Morgunblaðið - 04.11.2009, Side 28

Morgunblaðið - 04.11.2009, Side 28
Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is FRAMHALDSSKÓLANEMUM er boðið upp á nám- skeiðið KrÚtt og KvikYndi í Listasafni Reykjavíkur nú um miðjan nóvember. Stjórnendur námskeiðsins eru myndlistamennirnir Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Davíð Örn Halldórsson. Á námskeiðinu verður unnið út frá sýningu jap- anska listamannsins Yoshitomo Nara, Innpökkuð herbergi, og sýningu Egils Sæbjörnssonar, Stað- arandi og frásögn. „Þetta verður sett upp eins og verkstæði, fyrir aldurshópinn 16 til 20 ára, og byggir meðal annars á sjálfsmyndapælingunum hans Yoshitoma Nara, hugmyndinni um það sem er á mörkum þess að vera það fallegt að það er ljótt,“ segir Lóa Hlín, spurð út í námskeiðið. „Þátttakendur mega nota hvaða miðil sem er en við munum m.a. vinna með rýmið, boli, bíl, bækur og annað sem við komum höndum yfir. Þetta er list byggð á poppkúltúr, því sem er í kringum mann. Annars för- um við ekkert að hefta fólk í sinni sköpun. Við ætlum samt að reyna að fá þetta unga fólk til að hugsa út fyrir ramm- an og skoða myndlist öðruvísi,“ segir Lóa Hlín. Það var listasafnið sem fékk Lóu Hlín og Davíð til liðs við sig en þau hafa áður unnið með unglingum og krökkum við listsköpun. Aðeins tuttugu nemendur komast að á nám- skeiðinu og er skráning hafin á netfanginu fra- edsludeild@reykjavik.is. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu listasafnsins, www.listasafn- reykjavikur.is. KrÚtt og kvikYndi fyrir skapandi ungmenni Kennarar Davíð Örn og Lóa Hlín . 28 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2009  Tónlistarkonan Lára Rúnars- dóttir fagnar nýútkominni breið- skífu sinni, Surprise, með tón- leikum á Batteríinu, Hafnarstræti 1-3, í kvöld. Húsið opnað kl. 21 og kostar bara þúsundkall inn. Gagnrýnandi Morgunblaðsins gaf plötunni 3,5 stjörnur og sagði plötuna þá bestu sem Lára hefði sent frá sér en Surprise er þriðja sólóplatan hennar. „Hér áður fyrr hlustaði ég mikið á Nick Cave, Tom Waits, Stinu Nor- denstam og álíka. Frekar drama- tískur pakki! Það hafði auðvitað áhrif á tónlistina. Svo fór ég að hlusta minna á þannig tónlist … kannski af því að ég sjálf varð minna dramatísk,“ sagði Lára m.a. í viðtali við blaðamann á dögunum vegna plötunnar. Spurð að því hvort nýfætt barn hennar hefði haft áhrif á plötuna svaraði Lára: „Þessi hreina lífsgleði sem fylgir nýfæddu barni leikur um plötuna, það er ekki vafi.“ Lára með útgáfu- tónleika í Batteríinu Fólk  Platan Vinalög, samstarfsverk- efni söngvaranna Friðriks Ómars og Jógvans Hansen, hefur heldur betur slegið í gegn, er mest selda plata Íslands aðra vikuna í röð og þar að auki mest selda platan í Fær- eyjum. Þá er færeysk útgáfa lags- ins „Þú komst við hjartað í mér“, „Tú Nart við Hjartað á Mær“ vin- sælasta lagið í Færeyjum í flutningi Jógvans en hann er Færeyingur. Þeir Friðrik Ómar og Jógvan halda tónleika í Salnum í Kópavogi föstu- daginn 13. nóvember kl. 20.30. Miðasala er hafin á tónleikana og vonandi að föstudagurinn 13. verði til gæfu fyrir félagana. Vinalög á toppnum á Íslandi og í Færeyjum  Fólk virðist ekki ætla að spara við sig jólatónleikana í ár þrátt fyr- ir þrengri fjárhag en áður. Miða- sala gengur mjög vel á Jólagesti Björgvins Halldórssonar og ekki er hún síðri á Frostrósir. Almenn miðasala hófst á Frost- rósir í gærmorgun og strax var sett miðasölumet. Á aðeins klukkutíma höfðu selst alls yfir 10.000 miðar um allt land, þar af uppselt á tvenna tónleika í Laugardalshöll og nánast uppselt á Akureyri. Einnig var orðið uppselt á klukkustund á þremur stöðum um landið, þ.e. Eskifirði, Egilsstöðum og í Varma- hlíð. Strax er farið að skoða auka- tónleika á Egilsstöðum, Eskifirði og í Reykjavík þann 13. desember. Jólahjóla hvað...? Íslendingar jólatón- leikaóðir enn og aftur Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Snædrottningin er heitið á vetrarlínuhattahönnuðarins íslensk-tyrkneskaÖzden Dóru. Sýning verður opnuð hérá landi í dag á línunni sem er sú fyrsta sem Dóra, eins og hún er kölluð á Íslandi, sendir frá sér. Dóra er búsett í London og lærði hattahönn- un þar, meðal annars hjá Rose Cory sem var hattameistari bresku drottningarmóðurinnar og Kirsten Scott sem er fyrrverandi hattahönn- uður Karl Lagerfeld, Chanel og Fendi. „Ég hafði alltaf mikinn áhuga á öllu sem tengdist sviðsbúningum og tísku, ég hafði líka lært myndlist og tónlist. Einn daginn ákvað ég að læra einhverja hönnun og valdi bara hattana. Það var eiginlega tilviljun en ég lenti þar á réttri hillu,“ segir Dóra spurð af hverju hún hafi farið út í hattahönnun. „Ég byrjaði á því að fara í tíma til Rose Cory og þaðan fór ég í fimm mánaða verknám. Ég ákvað þá að fullnuma mig í þessu og fór í hatta- hönnunardeildina í Kensington and Chelsea College. Kirsten Scott stofnaði hana en hún er mjög eftirsótt og stórt nafn í hattahönnun.