Morgunblaðið - 04.11.2009, Side 6

Morgunblaðið - 04.11.2009, Side 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2009 Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is SKILANEFND Kaupþings hefur engin afskipti haft af málefnum Haga og eigenda fyrirtækisins 1998 ehf. Theodór Sigurbergsson og Jóhannes R. Jóhannsson eru fulltrúar skila- nefndar gamla bankans í stjórn Nýja Kaupþings. Þeir Theódór og Jóhann- es fara þó með fimm atkvæði innan stjórnarinnar á móti fimm atkvæðum fulltrúa íslenska ríkisins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur skilanefndin ekki komið nálægt samningaviðræðum um endurskipu- lagningu skulda 1998 ehf. Jafnframt er skilanefndin ekki sögð taka afstöðu til úrvinnslu skuldamála einstakra fyrirtækja innan Nýja Kaupþings. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort mál 1998 hafi verið tekin fyrir innan stjórnar Nýja Kaupþings. Hins vegar er ljóst að fulltrúar skilanefnd- ar Kaupþings munu hafa talsvert að segja um niðurstöðu mála 1998, þar sem þeir hafa helmingsatkvæðavægi í stjórn nýja bankans. Ekki náðist í fulltrúa skilanefndar við vinnslu frétt- arinnar. Nýtt fjármagn frá eigendum? Í fréttatilkynningu Nýja Kaup- þings í gær segir að nú sé kannað hvort eigendur 1998 hafi tök á að koma með eða hafa milligöngu um nýtt fjármagn inn í rekstur félagsins. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að það væri raunin. Finnur vildi hins vegar ekki tjá sig um rammasamkomulag milli bankans og 1998 sem Jóhannes Jónsson greindi frá að lægi fyrir í Morgun- blaðinu 31. október sl. Nýja Kaupþing á 95,7% veð í Högum, en eigendur 1998 bera jafnframt hlutfallslega ábyrgð á lánum 1998. Finnur sagði að til greina kæmi að ganga að eignum eigenda 1998. Jóhannes ræðir viðkomandi sam- komulag í aðsendri grein í Morgun- blaðinu í dag. Þar segir að erlendir fjárfestar muni koma með nýtt fjár- magn inn í félagið sem verði nýtt til að gera upp skuldir 1998. Jóhannes segir Nýja Kaupþing jafnframt munu eign- ast hlut í 1998. „Með því er hámarks- endurgreiðsla til bankans tryggð,“ segir í greininni. Þegar haft var sam- band við Jóhannes í gær vildi hann ekki tjá sig en vísaði á lögmann. Þann 30. október sl. var tilkynnt að skilanefnd Kaupþings hefði fengið framlengdan frest til að ákveða að- komu kröfuhafa að Nýja Kaupþingi. Þegar fjármögnun Nýja Kaupþings lauk lá fyrir að eigið fé bankans yrði 72 milljarðar. Skuld 1998 við bankann nemur 48 milljörðum á gengi dagsins í dag, en ekki er víst á hvaða verði skuldin var færð úr gamla bankanum, og því ekki ljóst hvernig vænt afskrift á láninu mun skiptast á milli nýja og gamla bankans. Finnur segir að frest- un á ákvörðun skilanefndarinnar tengist ekki málefnum Haga á neinn hátt. Skilanefnd ekki viðriðin samninga við 1998 Morgunblaðið/Ómar Til greina kemur að ganga að veðum eigenda 1998 Eftir Hlyn Sigurðsson hlynur@mbl.is JÓHANNA Sigurðardóttir for- sætisráðherra sagði að afloknum ríkisstjórnarfundi í gær, að það væri ekki sjálfgefið að eigendur fyrirtækja, sem verið væri að af- skrifa skuldir hjá, kæmu að áframhaldandi rekstri fyrirtækj- anna sem eigendur. Hún telur að þegar um stærri fyrirtæki er að ræða eigi að fara fram útboð. Forsætisráðherra sagði þetta þegar hún var spurð hvað hún vildi segja um þann möguleika að tugmilljarða skuldir Haga og 1998 hf., félags í eigu Jóns Ás- geirs Jóhannessonar og fjöl- skyldu, verði afskrifaðar í nýja Kaupþingi. Forsætisráðherra og Stein- grímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra funduðu með blaða- og fréttamönnum, strax að afloknum ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Forsætisráðherra kvaðst telja að þær samræmdu verklags- reglur sem bankarnir vinna eftir, hvað varðar skuldaúrvinnslu fyr- irtækja, væru í meginatriðum góðar. „Það er lykilatriði,“ sagði Jó- hanna, „að jafnræðis sé gætt. Verklagsreglurnar byggjast á því og ég held að þær hafi í stórum dráttum gert það.“ Jóhanna sagð- ist einnig telja mikilvægt að verið væri að endurskoða allt regluverkið á fjármálamark- aðnum, til þess að koma í veg fyrir kross- eignatengsl, misnotkun á markaði og svo framvegis. Meðferð á fyrirtækjum verði samræmd „Þar verður þess gætt að um enn meira gegnsæi verði að ræða, vegna þess að það er mjög mikilvægt í þessu ferli öllu að það sé gegnsæi ríkjandi og það ríki ákveðinn trúnaður um það að það sé samræmd meðferð á fyr- irtækjunum innan bankakerf- isins,“ sagði Jóhanna. Forsætisráðherra sagði að það væri ekki alveg sjálfgefið að eig- endur fyrirtækja, sem verið væri að afskrifa skuldir hjá, kæmu að áframhaldandi rekstri fyrirtækj- anna sem eigendur. „Mér finnst, að minnsta kosti, þegar um stærri fyrirtæki er að ræða, að þá eigi að fara fram út- boð,“ sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir ennfremur. Fyrirtæki í útboð eftir afskriftir Jóhanna Sigurðardóttir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra segir ekki sjálfgefið að eigendur komi að rekstri eftir afskriftir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.