema skinn og bein.“ Skömmu síðar lagðist þetta agn- arsmáa barn undir hnífinn. „Þarna hófst annar kafli sem var líka mjög erfiður,“ heldur Páll áfram. „Það var þó traustvekjandi að vita að sérfræðingurinn sem gerði aðgerð- ina var einn af færustu læknum í heimi á þessu sviði en hann hafði gert hundrað svona aðgerðir áður. Í aðgerðinni kom hins vegar í ljós að lungnaofvöxturinn var tengdur við hjarta barnsins með slagæð þannig að klippa varð á slagæðina og loka henni með því að binda þrjá hnúta á hana í höndunum. Það hefði enginn getað gert nema fær- asti læknir.“ Það var erfið sjón sem mætti hinum nýbökuðu foreldrum þegar þeir sáu son sinn næst. „Hann var allur í leiðslum og tækjum og skurðurinn náði frá bakinu allt undir holhöndina,“ segir Auður. „Alls lágu átta slöngur inn og út úr honum. Það var ólýsanlega erfitt að sjá barnið sitt svona.“ Mikil vakt var við sjúkrarúm drengsins og til dæmis var alltaf fyrirburahjúkr- unarkona stödd innan við fimm metra frá honum. Innrituðust á kengúrudeild Litli drengurinn fékk strax nafn- ið Þorbergur Anton – Þorbergur í höfuðið á bróður og afa Auðar og Anton í höfuðið á lækninum sem bjargaði lífi hans. Næstu dagar á eftir voru tvísýnir en fljótlega fór vonin að aukast um að sá stutti myndi braggast. Það var stór stund þegar Auður mátti halda á syni sín- um eftir þrjá, fjóra daga. „Einn sigurinn var að eftir rúma viku fékk hann tvo millilítra af brjósta- mjólk í fyrsta sinn sem var dælt beint ofan í maga á honum. Reynd- ar náði hann ekki að melta hana svo að henni var dælt aftur upp. Þannig gekk þetta næstu daga og vikur; maður fylgdist stöðugt með því hvað hann innbyrti mikla mjólk dag frá degi,“ segir Auður. Eins og gefur að skilja fylgdi öll- um þessum vendingum mikill taugatitringur. „Maður vissi frá fyrstu mínútum á sjúkrahúsinu að það væri ekki sjálfgefið að barnið myndi lifa þetta af. Þetta var bara annaðhvort eða,“ segir Auður og Páll kinkar kolli. „Þetta voru mjög erfiðar fréttir strax í upphafi og ég man að ég fór afsíðis og dró and- ann djúpt um leið og ég fann fyrir tárunum. Svo varð maður einfald- lega að taka þá afstöðu að vera sterkur og styðja við bakið á Auði. Eftir átta vikur þarna úti gerðist eitthvað og það kom tímabil þar sem ég gat ekki talað. Ég hreinlega missti málið og svaraði ekki þegar hún var að reyna að tala við mig.“ Auður segir þetta ekki skrýtið því sjálf hafi hún verið mjög grátgjörn á þessum tíma og átt erfitt. „Ég þurfti geysilega mikið á honum að halda svo að hann setti sjálfan sig alveg til hliðar. Ég hefði aldrei komist í gegnum þetta án hans.“ Auði leið miklu betur eftir að þau mæðginin voru innrituð á svokall- aða kengúrudeild á sjúkrahúsinu. „Upprunalega er hugmyndin frá Bólivíu þar sem sjúkrahúsin höfðu ekki efni á hitakössum. Barnið er lagt upp að brjósti móðurinnar sem virkar þá eins og hitakassi fyrir það. Þetta er kölluð kengúruaðferð og það sýnir sig að barnið þroskast og þyngist hraðar en í hitakassa. Þarna lágum við saman á einka- stofu og ég sá alveg um hann. Þá fannst mér þetta verða svolítið við- ráðanlegt, jafnvel þótt ég gæti lítið hreyft mig úr rúminu.“ Eftir um fjórar vikur á kengúru- deildinni var tími kominn til að fara heim. Litla fjölskyldan flaug í byrj- un desember í sjúkraflugi til Ís- lands, með áætlunarflugi Iceland- air. Læknir fylgdi þeim alla leið auk þess sem sjúkrabíll flutti þau að og frá flugvélinni og inn á Barnaspítala Hringsins. Þar voru þau í fimm daga, áður en þau fengu loksins að flytja inn á eigið heimili, og hefja eðlilegt fjölskyldulíf. Tryggingarnar höfnuðu reikningnum Það var þó annað Ísland sem blasti við þeim en tveimur mán- uðum áður. „Maður hafði ætlað að skjótast burtu í nokkra daga svo þetta var svolítið skrýtið,“ segir Auður. „Úti hafði maður lítið fylgst með gangi mála hér heima. Jú, Frakkarnir sögðu af og til: „Úllalla, þið eruð frá Íslandi!