Morgunblaðið - 04.11.2009, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.11.2009, Qupperneq 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2009 ✝ Eygló V. Hjaltal-ín fæddist í Bro- key á Breiðafírði 15. júní 1909. Hún lést í Reykjavík 28. októ- ber 2009. Foreldrar heinnar voru Vigfús Jónsson Hjaltalín, bóndi í Brokey, f. 4. október 1862, d. 3. júlí 1952, og kona hans Kristjana Guð- björg Kristjánsdóttir Hjaltalín frá Gunn- arsstöðum í Hörðu- dal í Dalasýslu, f. 10. september 1874, d. 17. febrúar 1968. Systkini Eyglóar voru Jón Bergur, f. 8. júlí 1895, d. 17. apríl 1994, Guðbjörg Kristín, f. 16. des- ember 1896, d. 21. október 1993, búfræðingur og bóndi, f. 1872, d. 1942, og kona hans Sigrún Eiríks- dóttir, f. 1885, d. 1970. Þau fluttu 1913 til Manitoba í Kanada og var Hirti komið í fóstur hjá föð- ursystur sinni Steinunni H. Bjarnason og manni hennar Brynjólfi H. Bjarnason, kaup- manni í Reykjavík. Synir Eyglóar og Hjartar eru 1) Vigfús, f. 12. september 1937, 2) Sigursteinn, f. 21. nóvember 1940, kvæntur Jytte Hjartarson, f. Thyre, og eiga þau 4 börn, 3) Pálmi Guðberg, f. 21. ágúst 1944, og 4) Guðmundur Brynjólfur, f. 11. febrúar 1947, kvæntur Björgu D. Snorradóttur og eiga þau 4 börn. Eygló útskrifaðist úr kenn- araskólanum 1932 og kenndi svo vestur í Dölum og í Mosfellssveit, en eftir að hún stofnaði heimili sinnti hún því eingöngu og hætti kennslu. Hún var bókelsk, listræn, góð hannyrðakona, hafði yndi af góðri tónlist og lék sjálf á orgel (harmonium), hafði gott auga fyrir Ijósmyndun, ferðaðist mikið, eink- um um Ísland, og seinast í viku- ferð um landið í sumar 100 ára gömul. Hún var mjög rausnarleg og fékk þennan myndarskap í arf úr föðurhúsum. Þau hjón Eygló og Hjörtur voru mjög trúuð og mjög samhent enda bæði listræn og hög. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau í Vesturbæ Reykjavíkur, en 1944 keyptu þau nýtt einbýlishús á Hrísateigi 27 í Reykjavík og þar var heimili hennar síðan. Útför Eyglóar fer fram frá Fossvogskirkju í Reykjavík, í dag, 4. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 13. Hildur Halldóra, f. 20. maí 1898, d. 22. desember 1985, Lára Málfríður, f. 19. jan- úar 1900, d. 13. maí 1992, Jósefína Lilja, f. 27. maí 1903, d. 12. nóvember 1998, Vil- hjálmur Óskar, f. 31. desember 1905, d. 16. maí 2000, og Laufev, f. 25. maí 1915, d. 21. apríl 1939. Eygló giftist 6. júní 1936 Hirti E. Guðmundssyni, lögreglumanni og síðar forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkur, f. 26. febrúar 1913, d. 18. desember 1975. Foreldrar hans voru Guðmundur Hjartarson, Eygló er dáin. Nú hefur hún síð- ust systkinanna frá Brokey, barna Kristjönu og Vigfúsar Hjaltalíns, kvatt þennan heim. Það eru marg- ar minningarnar sem ég á um Eygló og hennar fjölskyldu. Sú elsta er sennilega frá árinu 1944 þegar mamma, systir Eyglóar, fór með mig tveggja ára kút til Reykjavíkur til að fá eitthvað inn í skóna mína því að ég var með flat- fætur. Við gistum á Hringbraut- inni þar sem Eygló bjó þá ásamt Hirti Guðmundssyni, manni sínum, sem var í lögreglunni. Frá seinni tímum hrannast minningarnar upp. Mörgum sinnum komu Eygló og fjölskylda til foreldra minna: Það var alltaf jafn gaman þegar þau komu. Hjörtur var maður kát- ur og ræðinn og hafði frá mörgu að segja en Eygló var gædd þeim hæverska vingjarnleik sem vekur virðingu og hlýhug. Ég var oftar en einu sinni viðstaddur þegar systurnar úr Brokey komu saman og voru þá málin stundum rædd af mikilli tilfinningu og sýndist gjarna sitt hverjum. Eygló var alltaf rólegi póllinn í hópnum sem miðlaði málum og lét skynsemina ráða. Ég kom æði oft á Hrísateiginn þar sem þau hjónin byggðu mynd- arlegt hús. Eftir að ég óx úr grasi átti ég þar oft athvarf á leiðinni burt af landinu og til baka. Gest- risnin var mikil og alltaf fannst pláss fyrir næturgest þótt rýmið væri ekki mikið miðað við stærð fjölskyldunnar. Það var alltaf sami hógværi virðuleikinn sem ein- kenndi heimili Eyglóar og Hjartar. Þau hjónin og synir þeirra voru skemmtilegir gestgjafar sem gátu rætt um alla heima og geima en sýndu gestum sínum áhuga og at- hygli. Það var alltaf gaman að koma á Hrísateiginn. Það er sárt að sjá á eftir konu eins og Eygló. En allt hefur sinn tíma og líf hennar var nú orðið yfir 100 ár. Það mátti