Morgunblaðið - 18.10.2009, Side 36
36 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 2009
Sudoku
Frumstig
6 4
9 8
2 7 8 9
5
4 1 6 3
3 7 9
8 3 7 4
1 6
8 7 3
3 4
2 6
9 8
4 5 1 2
5 2 9 7
6
1 3 8
6 8 7
4 5
7 5 4
1 7
3 8
1
7 8 2 1
5 4 9
2 7 3 6
4 8 9 2 5
9
5 8 9 4 3 1 6 2 7
4 7 6 2 8 5 9 3 1
2 3 1 6 7 9 4 5 8
1 6 3 7 5 2 8 9 4
8 9 2 1 4 6 3 7 5
7 4 5 8 9 3 1 6 2
9 5 4 3 2 8 7 1 6
3 1 7 5 6 4 2 8 9
6 2 8 9 1 7 5 4 3
5 4 7 2 8 9 6 1 3
3 9 8 6 1 5 4 7 2
2 6 1 4 3 7 9 8 5
9 7 3 5 4 8 1 2 6
1 8 5 3 2 6 7 4 9
6 2 4 9 7 1 5 3 8
8 5 2 7 9 4 3 6 1
4 1 6 8 5 3 2 9 7
7 3 9 1 6 2 8 5 4
2 8 4 3 6 5 1 7 9
7 5 6 4 1 9 2 8 3
3 1 9 7 8 2 4 5 6
5 7 2 1 3 4 9 6 8
8 4 3 2 9 6 7 1 5
9 6 1 8 5 7 3 4 2
4 9 8 6 7 3 5 2 1
6 3 7 5 2 1 8 9 4
1 2 5 9 4 8 6 3 7
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er sunnudagur 18. október,
291. dagur ársins 2009
Orð dagsins: Biðjið og yður mun gef-
ast, leitið og þér munuð finna, knýið
á, og fyrir yður mun upplokið verða.
(Matt. 7, 7.)
Víkverji eignaðist á dögunumDisney-teiknimyndina Mjall-
hvíti sem nú hefur verið endur-
útgefin á DVD. Hann sat heillaður í
80 mínútur og rifjaði upp kynnin af
prinsessunni fallegu, vondu drottn-
ingunni, góða prinsinum og hinum
litríku dvergum. Auðvitað er þessi
mynd brakandi snilld og árin hafa
ekkert unnið á henni. Þegar dverg-
arnir sungu: „Hæ, hó, hæ, hó...“
hríslaðist hrifningarstraumur niður
eftir baki Víkverja. Svo voru dverg-
arnir svo skemmtilegir að Víkverji
botnaði ekkert í því af hverju Mjall-
hvít var svo fús til að yfirgefa þá. En
hún fann auðvitað prinsinn sinn eða
hann fann hana og kyssti hana ást-
arkossi. Manneskjur verða að fylgja
ástinni hvert sem hún leiðir þær. Í
þessu tilviki lá leiðin beint í kon-
ungshöllina sem er vitaskuuld afar
góður áfangastaður.
x x x
Víkverji ólst upp við Disney-myndir í Gamla Bíói forðum
daga. Hann man enn spenninginn
sem gagntók hann þegar ljósin
slokknuðu og myndin byrjaði. Enn í
dag er uppáhaldslitur Víkverja blái
liturinn í Disney-myndunum sem
hann sá svo oft í æsku sinni. Sá litur
er í huga Víkverja tákn um æv-
intýraljóma og fegurð.
x x x
Vikverji er einlægur aðdáandióþekkra krakka. Honum fellur
vel hversu hugmyndarík þau eru og
dáist að frumlegri hugsun þeirra.
Lína langsokkur er til dæmis í miklu
uppáhaldi hjá honum. Og vitanlega
Emil í Kattholti. Svo er Víkverji
sömuleiðis hrifinn af Skúla skelfi en
bækur um hrekki hans koma út á
hverju ári hjá Forlaginu. Nú eru ný-
komnar bækurnar Skúli skelfir og
hræðilegi snjókarlinn og Skúli skelf-
ir og jólin. Þar fer Skúli vitanlega á
kostum eins og ævinlega og gerir
óhemju mikið af sér.
x x x
Víkverji fagnar jólabókaflóðinuinnilega og ekki síst þeim mikla
fjölda skemmtilegra barnabóka sem
þá kemur út. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 sokkalaus, 8
huglausar, 9 tappi, 10
stirðleika, 11 kvarta
undan, 13 nam, 15 kofa,
18 hirða um, 21 glöð, 22
furða á, 23 mannsnafn,
24 mjög stórt.