“ með skrýtn- um svip án þess að skýra það nán- ar. En maður skynjaði það á ætt- ingjum og vinum sem maður talaði við í síma að þeir voru í svolitlu losti.“ „Þetta hafði ýmis óþægindi í för með sér fyrir okkur úti,“ segir Páll. „Við lentum í erfiðleikum út af greiðslukortum og gjaldeyri en síð- Á kengúrudeild Þorbergur Anton kúrði á brjósti mömmu sinnar í nokkrar vikur og naut líkamshita hennar í stað þess að vera í hitakassa. Með pabba Svo agnarsmár við hlið föður síns á spítalanum. legt og magnað Morgunblaðið/Kristinn fimmtudag fagnaði hún svo eins árs afmælis Þorbergs Antons. ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER Þetta var ótrúlegt. Aðgerðin hafði tekist vel og nú var bara að bíða og vona að meðgangan héldi áfram sem lengst. MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER Klippt var á naflastrenginn og hann tekinn og farið með hann í annað herbergi. Auður hágrét og ég stóð og hélt í höndina á henni í hálfgerðu losti. Þetta var ekki al- veg samkvæmt bókinni þegar pabbinn klippir á naflastrenginn og barnið er fært að brjósti móð- ur sinnar og allir brosa út að eyr- um og tárast af gleði. Við vorum þarna tvö eftir algjörlega í lausu lofti og með ótal spurningar í hausnum. Er allt í lagi með hann, er hann lifandi, andar hann, græt- ur hann, af hverju heyrum við ekki neitt? FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER Einn dagur liðinn frá því að litli kom í heiminn. Nóttin var erfið. Skrýtið að hafa hann ekki hjá okk- ur. Áttum bæði erfitt með að sofa. Við kíktum nokkrum sinnum um nóttina upp á litla, hann er á gjör- gæsludeild fyrirbura á 8. hæð. Það er mjög erfitt að sjá hann. Í ljósakassa með mikið af snúrum og drasli, pínulítill og grannur. FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER Auður er byrjuð að mjólka sig og því fylgja gífurlegar tilfinningar og mikið hormónaflæði. Í hvert sinn sem ég kem inn í sjúkrastof- una dreg ég andann djúpt. Auður er þá annaðhvort í miklu grátkasti eða hlæjandi í símanum. Ég reyni að segja henni að þetta sé allt eðlilegt. Ég heimsótti litla nokkr- um sinnum í gær og er smám saman að lengja heimsóknirnar. Ég finn að það skiptir hann miklu máli að við séum hjá honum. LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER Við fengum að fara aðeins út í há- deginu, í göngutúr og að fá okkur að borða. Ég beið úti í bíl eftir Auði og þegar hún kom sá hún ekki bílinn þar sem hún gekk framhjá mér og ég var svo ótillits- samur að flauta og við það hrökk hún öll í kút og fór að hágráta. Síðan grét hún mestalla leiðina niður í bæ. Ég var að reyna að segja henni að það væri bara eðli- legt … Við ákváðum að fara á stað sem okkur leist vel á og komum inn þar. Hann var mjög þéttset- inn. Ca. þriggja ára strákur sat við eitt borðið og var eitthvað að öskra við borðið meðan við biðum eftir að vera vísað til sætis. Það var nóg til þess að Auður fór að hágráta og við drifum okkur út og leituðum að öðrum stað og fund- um hann og var vísað til sætis. Við vorum ekki fyrr sest en Auður fór að gráta. Fyrir einstaka til- viljun var þó stór stafli af serví- ettum við hliðina á borðinu okkar og við ákváðum að sitja áfram. Servíettubunkinn var ca. helmingi minni þegar við vorum búin að borða. AÐFARANÓTT 19. OKTÓBER Ég fór upp til hans um þrjúleytið í nótt og sat hjá honum í klukku- tíma. Hann var sofandi en skynjaði samt þegar ég kom. Ég talaði til hans og söng einhverjar vísur og hélt í hendurnar hans … Það er vægast sagt mjög erfitt að sjá litla skinnið við þessar aðstæður, og síðan líka hvað hann er lítlll, fót- leggurinn á honum er ekki miklu stærri en vísifingurinn minn og þó er ég ekki með stóra putta. ÚR DAGBÓK PÁLS Í FRAKKLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.