Morgunblaðið - 04.11.2009, Side 14

Morgunblaðið - 04.11.2009, Side 14
14 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2009 ÞESSI kattliðuga stúlka lék listir sínar á sýningu fjölleikahóps á markaði í útjaðri Jammú-borgar á Indlandi við mikinn fögnuð við- staddra í gær. Stúlkan er aðeins sex ára að aldri og heitir Gudia. Reuters LÍTIL OG LIÐAMJÚK LEIÐTOGAR Evrópusambandsins fögnuðu í gær úrskurði stjórnlagadómstóls Tékklands um að Lissabon-sáttmálinn stangaðist ekki á við stjórnarskrá landsins. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmda- stjórnar ESB, kvaðst ekki telja að frekari tafir yrðu á því að Lissabon-sáttmálinn tæki gildi. Vaclav Klaus, forseti Tékklands, var sá eini sem gat hindrað gildistöku sáttmálans en for- setinn hafði gefið til kynna að hann hygðist fullgilda sáttmálann ef dómstóllinn legði bless- un sína yfir hann. Sáttmálinn hefur nú verið staðfestur í öllum aðildarlöndum ESB. Þing Tékklands sam- þykkti sáttmálann en hópur þingmanna taldi hann stangast á við stjórnskrána og skaut mál- inu til stjórnlagadómstólsins. Vaclav Klaus hafði lagst gegn Lissabon-sátt- málanum og lýsti honum sem ógn við fullveldi Tékklands. Klaus lét af andstöðu sinni við sátt- málann þegar hann náði samkomulagi við leið- toga ESB um að Tékkland fengi undanþágu sem tryggði að Evrópudómstóllinn gæti ekki hnekkt úrskurðum tékkneskra dómstóla um eignir Súdeta-Þjóðverja, þ.e. þýskumælandi íbúa héraðanna Bæheims og Mæris, sem voru hraktir frá Tékkóslóvakíu eftir síðari heims- styrjöldina og sviptir eignum sínum. Breska dagblaðið The Daily Telegraph sagði í gær að David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokks- ins, ætlaði að skýra frá því í vikunni að hann hygðist ekki efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabon-sáttmálann ef flokkurinn kemst til valda í þingkosningum á næsta ári eins og búist er við. Blaðið segir líklegt að andstæð- ingar aukins samruna ESB saki Cameron um að hafa svikið loforð sem hann gaf í grein sem birt var í dagblaðinu The Sun fyrir tveimur ár- um. „Núna legg ég fram þessa ófrávíkjanlegu tryggingu: Ef ég verð forsætisráðherra mun stjórn Íhaldsflokksins efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um hvern þann samning sem þessar viðræður leiða af sér,“ skrifaði Cameron. bogi@mbl.is Samræmist stjórnarskránni Vaclav Klaus, forseti Tékklands, staðfesti í gær Lissabon-sáttmálann eftir að stjórnlagadómstóll landsins komst að þeirri niðurstöðu að sáttmálinn stangaðist ekki á við stjórnarskrá Tékklands » David Cameron sagður hafa ákveðið að efna ekki til þjóðar- atkvæðagreiðslu í Bretlandi um Lissabon-sáttmálann » Sakaður um að hafa svikið tveggja ára gamalt loforð sitt FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is EFTIR tíu vikna þjark og ringul- reið hefur niðurstaða loks fengist í deilunum um forsetakosningarnar í Afganistan 20. ágúst sem einkennd- ust af stórfelldum svikum. Nið- urstaðan er að hætt hefur verið við aðra umferð, sem Hamid Karzai forseti hafði verið neyddur til að samþykkja. Hann hefur nú verið lýstur sigurvegari forsetakosning- anna, þrátt fyrir öll kosningasvikin, og ráðamenn ríkja heims keppast við að óska honum til hamingju og lýsa honum sem lögmætum forseta Afganistans. Önnur