Morgunblaðið - 04.11.2009, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.11.2009, Qupperneq 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2009 Íslendingar hafa fengið svomargar furðufréttir úr við- skiptalífinu síðasta árið að þeim er alveg hætt að bregða. Fréttir um að hinn eða þessi burgeisinn skuldi 5 eða 10 milljarða og ætli ekki eða muni ekki eða geti ekki greitt neitt af þeim hreyfa varla nokkurn mann lengur.     Fréttir um að hópur sem hamp-að var í sífellu á hæstu stöð- um hafi skuldað svo sem eins og eina þjóðarframleiðslu eru jafn- vel utan hneykslunarmarka.     En þó þykir sumum enn skrítiðað slíkir séu enn taldir traust- ir og eftirsóttir viðsemjendur banka, sem byggja eigi á nýjum grunni.     En sem betur fer er landinnekki daufari en svo eftir allt sem dunið hefur yfir, að enn þyk- ir honum undarlegt að eins árs börnum séu lánaðar nokkrar milljónir. Menn sperra enn upp eyru og glenna augu yfir svona fréttum. Enn hefur þó enginn spurt Glitni (Íslandsbanka) hvers vegna börnin komu í bankann í burðarrúmum og slógu þessi lán.     Á meðan opinbert svar hefurekki verið gefið verða menn að láta almannaróminn duga. Hann segir að börnin hafi verið í valdabaráttu innan sparisjóðsins Byrs og helsti þáverandi eigandi bankans hafi verið í sama liði. Því var dagskipun bankastjórans til lánadeildarinnar þessi: „Leyfið börnunum að koma til mín, þótt sýslumaðurinn banni það.“ Hún sagði það gamla konan: „Það er ekki öll vitleysan eins og það ger- ir hana svo dásamlega.“ Blessað barnalán Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 2 léttskýjað Lúxemborg 6 skúrir Algarve 22 heiðskírt Bolungarvík 3 alskýjað Brussel 9 skúrir Madríd 19 heiðskírt Akureyri 2 rigning Dublin 8 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað Egilsstaðir 5 rigning Glasgow 8 léttskýjað Mallorca 20 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 5 skýjað London 14 léttskýjað Róm 14 léttskýjað Nuuk -4 skýjað París 13 alskýjað Aþena 16 skúrir Þórshöfn 9 skúrir Amsterdam 8 súld Winnipeg 0 skýjað Ósló 4 skúrir Hamborg 8 skýjað Montreal 8 alskýjað Kaupmannahöfn 6 skýjað Berlín 4 skúrir New York 12 skýjað Stokkhólmur 6 skýjað Vín 0 snjókoma Chicago 5 heiðskírt Helsinki -1 heiðskírt Moskva 0 snjókoma Orlando 19 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 4. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 0.44 0,4 6.52 4,2 13.10 0,4 19.11 3,9 9:22 17:02 ÍSAFJÖRÐUR 2.53 0,1 8.51 2,2 15.21 0,2 21.10 2,0 9:41 16:53 SIGLUFJÖRÐUR 4.57 0,2 11.11 1,3 17.26 0,1 23.51 1,2 9:24 16:35 DJÚPIVOGUR 4.07 2,3 10.25 0,3 16.22 2,0 22.28 0,3 8:55 16:28 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á fimmtudag Suðaustan 5-10 m/s og dálítil rigning vestast, en annars hæg- ari, skýjað og úrkomulítið. Hvessir við SV- og V-ströndina seinnipartinn. Hiti 2 til 7 stig, hlýjast syðst. Á föstudag Austan 8-15 m/s með rigningu, einkum SA-til. Hvassast við S- ströndina og NV-lands. Hiti svipaður. Á laugardag Norðaustlæg átt með vætu, en léttir til á S- og V-landi. Á sunnudag og mánudag Austlægar áttir með lítilsháttar vætu, en birtir til víða inn til landsins. Fremur svalt. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-13 m/s, hvassast NV-til og við SA-ströndina. Slydda eða rigning N- og A-lands, en bjart að mestu á S- og SV-landi. Hiti 0 til 7 stig. POTTURINN og Pannan hefur opnað nýjan veitingastað í miðborg Reykja- víkur í 100 ára gömlu húsi sem gjarnan hefur verið nefnt Skólabrú. Rekstri hússins er skipt í þrennt. Á miðhæðinni er Potturinn og Pannan. Þar er boðið upp á hádegisverðarseðil. Á kvöldin er boðið upp á hefðbundinn veitingamatseðil og framundan er ís- lenskt jólahlaðborð sem hefst upp úr miðjum nóvember. Á efri hæðinni er svo Veitingasalurinn Skólabrú en þar er aðstaða fyrir allt að 150 manns í sæti. Eigandi veitingastaðarins er Þórir Björn Ríkarðsson, en Þórir hefur rek- ið Pottinn og Pönnuna í Brautarholti síðan 1996 ásamt eiginkonu sinni Önnu Sölku Knútsdótttur. Saga Veitinga- húss Pottsins og Pönnunnar spannar 30 ár og fyrir tveimur árum opnaði Potturinn og Pannan veitingahús á Blönduósi. Starfsmenn eru í dag um 40 talsins, en þeim fjölgar væntanlega á næstu mánuðum. Undanfarin ár hefur verið veit- ingarekstur í húsinu en á því hafa ver- ið gerðar miklar endurbætur þar sem áhersla hefur verið lögð á að halda upprunalegum arkitektúr þess. Potturinn og pannan opnuð á Skólabrú Á Skólabrú Þórir Björn við veitingastaðinn í hjarta borgarinnar. Sími 544 5858, www.frostmark.is Dalvegi 4 Kópavogi og Gagnheiði 69 Selfossi Staðlaðar lausnir – Sérlausnir Hönnun – Sala – Framleiðsla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.