Vilji - 01.10.1927, Blaðsíða 14

Vilji - 01.10.1927, Blaðsíða 14
12 VIL J I Skaporka. Ekkert er svo ilt, að einugi clugi. Bjartsýni og svartsýni eru tvær skoðanir á tilver- unni, sem myndast í huga einstaklingsins, eftir því hvort hann er þrunginn lífsþrótti og vilja á að lifa lífinu óháður öðrum eða lætur erfiðleika lífsins yfirbuga sig sökum heimskulegra hugsana á því, sem er, án þess að skeyta um, hvað það gæti orðið. Meðan bjartsýni maðurinn baðar sig í sólskinsblettum tilverunnar, kaf- ar sá svartsýni í skuggahliðum erfiðleikanna, en lætur sjer ekki í hug koma nein ráð til úrræða. Bjartsýni maðurinn berst, en sá svartsýni verst. Jeg hygg, að flestum mönnum sje í sjálfsvald sett, hvern verkahring þeir velji sjer og hvernig úr lífi þeirra rætist. ,,í guð- móði getum vjer flest“. Maður, sem er gagntekinn heilögum ásetningi, á að ná settu takmarki, þrunginn vilja, lífsþrótti og þreki, er fátt ókleift. „Aldrei að víkja!“ Þau orð hrutu af vörum frelsishetju þjóðar vorrar Jóni Sigurðssyni, orð, sem íslendingum ættu að vera hugföst í lífsbaráttunni. Mótlæti er viljastæling. Jeg vil taka mjer í munn orð Stowes, er hann segir: „Láttu aldrei hugfallast, á hverju sem gengur, þótt alt sýnist andstætt þjer — þar til þar að kemur, er þjer finst fokið í öll skjól. Því að frá þeirri stundu snýst hamingjan þjer í vil!“ Fowell Buxton segir: „Jeg sannfærist betur og betur um, eftir því sem jeg verð eldri, að munurinn á þrekmanninum og dugleysismann- inum, munurinn á mikilmenninu og miðlungsmannin- um, á rót sína að rekja til skaporkunnar, hinnar ósigr- andi einbeitni, sem berst úrslitabardaga til þess að ná marki sínu!“ Þetta eru orð reynslunnar, er æskumenn eiga að fylgja, orð, sem sanna að skaporkan skipar lífsstöðu. Pjetur Ólafsson.

x

Vilji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.