umferðin átti að fara fram á laugardaginn kemur en ákveðið var að hætta við hana í fyrradag eftir að helsti keppinautur Karzais, Abdullah Abdullah, fyrrverandi utanríkisráðherra landsins, ákvað að draga framboð sitt til baka. Þegar ljóst var að Karzai yrði einn í framboði fór Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, til Afganistans og lagði fast að yfir- kjörstjórn landsins að hætta við síðari umferðina. Aðeins hálfum mánuði áður voru embættismenn SÞ í fylkingarbrjósti erlendra sendimanna sem knúðu Karzai til að fallast á aðra umferð þótt hann hefði neitað öllum ásökunum um kosningasvik og haldið því fram að hann væri réttkjörinn forseti Afg- anistans. Nasrullah Stanikzai, lektor í lög- um og stjórnmálafræði við Kabúl- háskóla, segir að eftirmál kosning- anna 20. ágúst einkennist af glappaskotum og hringlandahætti af hálfu Sameinuðu þjóðanna og ráðamanna á Vesturlöndum. „Þetta eru mestu mistök alþjóða- samfélagsins á síðustu átta árum,“ hefur fréttastofan AFP eftir Stan- ikzai. „Það var engin samhæfing milli Bandaríkjanna og Evrópu- landa. Og engin góð samhæfing milli þeirra og afgönsku stjórn- arinnar.“ Karzai niðurlægður Haroun Mir, forstöðumaður afg- anskrar hugveitu á sviði stjórn- mála, tók í sama streng. Hann sagði að Kai Eide, sendimanni SÞ í Afganistan, hefðu orðið á mörg mistök, m.a. með því að reyna að „hylma yfir“ kosningasvik stuðn- ingsmanna Karzais. Afganskir fréttaskýrendur segja að Karzai hafi verið niðurlægður þegar hann var neyddur til að fall- ast á aðra umferð kosninganna. Hann tilkynnti þá ákvörðun sína á blaðamannafundi með Eide og bandaríska öldungadeildarþing- manninum John Kerry og sá fund- ur þótti staðfesta grunsemdir margra Afgana um að forsetinn væri handbendi vestrænna ríkja. Mistök á mistök ofan Viðbrögð SÞ og leiðtoga Vesturlanda við kosningasvikunum í Afganistan þóttu einkennast af miklum hringlandahætti Hamid Karzai hefur nú verið lýst- ur réttkjörinn forseti Afganist- ans og leiðtogar Vesturlanda styðja þá niðurstöðu þrátt fyrir stórfelld kosningasvik stuðn- ingsmanna forsetans. Leiðtogar Vesturlanda setja nokk- ur skilyrði fyrir áframhaldandi stuðningi við Hamid Karzai for- seta, m.a. að stjórn hans taki meiri þátt í aðgerðum til að koma á friði í landinu og að mynduð verði sterk ríkisstjórn sem njóti víðtæks stuðnings. Embættismenn í Bandaríkjunum og fleiri löndum hafa einnig krafist þess að stjórn Karzais skeri upp herör gegn spillingu í stjórnkerf- inu og fíkniefnaviðskiptum. Þeir vilja að spilltir embættismenn verði handteknir en talið er ólík- legt að þeim verði að þeirri ósk sinni. Á meðal Afgana sem vestræn stjórnvöld vilja að verði sóttir til saka er bróðir Karzais, Ahmed Wali Karzai, sem er grunaður um aðild að ólöglegum ópíumviðskiptum. Einn helsti bandamaður Karzais, Muhammad Qasim Fahim varafor- seti, hefur einnig verið bendlaður við fíkniefnasmygl. Karzai hét því í gær að skera upp herör gegn spillingu í landinu á blaðamannafundi sem hann hélt með Fahim varaforseta. Bróðir Karzais bendlaður fíkniefnasölu Reuters Réttkjörinn? Karzai hét herferð gegn spillingu á blaðamannafundi í gær. www.noatun.is GRILLAÐUR KJÚKLINGUR KR./STK. 998 VERÐ FRÁBÆRT Ódýrt, fljótlegt og gott!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.