Morgunblaðið - 04.11.2009, Síða 13

Morgunblaðið - 04.11.2009, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2009 MAREL Food Group hagnaðist um tæpar 900 þúsund evrur, jafnvirði um 165 milljóna króna, á þriðja árs- fjórðungi, borið saman við 4,5 millj- óna evra hagnað á sama tímabili í fyrra. Heildartekjur á tímabilinu námu 133,7 milljónum evra en voru rúmar 170 milljónir evra á þriðja fjórðungi síðasta árs. Í tilkynningu Marel um afkomuna kemur m.a. fram að núverandi já- kvæð þróun á mörkuðum haldist eða batni lítilsháttar á komandi mörkuð- um. Búist er við að árið 2010 fari bet- ur af stað en þetta ár. Afkoman muni batna til samræmis við aukin umsvif á mörkuðum. Hyggst Marel styðja við þá þróun með áframhaldandi að- haldi í rekstri. Segist forstjóri Marel, Theo Hoen, vera ánægður með rekstrarafkomu fjórðungsins. „Við erum áfram mjög meðvituð um kostnaðarhliðina í rekstrinum í ljósi þess hve batinn er hægur. Það er stöðugleiki í fjölda pantana af kjarnastarfsemi,“ segir Hoen. Minnkandi hagnaður hjá Marel Food Group Félagið segir langtímahorfur vera góðar TOYOTA sem er stærsti bílafram- leiðandi heimsins hefur ekki í hyggju að fara sömu leið og McDonald’s og yfirgefa Ísland, þrátt fyrir að hér seljist nú færri bílar, bankarnir hafi tekið yfir um- boðsaðilann og eigandinn sé kominn í þrot. Þetta hafði Reuters eftir Ta- dashi Arashima, forstjóra Toyota í Evrópu, sem var staddur á bílasýn- ingu í París í gær. Leitar Lands- bankinn að kaupendum að rekstr- inum, sem áður var í eigu Magnúsar Kristinssonar. Arashima sagði Toyota njóta góðrar markaðs- hlutdeildar á Íslandi eða um 25% sem væri gott fyrir sölu á þjónustu tengdri merkinu, ekki væri á döfinni hjá Toyota að taka yfir reksturinn á Íslandi. Toyota á Íslandi sendi yf- irlýsingu frá sér í gærkvöldi um að skilanefnd Landsbankans væri ekki að taka fyrirtækið yfir. Toyota yfirgefur ekki Ísland Landsbankinn leitar að kaupendum HRUN íslensku bankanna hefur orðið til þess að borgin Notthingham á Englandi tapaði 5,7 milljónum punda, eða um 1.100 milljónum króna. Fyrir hrunið hafði borgin fjárfest í bönkunum þremur fyrir 41,6 milljónir punda. Að því er fram kemur á fréttavef thisisnottingham er Nottingham það sveitarfélag á Englandi sem fór næstverst út úr hruninu á Íslandi, var með um 20% af öllum sínum fjárfestingum í ís- lensku bönkunum; Landsbanka, Kaupþingi og Glitni. Samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun borgarinnar er reiknað með að hún innheimti 36 milljónir punda en 5,7 milljónir séu tapaðar. Er gengið út frá því að sveitarfélög verði með for- gangskröfur hjá tveimur bankanna, en mögulega þurfi samþykki fyrir þessu hjá íslenskum dómstólum. Fá- ist þær kröfur ekki í gegn getur tap Nottingham orðið hátt í 20 milljónir punda. guna@mbl.is Nottingham stórtapar á bönkunum Hrunið Fagurt er í Nottinghamborg. Nefnd um vist- og meðferðarheimili Viðtöl við einstaklinga sem dvöldu á vistheimilinu Silungapolli sem börn á árunum 1950-1969 Með erindisbréfi, dags. 2. apríl 2007, skipaði forsætisráðherra nefnd á grundvelli laga nr. 26/2007 um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Hlutverk nefndarinnar er að kanna hver tildrög þess hafi verið að börn voru þar vistuð, hvernig opinberu eftirliti hafi verið háttað með starfsemi viðkomandi stofnunar og hvort börn sem þar voru vistuð hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi á meðan á dvöl þeirra stóð. Um þessar mundir er vistheimilisnefnd m.a. að kanna starfsemi vistheimilisins Silungapolls sem starfrækt var á árunum 1950-1969. Af því tilefni óskar nefndin vinsamlegast eftir því að þeir sem dvöldu sem börn á vistheimilinu Silungapolli, og hafa áhuga á því að veita nefndinni viðtal og upplýsa hana um reynslu sína af dvölinni, hafi samband við nefndina fyrir 1. desember nk. í síma 563-7016 eða á netfangið vistheimili@for.stjr.is. Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti Húsgögn Landsins mesta úrval af sófasettum íslen sk fr amle iðsla SWS-8851 3+1+1 Boston-lux NICE man-8356 3+1+1 Roma boston-lux Tungusófar Sófasett Stakir sófar Hornsófar íslen sk fr amle iðsla íslen sk fr amle iðsla íslen sk fr amle iðsla Bonn Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 SWS horn 149.900 k r 149.900 k r verð áð ur 399.9 00 kr P-8185 269.900 k r verð áð ur 319.9 00 kr íslen sk fr amle iðsla 299.900 k r íslen sk fr amle iðsla verð áð ur 469.0 00 kr man-87-leður bogasófi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.