búast við ferð- inni miklu. Það var ótrúlegt hvað henni entist heilsa og hugur. Hún naut raunar mikillar umhyggju sona sinna. Eygló var af langlífri fjölskyldu. Foreldrar hennar og systkini náðu öll mjög háum aldri að yngstu systurinni undanskilinni. Eygló varð þó elst. Orðstír hennar mun lifa meðal þeirra sem hana þekktu. Reynir Vilhjálmsson frá Narfeyri. Eygló V. Hjaltalín ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN JÓNSSON, Boðahlein 15, Garðabæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 27. október. Útförin fer fram frá Garðakirkju á Garðaholti fimmtudaginn 5. nóvember kl. 13.00. Björg Bjarndís Sigurðardóttir, Soffía Margrét Jónsdóttir, Guðmundur Jón Jónsson, Hjördís Alexandersdóttir, Marín Jónsdóttir, Gunnar Jónsson, Steinar Skarphéðinn Jónsson, Sigrún Gissurardóttir, Rósa Ingibjörg Jónsdóttir, Oddgeir Björnsson, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VILHELM SIGURÐUR ANNASSON skipstjóri, Norðurbakka 23, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 6. nóvember kl. 13.00. Særún Axelsdóttir, G. Margrét Vilhelmsdóttir, Jörgen Fröik, Guðný Anna Vilhelmsdóttir, Trausti Magnússon, Sjöfn Vilhelmsdóttir, Jónas Hlíðar Vilhelmsson, Bylgja Hilmarsdóttir og barnabörn. ✝ Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN LOFTSDÓTTIR frá Vilborgarstöðum, Vestmannaeyjum, Blöndubakka 12, Reykjavík, sem lést föstudaginn 16. október, verður jarðsungin frá Breiðholtskirkju föstudaginn 6. nóvember kl. 13.00. Loftur Harðarson, Friðrik Harðarson, Guðrún Sveinsdóttir, Ágústa Harðardóttir, Jón Snorri Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát föður okkar, tengda- föður og afa, ÞORSTEINS R. HELGASONAR frá Borgarnesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Droplaugar- staða. Helgi S. Þorsteinsson, María Björk Wendel, Jakob Schweitz Þorsteinsson, Erla Ruth Harðardóttir, Þorsteinn Schweitz Þorsteinsson, Tove Larsdotter og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður, JÓHANN ÞÓRIR ALFONSSON, sem andaðist sunnudaginn 25. október, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 6. nóvember kl. 13.00. Þeir sem vilja minnast hans láti Parkinsonsamtökin á Íslandi njóta þess. Margrét Vigfúsdóttir Alfonsson. ✝ Elskulegur bróðir minn og mágur, PÉTUR ANDERSEN frá Hásteinsvegi 27, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja sunnu- daginn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 7. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Jóhanna Andersen, Óskar Þórarinsson. ✝ Okkar ástkæra LÁRA STEFÁNSDÓTTIR frá Hallgeirsstöðum, Lagarási 19, Egilsstöðum, andaðist föstudaginn 30. október. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju föstudaginn 6. nóvember kl. 14.00. Jarðsett verður í Sleðbrjótskirkjugarði. Stefanía Hrafnkelsdóttir, Elis Jökull Hrafnkelsson, Gerður Bjarnadóttir, Einar Orri Hrafnkelsson, Valgerður Valdimarsdóttir, Dvalinn Hrafnkelsson, Ásta Haralda Hrafnkelsdóttir, Guðjón Þórarinsson, Haraldur Hrafnkelsson, Guðrún Margrét Tryggvadóttir, Auðbjörg Halldís Hrafnkelsdóttir, Ásmundur Þórarinsson, Eiríkur Helgi Hrafnkelsson, Kristín Rögnvaldsdóttir, Þórarinn Valgeir Hrafnkelsson, Helga Jóhannsdóttir, Alda Hrafnkelsdóttir, Jónas Þór Jóhannsson, Benedikt Hrafnkelsson, Helga Jónsdóttir, Björgvin Ómar Hrafnkelsson, Ásta Þorláksdóttir, Hulda Hrafnkelsdóttir, Eiríkur Skjaldarson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Ástkær móðir mín, frænka og amma, GUÐRÍÐUR ÁSTA BJÖRNSDÓTTIR frá Haukatungu, áður til heimilis að Barðavogi 11, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 2. nóvember. Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 10. nóvember kl. 13.00. Ásgrímur Ágústsson, Valgarð S. Halldórsson, Unnur Halldórsdóttir, Valgerður Solveig Pálsdóttir og barnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN BOGASON frá Flatey á Breiðafirði, Sæbólsbraut 32, Kópavogi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum þriðjudaginn 20. október, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. nóvember kl. 15.00. Herdís Jónsdóttir, Halldór Snorri Gunnarsson, Sigurborg Inga Jónsdóttir, Einar Hafsteinsson, Bogi Jónsson, Narumon Sawangjaitham, Sigurbjörg Jónsdóttir, Jón Líndal, Berglind Jónsdóttir, Ari Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.