Morgunblaðið - 04.11.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.11.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2009 Þetta helst ... ● SKULDABRÉFAVÍSITALA GAMMA lækkaði um 0,16 prósent í viðskiptum gærdagsins. Þar af lækkaði óverð- tryggður hluti vísitölunnar um 0,26 pró- sent og verðtryggður hluti hennar um 0,13 prósent. Velta á skuldabréfa- markaði var öllu meiri en á mánudag- inn, eða 12,8 milljarðar króna. Velta á hlutabréfamarkaði Kauphallar Íslands nam 76 milljónum króna og hækkaði Úrvalsvísitalan um 0,65 pró- sent. Bréf Össurar hækkuðu um 1,94 prósent og Marels um 1,62 prósent. Bréf Bakkavarar lækkuðu hins vegar um 4,17 prósent. bjarni@mbl.is Skuldabréf lækkuðu ● FYRIRTÖKU í máli þrotabús Baugs Group á hendur rekstr- arfélagi Spron var frestað um mánuð, en hún átti að eiga sér stað í gær. Málið snýst um vaxtagreiðslur af skuldabréfum, sem Baugur gaf út og voru að hluta í eigu Spron. Um mitt ár í fyrra greiddi Baugur vexti af bréfunum í samræmi við skilmála, en þrotabúið hef- ur krafist riftunar á þessari greiðslu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins ber þrotabú Baugs því við að þegar vaxtagreiðslan var innt af hendi hafi fé- lagið í raun ekki verið greiðslufært. bjarni@mbl.is Fyrirtöku í riftunarmáli Baugs og Spron frestað veltu og að hann sé fluttur úr landi en ekki fjárfestur að nýju hér á landi er útlit fyrir að spár um vöru- og þjónustuskiptaafgang séu ofmetnar. Erfitt er fyrir stjórnvöld að hafa bein áhrif á þáttatekjuhluta við- skiptahallans nema með breytingum á stýrivöxtum Seðlabankans. Er það vegna þess að erlendir aðilar eiga krónueignir fyrir um 600-800 millj- arða króna og vextir af þessum eign- um hafa neikvæð áhrif á viðskipta- jöfnuð. Útlit fyrir meiri viðskiptahalla Sé hagnaður stóriðju ekki endurfjárfestur flyst hann úr landi Morgunblaðið/RAX Halli Þrátt fyrir að afgangur hafi verið á vöruskiptum við útlönd er halli á viðskiptum umtalsverður og er það helst um að kenna vaxtagreiðslum. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÚTLIT er fyrir að viðskiptahalli á þessu ári verði öllu meiri en gert hef- ur verið ráð fyrir í spám. Neikvæður viðskiptajöfnuður þýðir í raun að meira er flutt út af gjaldeyri en kem- ur inn til landsins og eykur það þrýsting til veikingar á gengi krón- unnar. Í spá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir því að viðskiptahalli ársins í ár verði um 103 milljarðar króna. Samkvæmt tölum frá Seðla- banka Íslands nam viðskiptahalli á fyrstu sex mánuðum ársins hins veg- ar 92 milljörðum króna og er því afar ólíklegt að spá ráðuneytisins rætist. Spáir ráðuneytið því að á árunum 2010-2014 verði uppsafnaður við- skiptahalli samtals 31 milljarður króna, en hann gæti hins vegar reynst öllu meiri. Sé hagnaður stóriðjufyrirtækja ekki fjárfestur aftur hér á landi hverfur hann úr landi sem þátta- tekjur, í formi vaxta- eða arð- greiðslna til eigenda. Rekstrarhagn- aður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, en eftir skatta, er hins vegar talinn með í útreikningum á vöruskipta- jöfnuði. Vextir hafa áhrif Miðað við að rekstrarhagnaður stóriðjufyrirtækja sé um 20% af SAMKVÆMT heimildum Morg- unblaðsins var einkahlutafélagið Bakkabræður ehf. stofnað á dög- unum. Samkvæmt hluthafaskrá eru það bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir sem standa á bak við félagið. Þeir eru sem kunnugt er stærstu hluthafar í Bakkavör og stýra ennþá Exista. Ágúst Guð- mundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, vildi ekki tjá sig um í hvaða tilgangi Bakkavör ehf. væri stofnað þegar blaðið leitaði svara. Í upplýsingum úr hluthafaskrá er tilgangur félagsins Bakkabræðra ehf. „kaup, sala og eignarhald á verðbréfum, kaup sala og rekstur fasteigna og lausafjár ásamt lána- starfsemi tengd rekstrinum og ann- ar skyldur rekstur.