Vilji - 01.12.1927, Blaðsíða 8

Vilji - 01.12.1927, Blaðsíða 8
38 YIL J I nota þetta tækifæri. Skrifið um það, sem ykkur liggur á hjarta og verið ósmeykir þó skoðanir ykkar falli ekki saman við álit hinnar eldri og „reyndari“. Látið þá hnipra sig inn í sína „reynslu“-skel, hrista þar höfuðin og krossa sig, það gerir ekkert til, minnist, að „fylgi hún ])jer einhuga hin aldraða sveit, þá ertu á vegi til grafar“. Verkefni eru nóg fyrir hendi og „Viljinn“ er til. Ef þið aðeins hafið „Viljann“ í hinni almennu merkingu, ]>á er vel, þá er ísinn brotinn, þá geta menn orðið varir við, að til er æska í landinu, æska, sem á áhugamál og hugsjónir og hefir dug og þor til þess, að láta „lúður gjalla“. X- Æskan. Æskunnar vorblær fer víða, og vekur menn deyfðinni frá. Hún elskar hið bjarta og blíða, og berst fyrir seiðandi þrá. Lífsfjörið leiftrar und hvörmum. Hún leitar að óþektri strönd; hún svífur á örlagaörmum, um ónumin, töfrandi lönd. Hún þýtur um sterkknúða strauma, sem stjórnað af forlögum er. Og fegurstu framtíðardrauma hún felur í skauti hjá sjer. Hún leitar hins göfga og góða, og geymir hin fegurstu orði Og ótalmargt á hún að bjóða, sem ei fæst við konungsins borð.

x

Vilji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.