Lóðrétt | 2 koma auga á,
3 fjarstæða, 4 máni, 5
ótti, 6 dugur, 7 skott, 12
mergð, 14 hegðun, 15
drakk, 16 morkni, 17
búa til, 18 mikið, 19
brúkar, 20 nytjalandi.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 lemja, 4 þerna, 7 pilts, 8 sópur, 9 alt, 11 siða,
13 þráð, 14 nefna, 15 senn, 17 krás, 20 far, 22 neyta, 23
illur, 24 afann, 25 agnar.
Lóðrétt: 1 lepps, 2 málið, 3 ausa, 4 þúst, 5 rápar, 6 af-
ræð, 10 lyfta, 12 ann, 13 þak, 15 sínka, 16 neyða, 18 ról-
an, 19 særir, 20 fann, 21 rifa.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e5 7. Rb3 Be7 8.
O-O O-O 9. Be3 Be6 10. f4 exf4 11.
Hxf4 Rbd7 12. Rd4 Re5 13. a4 Hc8 14.
Dd2 He8 15. Rf5 Bf8 16. Hd1 Rg6 17.
Hf2
Staðan kom upp í Evrópukeppni
taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í
Ohrid í Makedóníu. Guðmundur
Gíslason (2348) hafði svart gegn
Manuel Ocantos (2160) frá Lúx-
emborg. 17… Hxc3! 18. Rxd6 Hxe3!
19. Rxe8 Dxd2 20. Rxf6+ gxf6 21.
Hxd2 Bc5 svartur hefur nú léttunnið
tafl. 22. Kf1 Hxe4 23. Hxf6 Hxa4 24.
Bh5 Rf4 25. Bd1 He4 26. b3 Rd5 27.
Hxd5 Bxd5 28. Hf5 Hd4 29. Bh5 Bb4
30. c4 Be6 31. Hf2 Hd3 og hvítur gafst
upp saddur lífdaga.
Svartur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Hræðsluáróður.
Norður
♠D8
♥Á4
♦KD105
♣KD632
Vestur Austur
♠753 ♠K6
♥G9762 ♥K1053
♦94 ♦ÁG87
♣G85 ♣974
Suður
♠ÁG10942
♥D8
♦632
♣Á10
Suður spilar 4♠.
Útspilið er ♦9 og sagnhafi rétt lítur
á blindan, biður svo um kónginn. Aust-
ur drepur og gjörbreytir stemmning-
unni við borðið með frumlegum leik.
Hver er sá leikur?
Hverfum að upphafinu: Suður vakti
á 1♠, fékk 2♣ á móti, sagði þá 2♠ og
norður fjóra. Samningurinn er auðvit-
að skotheldur, en keppnisformið er tví-
menningur og því full ástæða til að
taka alla þá slagi sem í boði eru. Og
þeir eru tólf með því einu að svína í
trompi. Þetta sá austur fyrir og ákvað
að setja strik í örlagareikninginn með
ógnandi leik – hann spilaði ♦G í öðrum
slag! Hið áhyggjulausa yfirbragð sagn-
hafa hvarf eins og dögg fyrir sólu.
Hann óttaðist misheppnaða svíningu í
trompi og stungu í kjölfarið. Og til að
forða þeim ósköpum spilaði suður ♠Á
og spaða með óvæntum afleiðingum.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Farðu gætilega í viðskiptum við
aðra, þú hefur ekki allar upplýsingar.
Kauptu eitthvað fallegt fyrir heimilið eða
fjölskyldumeðlimi.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú ert með hugann við allt of margt
og þarft að geta verið í næði til að koma
jafnvægi á hlutina. Láttu ekki hræring-
arnar koma þér úr jafnvægi.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Fólk sem er að reyna að ganga í
augun á þér, móðgar þig hugsanlega al-
veg óvart. Kannski einum of við þína nán-
ustu.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Taktu því vel ef einhver finnur að
framkomu þinni því allt slíkt er vel meint.
Láttu vináttuna ekki blinda þér sýn.
Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu
með vini.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Óskhyggjan er afleitur húsbóndi.
Hið rétta er að ráðast strax að rótum
vandans og kippa hlutunum í lag áður en
þeir ganga of langt.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú hefur tilhneigingu til að van-
treysta sjálfum þér og ættir að forðast
það og fara eftir sannfæringu þinni. Ein-
beittu þér að nánd og samskiptum.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þér gengur vel í vinnunni og þú
munt ná miklum árangri á komandi ári.