“ Hlutafé Bakkabræðra ehf. eru 500 þúsund krónur og eru bræðurnir einir í stjórn. ornarnar@mbl.is Bakka- bræður ehf-væðast Bakkabræður Ágúst og Lýður Guð- mundssynir hafa stofnað nýtt félag. STOÐTÆKJAFRAMLEIÐANDINN Össur hef- ur nýlokið 3,6 milljarða króna hlutabréfaútboði og er því ætlað að styrkja stöðu félagsins á danska hlutabréfamarkaðnum. Að sögn Hjörleifs Pálsson- ar, fjármálastjóra Össurar, voru það aðallega danskir og breskir fagfjárfestar sem skráðu sig fyr- ir hlutafénu. Þeir sem áttu áður hlutafé í Össuri tóku ekki þátt í útboðinu en Hjörleifur segir að ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi sé áhersla fé- lagsins á að dýpka og auka veltu með bréfin í kaup- höllinni í Kaupmannahöfn. Tæplega 30 milljónir hluta voru boðnar út og var útboðsverðið á hlut fimm danskar krónur. Heildar- andvirði útboðsins nemur því 148 milljónum danskra króna. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í síðustu viku er lausafjárstaða Össurar góð um þessar mund- ir og hlutafjáraukningin mun því styrkja hana enn frekar. Hjörleifur segir að mikil áhersla sé lögð á að halda fjárhagslegri stöðu fyrirtækisins sterkri. Hann segir ennfremur að hlutafjáraukningin bæti aðgengi Össurar að danska hlutabréfamarkaðnum og það muni styrkja stöðu félagsins í framtíðinni ef félagið þurfi aðgang að fé vegna tækifæra sem kunna að opnast. ornarnar@mbl.is Össur sækir sér erlent hlutafé  Hlutafjárútboð Össurar tókst vel  Bréf seldust fyrir 3,6 milljarða  Aðallega danskir og breskir fjárfestar  Liður í að treysta stöðuna í dönsku kauphöllinni Morgunblaðið/Árni Torfason Össur Fleiri fjárfestar komnir að félaginu. EIGNIR skulda- bréfasjóðs í Finn- landi á vegum norræna bank- ans Nordea, um 25 milljarðar króna, þurrk- uðust út í banka- hruninu fyrir um ári. Réttarhöld eru að hefjast í Finnlandi vegna sjóðsins, er nefndist Hafmeyjan, en hann keypti m.a. skuldabréf ís- lensku bankanna og bandarísku fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac. Bauð Hafmeyjan finnskum fjárfestum og sparifjár- eigenum upp á 6% ávöxtun. Hafa málefni sjóðsins verið til umfjöll- unar hjá finnska sjónvarpinu og hvernig hann var kynntur til sög- unnar sem öruggur fjárfesting- arkostur. Um 1.400 Finnar áttu fé í Hafmeyjunni þegar allt hrundi í fyrra. gummi@mbl.is Hafmeyjan í Finnlandi uppþornuð Finnland Kreppan kemur víða við. ● SÉRFRÆÐINGAR IFS-ráðgjafar spá að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti um 50 til 100 punkta á morgun. Stöðugt gengi krónunnar ásamt auknum gjald- eyrisforða myndar svigrúm til vaxta- lækkunar að mati IFS. Hinsvegar kann síðasta mæling á vísi- tölu neysluverðs að koma í veg fyrir að vextir lækki að þessu sinni. IFS bendir á í umfjöllun sinni að í síðustu fundargerð peningamálastefnunefndar komi fram sú skoðun að áhrif gengisveikingar séu að mestu komin fram í verðlagi. Síðustu verðbólgumælingar benda hins vegar til annars. Þá telur IFS að vextirnir verði lækkaðir og ekki síst í ljósi jákvæðrar þróunar frá því að tillaga um 50 punkta lækkun var naumlega felld á síðasta vaxtaákvörðunarfundi. Spá 100 punkta vaxta- lækkun Seðlabankans Mjóddinni • Höfða • Firði • Akureyri • Selfossi Gleraugnaverslunin þín Styrkleikinn í vinnugleraugunum er sniðinn sérstaklega að því sem er næst þér. Þú þreytist síður í augunum. Margskipt gleraugu fyrir margvísleg tilefni Kauptu marg- skipt gleraugu í Augastað og þú færð sérhönnuð vinnugleraugu í kaupbæti. Þér líður betur í augunum við tölvuna, lesturinn eða prjónaskapinn. Komdu í Augastað og við leiðum þér kostina fyrir sjónir. Tilboðið gildir til 20. nóvember 2009. PI PA R \ TB W A • SÍ A • 91 38 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.