Vilji - 01.10.1927, Qupperneq 3

Vilji - 01.10.1927, Qupperneq 3
1. tölubl. Reykjavík, október 1927 1. árg. Fylgt úr hlaði. Æskan er undirbúningstími fullorðinsáranna. Að vísu hefir hún sitt gildi einnig út af fyrir sig, sem sjálf- stæður þáttur lifsins, en samhengi lífsins gerir það, að hún verður að mjög miklu leyti að skoðast sem undir- búningstími. Það er því að nokkru leyti unt, að ráða framtíðina af þrám og tilraunum æskumanna. Fyrir hugsandi menn er það þess vegna jafnan fróðlegt, aö veita slíku athygli. Það heyrist oft sagt nú á tímum, að unga fólkið hirði ekki um annað en skemtanir, og nokkuð mun vera hæft í því. Þykir mörgum að vonum, sem það spái engu góðu um framtíð ungmennanna. Má það vví þykja gleðiefni, er það verður augljóst, að ekki eru þeir allir með sama markinu brendir, og að þrár sumra leita hærra en svo, að „böll og bíó“ fullnægi þeim. Jeg lít þannig á þetta rit, sem nú byrjar tilveru sína, að það bendi á, að þeir, sem að því standa, finni hjá sjer þörf á að beina huga sínum að öðrum við- fangsefnum en þeim, sem efst eru á baugi hjá öllum þorra ungra manna, — að þá langi til að reyna væng- ina, áður en þeir hefja sig til flugs fyrir fult og alt út í bláa heiðríkju ókominna manndómsára. Og jeg vil óska þeim gæfu og gengis í þeh’ri tilraun. Heiminum er nú einu sinni svo háttað, að •frnm \riaa aVöp og þó að gott geti verið að líta við og við um öxl á far-

x

Vilji

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.