Þú sýnir af þér óvenju mikinn samstarfs-
vilja.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Nýttu þér sambönd þín í við-
skiptum og þiggðu ráðgjöf þeirra sem þú
veist að má treysta. Mundu bara að tala
skýrt og skorinort svo enginn þurfi að
velkjast í vafa um tilgang þinn.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Það er einhver umræða í
gangi sem kann að snerta þig svo þér er
fyrir bestu að hafa allt þitt á hreinu.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú þarft að beita allri þinni
lagni til að þoka málum áleiðis. Deildu
innsæi þínu með einhverjum sem þú átt
skap með.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Vinur reitir þig eilítið til reiði,
kannski er hann ýtinn eða fer fram með
offorsi. Leitaðu þér lækninga ef einhver
vandamál eru sem þú þarft hjálp til að
leysa.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú leggur þig fram við að gera
heimili þitt huggulegra á næstunni.
Njóttu þess að vera einstakur, og hættu
að reyna að vera einsog hinir.
Stjörnuspá
18. október 1913
Ljósahátíð var haldin á Seyð-
isfirði þegar rafveitan var
vígð og rafljós kveikt í fyrsta
sinn. „Ljósin eru björt og skær
og allur útbúnaður vandaður
og í besta lagi,“ sagði blaðið
Austri. „Mun óhætt að segja
að almenn ánægja sé í bænum
yfir rafljósunum.“ Þetta var
ein fyrsta rafveitan sem náði
til heils bæjarfélags.
18. október 1939
Dómkirkjan var þétt setin
þegar efnt var til guðsþjón-
ustu í tilefni af fundi allra nor-
rænu konunganna í Stokk-
hólmi. Tilgangur fundarins
var að reyna að afstýra því „að
Norðurlönd yrðu vettvangur
styrjaldarinnar eða þátttak-
endur hennar,“ eins og Sig-
urgeir Sigurðsson biskup orð-
aði það í ræðu sinni. Þá var
rúmur mánuður frá upphafi
síðari heimsstyrjaldarinnar.
18. október 1953
Bandarísk herflugvél af gerð-
inni Neptun fórst norðvestur
af Vestmannaeyjum. Öll
áhöfnin, níu manns, lést.
18. október 2001
Hiti í Reykjavík mældist 15,6
stig, sem var októbermet.
„Sannkallaður sumarylur í
lofti,“ sagði Morgunblaðið.
18. október 2008
Fjöldi fólks kom saman á
Austurvelli til að mótmæla
bankahruninu. Mótmæla-
fundir voru vikulega fram í
mars, með hléi um jólin.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
„ÉG ER nú bara að vinna um helgina, þannig að ég
get ekkert haldið upp á þetta,“ segir Gunnar Schev-
ing Thorsteinsson lögreglumaður, sem á 26 ára af-
mæli í dag. Gunnar hefur starfað sem lög-
reglumaður í fimm ár en hann komst á bragðið
þegar hann prófaði að sækja um hjá sumarlögregl-
unni að loknu stúdentsprófi frá MR.
Hann segir vinnuna vissulega skemmtilega þótt
nú séu erfiðir tímar og sótt að lögreglumönnum úr
öllum áttum. Hann nýtir frítímann til æfinga á bras-
ilísku sjálfsvarnaríþróttinni jiu jitsu, en þessa dag-
ana hefur Gunnar reyndar lítinn tíma til tómstunda,
ekki einu sinni til að halda upp á afmælið eins og áður segir, því hann er
á kafi í aukavöktum hjá lögreglunni. Sem betur fer er það nú ekki allt
til einskis því Gunnar er framsýnn maður og aukavaktirnar eru allar
liður í stærri áætlun. „Ég keypti mér utanlandsferð og er að safna fyrir
henni. Ég ætla nefnilega að kíkja til London, það verður eiginlega af-
mælisveislan,“ segir Gunnar og bætir því við að þetta verði hálfgerð
kreppuferð, því hann ætlar að treysta á að hann fái ókeypis gistingu hjá
kunningjum. Og hvað ætlar hann að gera í London? „Bara slappa af, fá
mér gott að borða og njóta lífsins.“ una@mbl.is
Gunnar Scheving Thorsteinsson, 26 ára
Sparar sig fyrir London
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is