Vilji - 01.10.1927, Page 16

Vilji - 01.10.1927, Page 16
14 V I L J I og- jeg höfum nokkur vor farið í slík ferðalög. Við höf- um farið fótgangandi um ýmsar sveitir landsins og haft með okkur tjald og allar nauðsynjar. Höfum við eldað allan okkar mat sjálfir og getað gert það með ótrúlega litlum tilkostnaði. Verð jeg að segja, að aldrei hefi jeg verið hraustari andlega og líkamlega, færari í allan sjó og hæfari til að lifa lífinu sem einmitt eftir þessar ferðir. Það er einkennilegt til þess að hugsa, að í þessum bæ er fjöldi manna, sem árlega eyðir offjár í ,,kaffi- húsaslangur“, kvikmyndahúsin, dansleiki, tóbak, áfengi og aðrar nautnir, en sjaldan eða aldrei hafa komið út fyrir landsteinana. Þessir menn eru einkum búðarþjón- ar, skrifstofumenn og lögfræðingar. Það er áreiðanlega ekki ofmælt, að ef þessir menn spöruðu sjer þennan óþarfa, myndu þeir, fyrir fje það, sem þeir nú eyða í hann, geta brugðið sjer að minsta kosti annað-hvort ár til einhvers af nágrannalöndunum. Að mínu áliti er fátt skemtilegra en að ferðast meðal annarlegra þjóða. Það er heldur ekkert eins þroskandi og hæfara til þess,- að víkka andlegan sjón- deildarhring manna. Það er einkennileg staðreynd, að maður tekur miklu betur eftir ýmsum smáatriðum, þegar maður er á ferða- lagi, en ella. Það getur verið ýmislegt það í bæ þeim, sem maður er fæddur og uppalinn í, sem maður tekur aldrei eftir, en gangi maður í gegn um borg, sem mað- ur er ókunnugur í, tekur maður eftir öllum sköpuðum hlut. Jeg held að menn geri sjer yfirleitt ekki grein fyr- ir því. hvað ferðalög eru ákaflega þroskandi. Það er ekkert eins gott til þess að vekja latan heila og gefa mönnum víðsýnni hugmyndir um menn og málefni. — Það getur að vísu líka verið ákaflega mentandi að lesa ferðabækur, en það nálgast þó bersýnilega ekki neitt það, að ferðast sjálfur, því að við lesturinn er maður þó altaf undir áhrifum höfundarins. Ahnars gera menn, þá er þeir ferðast í framandi löndum, meira að því að skoða löndin sjálf og það, sem þar er að sjá, en að skoða íbúana sjálfa. En þetta er, að mínu áliti, röng aðferð. Vilji maður hafa sem mest gagn

x

Vilji

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.