Morgunblaðið - 18.10.2009, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 2009
ómetanlega hagnýt. Það fólst dýr-
mæt reynsla í því að starfa undir
stjórn Agnars Kl. Jónssonar, auk
ánægjunnar sem því fylgdi svo oft.
Agnar var mikill hamingjumaður í
einkalífi sínu því þau voru afar sam-
rýnd hann og lífsförunautur hans
Ólöf Bjarnadóttir vígslubiskups Jóns-
sonar Dómkirkjuprests, fyrsta heið-
ursborgara Reykjavíkur, og Áslaug-
ar Ágústsdóttur konu hans. Þau
gengu að eigast tveimur dögum áður
en Agnar tók við ráðuneytisstjóra-
starfi í fyrra sinnið og höfðu nýlega
fagnað 40 ára hjúskaparafmæli sínu
þegar hann lést. Framkoma þeirra
hjóna var jafnan látlaus en yfir henni
glæsibragur. Fallegasta húsið í emb-
ættismannagötunni við Tjörnina,
Tjarnargata 22, var umgjörðin um
fagurt og hlýlegt heimili þeirra. Þau
sómdu sér vel hvar sem þau fóru – og
unnu ættlandi sínu og þjóð mikið
gagn heima og heiman.
Við fráfall Agnars komst Geir Hall-
grímsson, sem þá var utanrík-
isráðherra, svo að orði: „Stefnufastari
eða traustari mann en Agnar var í
starfi og dagfari öllu gat ekki, enda
vann hann sér og landi sínu virðingu
allra þeirra sem hann átti skipti við
erlendis sem hérlendis ... Samstarfs-
menn mátu manninn Agnar Kl. Jóns-
son mikils, hlýjan, mikinn persónu-
leika, sagnafróðan og gamansaman,
þegar svo bar undir, vandan að virð-
ingu sinni og lands síns.“ Þetta eru
orð að sönnu. – Allur ferill Agnars Kl.
Jónssonar var með þeim hætti að
hans mun ávallt verða minnst sem
eins af merkustu embættismönnum
Stjórnarráðs Íslands og nýtustu
þegnum þessa lands.
öðrum fremur
þetta ritar ekki hvað síst minnisstætt
hve hart Agnar gekk fram í sparn-
aðinum, meðan þjóðin var að vinna
sig í gegnum erfiðleikaárin 1967-1969
þegar síldveiðar brugðust og verðfall
varð á flestum útflutningsafurðum.
Agnar sýndi starfsfólki sínu traust.
Viðhorf hans var það að öllu skipti að
hafa á að skipa starfshæfu fólki og
væri þá hvorki heppilegt né nauðsyn-
legt að hafa stöðug afskipti af verk-
um þess. Lét hann þannig starfsfólki
sínu allajafna eftir að meta hvenær
það þarnaðist leiðsagnar hans og var
þá ávallt viðmótsþýður og fús að full-
móta með því úrlausn máls. Oftast
tók það skamma stund, enda var
hann ríkur af reynslu og hafði ekki
önnur viðmið en réttsýni og sann-
girni. En Agnar var hafsjór af fróð-
leik því áhugasviðið var vítt, athygl-
isgáfan skörp og minni hans traust.
Og hann var sér ugglaust meðvitandi
um mikilvægi þess fyrir stofnun á
borð við ráðuneyti eða sendiráð að
kynslóð geti lært af kynslóð, ekki síst
þar sem fordæmi og vitneskjan um
þau vegur jafnan þungt, þegar vanda
skal meðferð mála og gæta þess að
réttur einstaklinga sem á ýmsum
tímum eiga skipti við stjórnvöld sín
haldist jafn og sanngjarn. Þannig
varð oft lengri seta í skrifstofu Agn-
ars en tilefnið krafðist. Leiftrandi
frásagnargáfa hans af atvikum,
mönnum og málefnum naut sín á
óviðjafnanlegan hátt. Vera má að
hraðastjórnun nútímans kunni lítt að
meta þann tíma sem þannig leið. En
þeir sem sjálfir upplifðu hefðu síst
viljað hafa farið þessara stunda á mis
og geta borið um hve oft, og stundum
löngu seinna við óvæntar og erfiðar
aðstæður, sú vitneskja sem Agnar
þarna miðlaði átti eftir að reynast
Fyrsta sendiherrastarfið sem Agn-
ar gegndi var í London (1951-56).
