Vilji - 01.12.1927, Blaðsíða 4

Vilji - 01.12.1927, Blaðsíða 4
34 VILJI eigin æsku hefir það komið fyrir eigi síður en nú, að skáldin hafa látið ástaljóð frá sjer fara. I fornöld lands vors þótti það ósvinna mikil, ef skáldunum varð það á að kveða mansöngva til kvenna, og hlutust oft út af slíku vígaferli og róstur, eins og sjá má á íslendingasögunum. Á miðöldum landsins tóku skáldin að kveða rímur, en þau hafa sjeð að rímurnar, sem voru fullar af kenn- ingum og fáránlegum lýsingum á fortíðinni voru þurrar eins og smjörlaust rúgbrauð, og því hafa þau líklega tekið upp það ráð, að skjóta þar inn á milli mansöngv- um, sem töluðu frekar til hjartnanna en rímurnar gjörðu. Þetta líkaði þjóðinni auðvitað vel, þótt ekki væru allir mansöngvarnir lystugir. Vildi jeg sýna hjer eitt dæmi, sem raunar er valið af verri endanum: Fjölnis rjóma jeg renna læt um Rögnis sýl í Boðnar strokk. Bullan Friggjar byrli mæt Berðlings smjör fyrir Suttungs kokk. Vísa þessi er eftir sjera Snorra á Húsafelli, sem margir munu kannast við, því að fleira var honum til lista lagt en skáldskapurinn. Nú mun jeg nefna einstaka menn, sem kunnastir eru fyrir ástaljóð sín. Loftur ríki Guttormsson hefir látið eftir sig tvo háttalykla, sem eingöngu fjalla um ástir, en gróf myndu mörg Ijóðin þykja ef eitthvert skáldið, sem nú er uppi, hefði látið slíkt frá sjer fara. Kunn eru ástaljóð sjera Stefáns Ólafssonar í Valla- nesi. Eru mörg þeirra sungin enn í dag og þykja góð, t. d. Björt mey og hrein, og Eg veit eina baugalínu. Ágætasta rímnaskáld okkar, Sigurður Breiðfjörð, getur um Rósu í flestum mansöngvum sínum og flest skáld endurreisnartímabilsins yrkja allmikið um ástir; yrði það löng upptalning, ef allir skyldu taldir. Eins og jeg hefi sýnt fram á, hafa ástaþóð ávalt tíðkast með þjóð vorri. Það mun einnig verða svo, að ungir menn fella hug til kvenna og þeir, sem ]>að g *ta, róma þær í kveðskap sínum, en hætt er við, að ekki 'verði

x

Vilji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.