Morgunblaðið - 04.11.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.11.2009, Blaðsíða 31
ar á brútal ljóðagerð. Tökum fyrstu setningarnar í titillaginu sem dæmi: Disease spreading death – Entire population dies – Dead before you’re born – Massive suicide. Best að fara ekki lengra út í þá sálma í borgaralegum fjölmiðli. Bjartsýni og almennur hressleiki hafa svo sem aldrei verið að sliga Slayer. Menn sprikla ekki beinlínis af hamingju.    Fyrir vikið hefur margur viljaðdraga sveitina í myrkustu dilka mannlífsins og borið henni allskonar óhróður á brýn, svo sem þrælslega hlýðni við kölska. Félag- arnir hafa ávallt vísað þeim ásök- unum til föðurhúsanna enda þótt guðsmenn séu þeir litlir. Einnig má nefna meint daður við nasisma. Vissulega fjallar eitt fræg- ast lag Slayer, Angel of Death, svo sem nafnið gefur til kynna, um dr. Josef Mengele og tilraunir hans í fangabúðum nasista, en þeir veg- endur hafa eigi að síður aldrei gengist við samúð með málstað nas- ismans. Viðurkenna aðeins að hafa áhuga á hugmyndafræðinni. Yfir- burðir hins aríska kynstofns rista heldur ekki dýpra en svo að Tom Araya er ættaður frá Chile og Dave Lombardo frá Kúbu. Adolf gamli hefði aldrei djammað með þeim. orri@mbl.is Ímars árið 1977 var kvikmyndaleikstjórinnRoman Polanski, þá 44 ára, handtekinnfyrir að hafa svívirt 13 ára stúlku, Sam-önthu Geimer, á heimili Jacks Nicholson í Hollywood. Hann var sakaður um að hafa gefið henni vín og róandi lyf og nauðgað henni. Lög- maður Geimer fór síðar fram á að ákærunni yrði breytt í samræði við ólögráða einstakling og að stúlkunni yrði haldið utan við málið til að reyna að verja hana fyrir ágangi fjölmiðla og álaginu sem fylgir réttarhöldum. Polanski gekkst við þessum sakar-giftum. Þessir málavextir eru útgangspunktur heim- ildamyndarinnar Roman Polanski: eftirlýstur og þráður sem frumsýnd var hérlendis um helgina. Myndin neitar því ekki að glæpsamlegt ósiðlegt athæfi hafi átt sér stað en Polanski verður í raun að fórnarlambi fremur en geranda í meðförum Zenovich. Hún færir sökina af einfeldningslega nautnaseggnum Polanski yfir á útséða dómarann Rittenband sem stýrði málfærslumönnum og öðr- um réttarstarfsmönnum eins og peðum í mik- ilmennskutafli sínu með athygli fjölmiðla og við sköpun stjörnuímyndar sinnar. Rittenband er gerður að erkifjanda og sá málflutningur verður stundum hjákátlegur. Það er til dæmis algjörlega óháð sekt Polanski að dómarinn hafi átt tvær frill- ur utan hjónabands. Vissulega var þetta dómsmál einn skrípaleikur og verðugt efni í heimilda-mynd en það þýðir ekki að Polanski hafi átt að sleppa með skrekkinn – hann flúði dómsúrskurð til Frakklands og hefur lifað og starfað þar síðan. Heimildamyndin er tæknilega framúrskarandi og frásögnin er skýr. Það er flott að sjá hvernig gömlu myndefni, bæði fréttaumfjöllun, gömlum viðtölum og efni og tónlist úr myndum leikstjór- ans er fléttað snurðulaust inn í frásögnina í bland við textaspjöld og ný viðtöl við breiðan hóp fólks sem tengdist málinu eða Polanski persónulega. Þó að ekki sé lögð blessun yfir glæpinn er slagsíða í umfjölluninni því að helst til mikil samúð er sýnd með Polanski en engu að síður er dregin upp einkar lífleg og áhugaverð nærmynd af honum. Myndin er spennandi og heldur athygli áhorf- andans enda tekur hún á eldfimu og umdeildu efni. En hún er strax orðin pínulítið úrelt þar sem hún var kláruð áður en Polanski var handtekinn í Sviss, í september síðastliðnum. Þangað var hann kominn til að taka við verðlaunum fyrir fram- úrskarandi ævistarf sitt í þágu kvikmynda en hann hefur alla tíð notið mikillar virðingar kvik- myndaakademíunnar sem virðist hafa horft framhjá sekt hans. KVIKMYND HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR Leikstjórn: Marina Zenovich. Handrit: Joe Bini, P.G. Morgan, Marina Zenovich. Heimildamynd. 