Vilji - 01.12.1927, Blaðsíða 10
40
Y IL J I
Fram sæktu, ísland hið unga,
æskunnar tápmikla sveit.
Kastaðu deyfðanna drunga.
Drengileg strengdu nú heit.
Frelsið er stoð vor og styrkur,
og styðjandi þjóðf jelagshlíf.
Burtu með miðalda myrkur!
Meira um gleði og líf!
GuSlaugur Jóh. Lárusson.
Skökku hælarnir.
Kjartan var kaupmanns sonur. Faðir hans hafði
rekið verslun í sveit, og var talinn með ríkari mönnum.
Kjartan var því alinn upp í eftirlæti, og þar eð hann var
vel gefinn var hann settur til menta ungur að aldri, en
er hann var í fjórða bekk Mentaskólans, varð faðir hans
öreigi. Kjartan varð því að sjá um sig sjálfur og voru
það eigi lítil vonbrigði fyrir hann, sem hafði haft alls-
nægtir, að verða nú að fara alls á mis.
Kjartan var stærilátur og vildi ógjarnan láta í ljós
fátækt sína. Hann tók að kenna og vinna alla ]>á auka-
vinnu, sem hann gat og með því tókst honum að vinna
fyrir húsnæði og fæði. Raunar hefði margur ekki sætt
sig við slíkt, því að fæðið var innifalið í miðdegisverði,
er hann keypti úti í bæ og húsnæðið var lítið súðarher-
bergi, en hann fjekk hjá kaupmanni einum gegn kenslu.
Þrátt fyrir alla þessa erfiðleika var Kjartan ávalt kátur
við fjelaga sína og ljet ekki á neinu bera.
Það var liðið að jólum. Fríið var byrjað og skóla-
piltar gengu ljettir í spori heim á leið. Kjartan var í
óvenju daufu skapi, er hann gekk upp stigann heima