Vilji - 01.12.1927, Blaðsíða 26

Vilji - 01.12.1927, Blaðsíða 26
56 V I L .) I leikurinn verkar á þá líkt og þegar móðursjúkri konu er sagt, að ekkert gangi að henni. Þeir eru ekki nógu sterkbygðir til að heyra hann eða segja. Þetta kalla menn „mannlegan veikleika". Lygin er ekki eins kjarn- góð. Hún er yfirleitt feikilega ljett í eðli sínu. Þess- vegna hefir hún oftast flotið ofan á. Lygin hefir altaf nógar afsakanir á reiðum höndum. Hún kemur til manns með blíðubros á vörum, rökstyður sinn málstað eins og fínasti rökfræðingur og sýnir manni fram á, að sann- leikurinn hafi illar afleiðingar i för með sjer. „Komið til mín“, segir hún, „því jeg er vegurinn, lygin og lífið“. Það er hinn breiði vegur, sem flestir fara, af því að hann er greiðfær og án alls farartálma. Þann veg göng- um við allir að meira eða minna leyti. Við fáum ekki staðist blíðuatlot lyginnar, því að þau eru ekki dýr- keypt, mælt á jarðneskum mælikvarða. En sannleik- urinn er ekki með blíðu. Hann krefst skilyrðislausrar fórnar og hlýðni. Okkur getur virst hann ljótur. Lygin hefir gert okkur svo fagurfræðilega, að sannleikurinn særir fegurðartilfinninguna. Takmark lyginnar felst ekki í henni sjálfri, heldur í einhverju öðru, sem snertir mann sjálfan, hagsmunum, augnabliksþægindum o. s. frv. Takmark sannlei’kans er altaf hann sjálfur og ekk- ert annað. Lygin er mannleg, sannleik.urinn guðlegur. Það er munurinn á sannleik og lygi. Málsháttur einn segir: oft má satt kyrt liggja. Þetta er síðasta skálka- skjól manna. Þeir viðurkenna sannleikann að vísu, telja hann góðan, ef hann heldur sjer saman, en annars ekki. Hann má ekki trufla svefnró þeirra. Helst vildu þeir sjá hann múlbundinn. Þá hafa þeir ekkert að óttast. Þá geta þeir sofnað hægum blundi við hjal lygarinnar. Þeim líkar sá kliður betur, en básúnuraust sannleikans. Og þeir munu víst margir spyrja: Af hverju hafði guð sannleikann svona andskoti háværan? S. K. Ritstjóri: Sigurður Halldórsson (sími 512). Ábyrgðarmaður: Magnús Ásgeirsson. ísafoldurprentsmiðja h.f.

x

Vilji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.