99 mín. Bandríkin, 2008. Roman Polanski: eftirlýstur og þráður / Roman Polanski: Wanted and Desired bbbmn Regnboginn MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2009 Sýnd kl. 8 og 10:15 Sýnd með ísl. tali kl. 6 SÝND Í SMÁRABÍÓI HHH „Teikningarnar og tölvu- grafíkin ber vott um hugmyndaauðgi og er afar vönduð, sannkallað konfekt fyrir augað.” -S.V., MBL „9 er allt að því framandi verk í fábreytilegri kvikmyndaflórunni, mynd sem skilur við mann dálítið sleginn út af laginu og jákvæðan” -S.V., MBL Sýnd kl. 6, 8 og 10 4 PÖR FARA SAMAN Í FERÐALAG TIL HITABELTISEYJU SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SUMIR DAGAR... NÝ ÍSLENSK GAMANMYND SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI HHH „Tímamótamynd!” – Erpur Eyvindarson, DV HHH – Sæbjörn Valdimarsson, Mbl SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í REGNBOGANUM Bíómynd fyrir alla krakka HHHH „ALVEG ÓGEÐSLEGA FYNDIN“ – ÞÞ, DV HHHH „ZOMBIELAND ER KLIKKUГ T.V. KVIKMYNDIR.IS HHHH „ AÐDÁENDUR VERÐA EKKI SVIKNIR.“ V.J.V, Fréttablaðið HHH D.Ö.J., kvikmyndir.com HHH -S.V., MBL VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! HHHH ÓHT, Rás 2 HHHH – H.S., MBL HVAÐ GÆTI MÖGULEGA FARIÐ ÚRSKEIÐIS? Sýnd kl. 6, 8 og 10 SÍÐUSTU SÝNINGAR HHHHH „Þetta er alvöru tær snilld.” A.K., Útvarpi Sögu HHHHH „Æðisleg. Þetta er það besta síðan Sódóma Reykjavík“ A.G., Bylgjan 26.000 MANNS! BÚÐU ÞIG UNDIR MATRÖÐ SEM ÞÚ GLEYMIR SEINT SUMIR DAGAR... VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Smárabíó með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 This is It kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Jóhannes kl. 4 - 6 - 8 - 10 LEYFÐ This is It kl. 5:30 Lúxus 9 kl. 4 B.i.10 ára Zombieland kl. 6 - 8 - 10 B.i.16 ára Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.16 ára Friðþjófur forvitni (ísl. tal) kl. 3:40 LEYFÐ POLANSKI gekk fyrst í hjónaband 1959 með Barböru Lass en það var skammvinnt og endaði með skilnaði 1961. Polanski kynntist síðar stóru ástinni, leikkonunni Sharon Tate, við kvikmyndatökur. Þau gengu í það heil- aga 1968 og fjölmiðlar böðuðu þau sviðsljósi. Sharon var svo myrt á hrottalegan hátt af Manson-genginu árið síðar, þá ófrísk að barni þeirra Polanskis. Polanski var eyði- lagður og leitaði huggunar í faðmi fagurra fljóða sem voru sum hver helst til ung. Kvennabósinn táldró meðal annars hina kornungu Samönthu Geimer og var sóttur til saka fyrir það en hann átti einnig í sambandi við Natössju Kinski, þá 15 ára, en það virðist hafa komið minna við kaun almennings. Árið 1989 kvæntist Polanski svo núverandi eig- inkonu sinni, Emmanuelle Seigner, og eiga þau saman tvö börn. Ástarlíf Polanskis Eftirsóttur „Myndin neitar ekki að glæpsamlegt ósiðlegt athæfi hafi átt sér stað en Polanski verð- ur í raun að fórnarlambi fremur en geranda.“ Lofsamaður barnaníðingur!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.