Vilji - 01.10.1927, Blaðsíða 10

Vilji - 01.10.1927, Blaðsíða 10
8 VIL JI miklu háleitara og þýðingarmeira en það, að við meg- um við, að eyða tíma í slíkt, eingöngu til þess að geta kjaftað nóg í ,,skrafsamsætum“ og á öðrum samkomu- stöðum andlausra rausara. Nú munu menn ef til víll spyrja, hvernig standi á því, að jeg, sem held fram slíkum skoðunum, skuli sitja í Mentaskólanum og eyða tíma mínum og kröft- um í að nema ýms þau fræði, sem jeg ekki álít, að muni koma mjer að nokkru gagni í lífinu. En það er eingöngu vegna þess, að burtfararpróf úr Mentaskól- anum er mjer nauðsynlegt til þess, að jeg geti byrjað að búa mig af alvöru undir það starf, sem jeg hefi valið mjer í lífinu. Ef jeg þyrfti ekki stúdentspróf til þess að komast á háskólann, myndi jeg vissulega ekki eyða tíma í að nema fræðigreinar sem: sögu, stærðfræði, guðfræði og fornaldarfræði. En þetta eru námsgrein- ir, sem jeg ekki álít, að mjer geti orðið að nokkru gagni eða ánægju í lífinu, meðfram vegna þess, að jeg hefi lítið álit á þessari svokölluðu „almennu mentun“ og einkum og sjer í lagi vegna þess, að jeg hefi eng- an áhuga fyrir þeim. (Annars get jeg tekið það fram, að jeg eyði heldur ekki meiri tíma í þau, en jeg framast má til). Viðvíkjandi þeim kenslugreinum, sem jeg læri í skólanum, sem jeg hefi áhuga fyrir, þá læri jeg — fyrir lífið. Bæði vegna þess, að þar eð jeg hefi áhuga fyrir þeim, þá verða þær mjer vafalaust til ánægju seinna meir í lífinu, og einkum vegna þess, að þekk- ing mín í þeim, undantekningarlaust, mun verða mjer nauðsynleg í því lífsstarfi, sem jeg hefi valið mjer. Hinsvegar get jeg tekið það fram, að þær kenslugreinir, sem jeg hjer á undan hefi talið upp, læri jeg, af þeg- ar nefndum ástæðum, „scholae sed non vitae“.* Mentaskólanemandi. * Fyrir skólann, en ekki fyrir lífið.

x

Vilji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.