“ Ekki er langt síðan Dóra útskrifaðist en síðan þá hefur hún verið að vinna fyrir aðra hönnuði og við að setja upp eigið merki. Uppruninn innblástur Dóra segir innblásturinn að línunni aðallega koma frá upprunalöndum sínum, Íslandi og Tyrklandi. „Ég nota sögur og mína menningar- heima, allt sem tengist Íslandi og Tyrklandi. Ég safna miklu af myndum t.d. af náttúru, hlutum og arkitektúr og teikna út frá þeim og prófa mig svo áfram út frá teikningunum,“ segir Dóra. Er línan innblásin af ævintýrinu um Snæ- drottninguna, eins og nafnið gefur til kynna? „Já, það byrjaði þannig. Mér fannst sagan skemmtileg þegar ég var krakki. Ég las hana hér á Íslandi þegar ég var lítil og fannst að Snæ- drottningin væri íslensk og því er línan innblásin héðan og gerð úr íslensku hráefni,“ segir Dóra. Í hattana og hárskrautið notar hún m.a lopa, fisk- roð, refaskinn og kanínuullarþófa. „Íslenska náttúran er eftirminnileg og hún er rómantísk og það hefur áhrif,“ segir Dóra sem flutti héðan þegar hún var tíu ára, fyrir 22 árum síðan. „Ég leita líka mikið í tyrknesku ræturnar sem eru mjög ólíkar þeim íslensku. Ísland er hrátt og rómantísk, náttúran falleg en um leið yfirþyrm- andi. En í Tyrklandi leita ég frekar til silkiefn- anna og fáguninnar. Það er gaman að reyna að blanda þessu saman. En Tyrkland verður mér kannski frekar innblástur í sumarlínur.“ Höfuðskraut sem skúlptúrar Snædrottningin samanstendur af höttum og hárskrauti. Dóra segist ekki gera mikið af hversdagslegum höttum, þetta séu frekar kok- teilhattar fyrir partíið eða brúðkaupið. „Draumurinn hjá mér er að hanna beint á við- skiptavininn. Að konur geti komið til mín og sagt mér hvernig kjól þær ætli að klæðast við hvaða tilefni og ég bý til hatt sem passar við klæðnaðinn. Það er mikið um það í London að konur láti gera séstaka hatta fyrir sig fyrir sér- stök tilefni, t.d. giftingar, partí og veðreiðar. Hattaheimurinn í London er í raun og veru frekar lítill og hefðin löng. Sumir eru bara að hanna fyrir einkakúnna, aðrir tískuheiminn og enn aðrir eru í hversdagshöttunum. Ég er að- eins að prófa mig áfram núna og sjá hvað hentar mér,“ segir Dóra sem gengur þó lítið með hatta sjálf. „Nei, mig vantar tækifæri til þess, fer ekki nóg í partí,“ segir Dóra og hlær. „Annars býr sá draumur líka í mér að nota hattahönnunina í listrænar innsetningar. Ég væri til í að sjá eitt- hvað af hönnun minni sem skúlptúra alveg eins og höfuðskraut og vinna bæði með tísku og list.“ Hönnun Dóru hefur verið samþykkt til sölu hjá Fenwick á Bond Street í London og hún á nú í samstarfi við Steinunni Sigurðardóttur fata- hönnuð. Það er einmitt í verslun Steinunnar í Bankastræti sem Dóra opnar sýningu í dag á línu sinni og verður sýningin uppi út nóvember. „Á sama tíma er ég að sýna í Amsterdam, í Hot Ice galleríinu en það er með íslenska hönn- unardaga. Síðan er ég bara að fara að hanna næstu línu, fyrir næsta ár,“ segir Dóra að lok- um. Morgunblaðið/Árni Sæberg Dóra Lærði hattahönnun í London og þá m.a. hjá Kirsten Scott sem er fyrrverandi hattahönnuður Karl Lagerfeld, Chanel og Fendi. Uppruninn innblástur  Hattahönnuðurinn Özden Dóra opnar sýningu á handgerðum höttum og hárskrauti í dag hjá Steinunni  Lærði hjá virtustu hattahönnuðum Bretlands Morgunblaðið/Árni Sæberg Hattadýrð Fjórir hatta Dóru sem verða meðal annarra á sýningunni sem opnuð verður í dag í verslun fatahönn- uðarins Steinunnar að Bankastræti 9. Sýningin mun standa út mánuðinn. Dóra segir að sér hafi fundist Snæ- drottningin vera íslensk og því sé línan með íslenskum innblæstri og gerð úr íslensku hráefni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.