Morgunblaðið - 04.11.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.11.2009, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2009 SPENNAN leyndi sér ekki í svip barnanna á leikskólanum Kvista- borg í gær þegar þau fengu að kynnast kraftinum í dælubíl slökkviliðsins. Árlegar heimsóknir slökkviliðsins í leikskóla landsins standa nú yfir og fá börnin bæði almenna fræðslu um eldvarnir og að skoða reykkafara- búningana og slökkvibílana og vek- ur það jafnan mikla lukku. Það er þó ekki aðeins til gamans gert að sögn Garðars Guðjónssonar, verk- efnastjóra SHS, því mikilvægt er að börnin þekki til slökkviliðsins, m.a. svo þau hræðist ekki slökkviliðs- mann í búningi ef til þess kæmi að þau lentu í eldsvoða. Með forvarna- starfinu má þó vonandi koma í veg fyrir það því algengt er að börnin fari heim að leikskóladeginum loknum og geri ærlega úttekt á brunavörnum heimilisins. una@mbl.is ÞAU YNGSTU ANNAST SLÖKKVISTARFIÐ Morgunblaðið/Júlíus www.mbl.is/sjonvarp GESTUM í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Aðalstræti í Reykjavík hefur fjölgað mjög í ár. Fyrstu níu mánuði ársins komu 287 þúsund gestir í miðstöðina sem er 24% aukn- ing frá sama tímabili í fyrra. Sala á ferðum, einkum dýrari tegundum ferða s.s. jöklaferða og þyrluferða, hefur aukist mjög undanfarið vegna þess hve gengi íslensku krónunnar er hagstætt fyrir erlenda ferða- menn. Mikil aukning hefur orðið í aðsókn að afþreyingu í borginni í ár. Sund- laugar borgarinnar, Listasafn Reykjavíkur, Árbæjarsafn, Land- námssýningin Reykjavík 871 +/- 2, Borgarbókasafn, Viðey, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn og Ylströndin tóku á móti metfjölda innlendra sem erlendra gesta nýliðið sumar. Gengið styður ferða- þjónustu í borginni Morgunblaðið/Eggert Kaffisopi Afslöppun á Laugavegi. Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vinsælu buxurnar frá GERKE komnar Tvær síddir - Verð 12.900 Eddufelli 2, sími 557 1730 Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Kvart- og síðbuxur Stretchbuxurnar komnar aftur Str. 36-56 HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ BERÐU SAMAN VERÐ OG ÞJÓNUSTU NÆST ÞEGAR ÞÚ FLÝGUR HVERS VEGNA VELUR ÞÚ ICELANDAIR? • Í flugvélum Icelandair er meira bil á milli sæta og gott rými fyrir alla farþega. • Hver farþegi hefur sinn eigin skjá á sætisbakinu fyrir framan sig. • Rafmagnsinnstungur eru í hverju sæti á Economy Comfort og Saga Class til hleðslu á tækjum. • Aukið athafnarými og betri stuðningur við líkamann gera flugferð með Icelandair ánægjulegri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.