Saga - 1980, Page 14
12
GUNNAR KARLSSON
Svínfellingar
Enginn kvartaði undan því, svo að sögur greini, að
Svínafellsbræður væru snauðir, og enginn hefur haldið því
fram. En saga þeirra er óvenjulega óspör á að tilgreina
upphæðir, og því má draga af henni traustari ályktanir um
efnahag höfðingja á 13. öld en gert hefur verið til þessa.
Helgi Þorláksson bendir á þessar heimildir allar í grein
sinni,14 ég ætla aðeins að freista þess að komast að ná-
kvæmari niðurstöðum.
Þegar arfi Orms Svínfellings var skipt milli sona hans
árið 1241 tók Sæmundur „staðfestu ok goðorð eftir föður
sinn, en Guðmundi var ætlat annat fé.“ Seinna kemur fram
að erfðahlutur Guðmundar, auk kirkjufjár, var 120 hundr-
uð.15 Ætla má að hlutur Sæmundar hafi átt að vera jafn-
mikill að meðtöldum goðorðum. Það gæti látið nærri að
vera ábýlisjörð Orms, Skál á Síðu, með áhöfn. Þá hefur
Sæmundur að líkindum varðveitt arfshlut Orms bróður'
síns, sem var barnungur, og eitthvert fé hefur hann feng-
ið með konu sinni, Ingunni Sturludóttur Sighvatssonar,
sem hann gekk að eiga árið 1249.10 Helgi nefnir dæmi um
fjárupptökur Sæmundar og telur honum til tekna, en óvíst
er að þær hafi gert betur en að halda eigninni við. Það
kemur fram annars staðar að fé eyddist af Sæmundi á
fyrstu búskaparárum hans.17 Þá er að telja kirkjuféð. Þeir
bræður virðast hafa ráðið fyrir tveim stöðum, eins og Helgi
bendir á, Svínafelli og Rauðalæk í öræfum. Rauðalækjar-
kirkja átti fjórar jarðir að meðtöldu heimalandi og um 40
kúgildi í búfé, auk þess sem þangað var ostgjald af öllum
bæjum í Litlahéraði.18 Máldagi er ekki til frá Svínafelli,
14 Helgi Þorláksson: Stórbændur, 249.
15 Sturl. II (Rv. 1946), 89, 91 (Svínf. s. 3., 5. kap.).
18 Sturl. II, 90 (Svínf. s. 5. kap.).
17 Árna saga biskups. Þorleifur Hauksson bjó til prentunar. (Rv.
1972), 3 (Stofnun Árna Magnússonar á Islandi. Rit 2).
18 Isl. fornbréfasafn I, 244—49; II (Kh. 1893), 775—77.