Vilji - 01.10.1927, Síða 6
4
VIL JI
sinn“. Spakmæli þetta miðar ekkert við aldur, en
athafnir. Hvort heldur maðurinn byrjar ungur eða
aldraður á verki sínu, mun honum í fyrstu stirt ganga,
en eftir því sem hann fær lengur að beita sjer við
störf sín, mun árangurinn verða betri. Þess vegna skyldi
enginn geyma það til fullorðinsáranna, sem gera má
í æsku.
Jóhann G. Sigurðsson segir:
,,Alt er dimt og eyðikyrrt
yfir hugans löndum
síðan ástin mín var myrt
í móður sinnar höndum“.
Jeg held, að skuggar æskumannsins, sem brennur
af eldmóði og fjöri, verði mjög svipaðir hinni dimmu
eyðikyrð mannsins, er hann hefir mist sína dýrmætu
eign, ástina. Og sem skáldið kveður svo mjög vel um.
— Jóhann Gunnar var einn þeirra æskumanna, er
brenna af áhuga og von um að geta rutt sjer leið til
meiri fullkomnunar en alment gerist. Jóhann Gunnar
-varð aðeins 22 ára að aldri, en hann hafði notað æsk-
una sem framast var unt fyrir mann, er stöðugt átti í
bardaga við illkynjuð veikindi. Fyrir það, að Jóhann
Gunnar beitti allri orku og snild æsku sinnar, hefir
hann nú hlotið nafnið, sem eitt af bestu æskuskáldum
Islendinga. Og í erindi því, er hjer fer á eftir, lýsir
hann af mjög mikilli snild huga æskumannsins, sem
mikið er í spunnið:
,,Hann horfði með eldfjöri’ á heiminn í kring
og hugsaði gott til að lifa;
hann vildi björgunum bifa
og ólmast í lífsins iðuhring.
Blóðið í æðunum eldheitt brann,
æskuvonirnar glöddu hann;
hann þóttist fá ljúfasta leiði
og sá aðeins sólina’ í heiði“.
Þessi stórkostlega fagra hugsun æskumannsins,
sem skín eins og sól gegnum erindi þetta, á sjer oft