Vilji - 01.10.1927, Blaðsíða 8

Vilji - 01.10.1927, Blaðsíða 8
6 VIL J I með starfi sínu, hve ákaflega áríðandi það er að hefta ekki frelsi æskunnar. Mætti þó nokkra fleiri telja. Það er mikið rjett að orði kveðið, hjá Jóni ólafs- syni, er hann segir: ,,Og guði sje lof, þeim gömlu máttur þverrar! Já, guði sje lof, þeir ungu’ eru tímans herrar!“ Jeg get svo að síðustu glatt þá menn, sem kalla má hlynta þrælkun og drepi æskunnar, með því, að frá minni hendi mun ,,Vilji“ ekki láta sitt eftir liggja, að þakka þeim eins og verðskulda ber. Grein sú, er hjer birtist, brýtur að öllum líkindum mjög í bága við skoðanir hinna rígbundnu vanaþræla. En jeg gat þess í upphafi þessarar greinar, að það mundi ,,Viljanum“ talsvert skylt, að ræða um skyld efni, sem grein þessi fjallar um. Og jeg, sem einn af ritstjórum ,,Viljans“, mun láta mjer í Ijettu rúmi liggja, hvort mönnum líkar vel eða miður. Hjá mjer hefir sannfæring sigur. Sigurður Halldórsson. Vitae, non scolae discimus. (Við lærum fyrir lífið, en ekki fyrir skólann). Það hefir löngum valdið mjer mikillar umhugs- unar, að hve miklu leyti, allur sá margvíslegi fróðleik- ur, sem skólarnir troða í nemendur sína, eða öllu heldur leitast við að troða í þá, komi að notum. Jeg hefi mikið um það hugsað, hvort það sje ekki rangt, að eyða svo miklu af hinum stutta tíma, sem nemendurnir hafa til þess áð búa sig undir lífsstörf sín, í að nema fræði, sem þeir ef til vill hafa lítinn áhuga fyrir. Jeg skal játa, að jeg hefi oft verið á báðum átt- um um það, hvaða skoðun jeg ætti að aðhyllast í þessu máli, en jeg hefi þó komist að endanlegri niðurstöðu,

x

Vilji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.