Víkingur - 17.03.1933, Blaðsíða 2
2
Y ÍKINGUR
1 píðastl. mán-
uði reyndi ítal-
inn Zangara að
ráða Roosevelt
Bandaríkja-for-
seta af dögum
með skamm-
byssu. Roose-
velt slapp ó-
særður; en með
honum var Cer-
mark borgarstj.
í Chicago, er
særðist nijög
hættulega, og
er nú nýlátinn.
Myndirnar sýna
Cermark borg-
arstjóra og Zau-
gar handtekinn
eftir tilræðið.
Iiann var ný-
lega dæmdur í
80 ára fangelsi.
Pað er ótrúlegt,
að hann lifi [)að
að taka út alla
hegninguna!
ÓFRIÐARIiÆTTAN.
Nú jjegar stríðið milli Japana og Kín-
verja er að leiða til nýrrar heimsstyrj-
aldar, dettur manní í hug hið ógurlega
mannfall, sem varð í síðustu styrjöld.
iá mistu Englendingar og bandamenn
þeirra 3 miljónir 568 púsund, en Pjóð-
verjar Og bandamenn [reirra 3 miljónir
652 þúsund. Síðasta heimsstyrjöld hefir
þá kostað ófriðarþjóðirnar 7 miljónir og
220 þús. mannslífa, auk allra þeirra er
særðust og urðu örkumla menn alla æfi.
— Hvað skyldi |)urfa að fórna mörgum
mannslífum til þess að þjóðirnar leggi
niður vopnin fyrir fult og alt?
Margir halda að pau verði nokkuð mörg.
KVIKMYND AHÚ SIN.
Nýja Bíó sýnir um helgina hinn spreng-
hlægilega gamanleik Arnolds og Bachs,
Húrra krakki, er Leikfélagið sýndi vor-
ið 1931, við mjög mikla aðsókn. Efni
leiksins er flestum í minni, og því óparfi
að geta þess hér. Hin spaugil((gu atriði
leiksins dragast saman í einn hnút, sein
ekki raknar úr fyr en í lok myndarinn-
ar, og þá á mjög skemtilegan hátt.
Það ætti ekki að spilla vinsældum
myndarinnar, að hún er álitin bezta
þýzka gamanmyndin á þessu ári og leik-
in af þýzkum úrvals gamanleikurum, —
þeim Rolph Arthur Roberts, Max Adal-
bert, Georg Alexander, Fritz Schultz og
Lucie Englich.
Á sunnudaginn verður frumsýning í
Gamla Bíó á dönsku tal- og gaman-
myndinni »13 ár« Fer hér á eftir stutt-
ur útdráttur úr nokkrum hluta myndar-
innar:
Poul Löwe er ungur, fallegur og ríkur
heildsali, er verzlar með tilbúinn kven-
fatnað.
Konan hans, Mona, sem virðist elska
hunda meira en mann sinn, er í Berlín
á hundasýningu. Um það leyti heldur
blaðamannafélagið vorhátíð og grímu-
dansleik. Poul veit, að hin unga og lag-
lega skrifstofustúlka hans, Grethe Grön,
ætlar að fara þangaö, og fær sér að-
göriguraiða. Mona er í Berlín og kemur
ekki heim fyr en eftir nokkra daga, og
[iað ætti ekki að hafa neitt ilt í för með
sér, þótt hann skemti sér á saklausan
hátt með skrifstofustúlkunni sinni. —
Pau skemta sér ágætlega. Grethe er
klædd sem telpa innan við fermingu og
Poul er orðið heitt um hjartaræturnar.
Pau drekka heldur ört, og þegar dans-
leiknum lýkur hefir Grethe gleymt því,
að kunningi hennar geymir töskuna henn-
ar og í henni er húslykillinn.
Afleiðingin verður sú, að hún fer heim
með Poul, og sefur í gestaherberginu um
nóttina. En um morguninn, áður en Grethe
vaknar, kemur Mona heim, og Poul fær
nú að reyna erfiöustu stundir æfi sinn-
ar. Honum var óinögulegt að láta Grethe
Frh. á 15. síðu.