Morgunblaðið - 18.10.2009, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 2009
Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands
standa saman að Eyrarrósinni, viðurkenningu sem veitt
er árlega einu afburða menningarverkefni á starfssvæði
Byggðastofnunar á landsbyggðinni. Fyrstu Eyrarrósina, árið
2005, hlaut Þjóðlagahátíðin á Siglufirði; 2006 féll hún í skaut
LungA, Listahátíðar ungs fólks á Austurlandi; Eyrarrósina
2007 hlaut Strandagaldur á Hólmavík, árið 2008 kom hún
í hlut hinnar ísfirsku Rokkhátíðar alþýðunnar; Aldrei fór ég
suður, og á þessu ári hlaut Landnámssetrið í Borgarnesi
Eyrarrósina.
• Úthlutunarnefnd tilnefnir þrjú verkefni úr hópi
umsækjenda um Eyrarrósina 2010
• Eitt þeirra hlýtur viðurkenninguna, 1.500.000 kr.
og verðlaunagrip til eignar
• Viðurkenningin verður afhent í ársbyrjun 2010 á
Bessastöðum
• Verkefnið sem hlýtur viðurkenninguna fær
sérstaka kynningu í tengslum við Listahátíð
í Reykjavík 2010
• Verndari Eyrarrósarinnar er Dorrit Moussaieff
forsetafrú
Framúrskarandi
menningarstarf
á landsbyggðinni
HÉR MEÐ ER AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM
UM EYRARRÓSINA 2010
UMSÓKNUM SKAL FYLGJA:
Lýsing á verkefninu
Lögð skal fram greinagóð lýsing á verkefninu; umfangi þess,
sögu og markmiðum.
Tíma- og verkáætlun
Gerð skal grein fyrir stöðu og áætlaðri framvindu
verkefnisins og áformum á árinu 2010. Skilyrði er að
verkefninu hafi nú þegar verið hleypt af stokkunum.
Upplýsingar um aðstandendur
Lagðar skulu fram ítarlegar upplýsingar um helstu aðila sem
að verkefninu standa og grein gerð fyrir þeirra þætti í því.
Fjárhagsáætlun
Tilgreina skal tekjur og gjöld verkefnisins á þessu ári.
Uppgjör ársins 2008 fylgi umsókn.
• Ef umsókn fylgja ekki ofangreindar upplýsingar
verður hún ekki tekin til greina
• Umsækjendur geta verið m.a. stofnun, safn,
tímabundið verkefni eða menningarhátíð
• Umsóknarfrestur er til 16. nóvember 2009
og verður öllum umsóknum svarað
• Viðurkenningin verður veitt í ársbyrjun 2010
• Umsóknir skal senda til Listahátíðar í Reykjavík,
pósthólf 88, 121 Reykjavík, merktar „Eyrarrósin“
Allar nánari upplýsingar veitir
framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík
í síma 561 2444, johanna@artfest.is
www.listahatid.is
holar@simnet.is
PAPA JAZZ
AFMÆLIS- OG ÚTGÁFUTÓNLEIKAR
Guðmundur Steingrímsson – PAPA JAZZ
– verður áttræður þann 19. október. Af
því tilefni efnir hann til afmælistónleika í
Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, sunnudag, frá
kl. 15 til 17. Á meðal gesta á tónleikunum
verða Raggi Bjarna, Óli Gaukur,
Svanhildur Jakobsdóttir, Árni Ísleifsson,
Sigurgeir Sigmundsson, Björn Thorodd-
sen, Carl Möller, Helga Garlich, Vigdís
Ásgeirsdóttir og Kristján Hreinsson.
Þá kemur út í dag ævisaga Guðmundar
eftir Árna Matthíasson og munu þeir
kynna bókina við þetta tækifæri og árita
hana fyrir áskrifendur og aðra sem þess
óska.
Allir velkomnir – aðgangur ókeypis
Guðmundur Steingrímsson
og Bókaútgáfan Hólar
VEFSÍÐA vikunnar að þessu
sinni, The Smoking Gun, er fyrir
þá sem áhuga hafa á sakamálum
hvers konar og skjölum og ljós-
myndum sem þeim tengjast en
einnig fræga fólkinu, mistökum
þess og kröfum.
Á síðunni má finna ýmis laga-
skjöl og handtökutilskipanir og er
nýju efni hent inn á síðuna dag-
lega. Tilgangurinn virðist vera sá
að koma fyrir augu almennings
upplýsingum sem eru á einhvern
hátt ótrúlegar eða dularfullar eða
upplýsingum sem fjölmiðlar hafa
ákveðið að birta ekki. Þá má einn-
ig finna ýmsar heimildir um glæpi
sem þykja óvenjulegir og glæpa-
menn sem þykja í skrýtnara lagi.
Nafnið, The Smoking Gun, vísar
í myndlíkingu fyrir sönnunargagn
í glæpamáli, eitthvað sem bendlar
mann við glæpinn. Fyrir þá sem
áhuga hafa á fræga fólkinu, m.a.
stjörnum úr heimi kvikmynda eða
tónlistar, má benda á sérstakan
hluta síðunnar sem helgaður eru
myndum lögreglunnar af þekktu
fólki sem gerst hefur brotlegt við
lög. Þá er annar hluti tileinkaður
samningum sem poppstjörnur hafa
gert. Má sjá lista yfir þá hluti sem
eiga að vera til taks á tónleika-
stöðum m.a. og slíkir listar flokk-
aðir eftir tónlistarmönnum. Sem
dæmi má nefna lista frá David
Bowie en hann vill hafa tiltæka
kaffivél af gerðinni Mr. Coffee,
ávaxtaskál fyrir 12 manns, ferskan
appelsínusafa, 12 handklæði og
mannhæðarháan spegil, svo eitt-
hvað sé nefnt. Ef farið er í öllu
harðari deild, Guns n’ Roses, þá
vilja rokkararnir fá stóra nauta-
steik, bakka með osti og kjötá-
leggi, heilmikið af pasta og Dom
Perignon kampavín m.a.
helgisnaer@mbl.is
VEFSÍÐA VIKUNNAR: thesmokinggun.com
Jane Fonda
Jay-Z
Janis Joplin
Dómsskjöl, afbrotamanna-
myndir og kröfur poppstjarna
Reuters Svalur Bale.
Gyðja Megan Fox.
Ómótstæðilegur
Depp.
Þokki
Zoe Saldana.
Fox og Depp
kynþokkafyllst
KVIKMYNDATÍMARITIÐ
hefur seinustu vikur staðið
fyrir netkönnun á því
hvaða kvikmyndastjörnur
séu kynþokkafyllstar og
liggja nú niðurstöður fyrir
og koma kannski ekkert
sérstaklega á óvart. Meg-
an Fox er í fyrsta sæti yfir
leikkonur og Johnny Depp
er kynþokkafyllstur karla.
Í öðru sæti yfir kyn-
þokkafullar leikkonur er
Angelina Jolie, í þriðja
sæti Emma Watson, í
fjórða Scarlett Johansson
og í því fimmta Zoe Sald-
ana. Hjá körlum er það
Robert Pattinson sem
lendir í öðru sæti, Robert
Downey jr. í þriðja, Brad
Pitt í fjórða og Christi-
an Bale í fimmta.
Listann allan má sjá
á empireonline.-
com.