Sökum þess vanda sem íslenska
þjóðin á nú við að etja er vert að
nefna, að í fyrstu sendiherrastörf-
um Agnars Kl. Jónssonar á erlendri
grund komu m.a. til hans kasta
samskipti við breska ráðamenn, þ.
á m. hinn kunna utanríkisráðherra
Anthony Eden, vegna harkalegra
viðbragða í Bretlandi við útfærslu
íslensku fiskveiðilandhelginnar
1952 úr 3 í 4 sjómílur frá grunn-
línum sem dregnar voru þvert fyrir
mynni fjarða og flóa. [Áður höfðu
breskir togarar getað fiskað hér
upp að ströndum í skjóli samnings
sem Danir höfðu gert árið 1901 til
50 ára gegn hlunnindum fyrir
danskt svínaflesk á Bretlands-
markaði. Breskir útgerðarmenn
reyndu með löndunarbanni að
knýja Íslendinga til að hverfa frá
útfærslunni. Það sem í húfi var fyr-
ir þjóðina er ljóst af þeirri stað-
reynd að sjávarafurðir voru nær
95% heildarútflutnings hennar um
þetta leyti. En óbilgirni Breta bar
ekki árangur, því þá lánaðist að
bjarga útflutningshagsmununum í
óvæntri átt með verslunarvið-
skiptum við Sovétríkin. Þau við-
skipti áttu eftir að gefast vel og
standa í áratugi, þótt um væri að
ræða helsta andstæðing Atlants-
hafsbandalagsins.] Þvínæst varð
Agnar sendiherra í París (1956-61),
uns hann tók við ráðuneytisstjóra-
starfi að nýju og gegndi því sem
næst út áratuginn. Hann var þann-
ig ráðuneytisstjóri í alls 16 ár, mikl-
um mun lengur en nokkur annar til
þessa dags. Að því loknu tóku enn
við sendiherrastörf, nú í Oslo
(1969-76), og loks Kaupmannahöfn
(1976-79). – Auk dvalarlandanna
fjögurra sinnti Agnar á starfstíma
sínum erlendis sendiherrastörfum í
9 Evrópulöndum öðrum, þ.e. Hol-
landi, Spáni, Portúgal, Ítalíu, Belg-
íu, Grikklandi, Póllandi, Tékkóslóv-
akíu og Tyrklandi, auk svo Ísraels.
Var Agnar sæmdur æðstu heið-
ursviðurkenningum margra þess-
ara landa, auk stjörnu stórriddara
Hinnar íslensku fálkaorðu. Það fór
einkar vel á því – og gladdi Agnar –
að löngum og farsælum embætt-
isferli hans á sviði utanríkismála
skyldi ljúka þar sem hann hófst, í
hinni gömlu höfuðborg við Eyr-
arsund.
Óbilgirni Breta
Bókmenntaverðlaun
Tómasar Guðmundssonar
Eyþór Árnason hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2009. Aðrir sem áttu
handrit í keppninni eru beðnir að vitja þeirra á skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs
Reykjavíkurborgar sem fyrst eða fyrir 15. janúar 2010. Einnig er unnt að fá handrit send í
póstkröfu. Gefa þarf upp dulnefni. Aðeins var opnað umslag með nafni vinningshafa.
Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar,
Ingólfsnausti - Vesturgötu 1, 101 Reykjavík, menning@reykjavik.is
588 50
12
Bólusetning árleg inflúensa
Reykjavík—Akureyri
Heilsuvernd hefur hafið bólusetningu gegn árlegri
inflúensu. Skráning í síma 510-6500 eða á www.doktor.is
Netlæknaþjónusta-tímabókanir
Verð kr.1.500.-
Höfundur er fyrrverandi sendiherra.