Saga - 1980, Page 17
VÖLD OG AUÐTJR Á 13. ÖLD
15
148). Hart var syðra 1252 (Stu II, 97, 290). Böðvari
veittist héraðsstjórn örðug um þetta leyti enda tekinn
að reskjast (Stu II, 148, 149, 221, sbr. 126). Fluttist
hann með bú sitt frá Stað að Hallbjamareyri en Þor-
gils tók við staðnum, kirkjufé og héraðsstjórn árið
1253. Árið 1280 eða því sem næst (Stu II, 226; Árn
96, 102) var kirkjufé m.a. heimaland allt, 13 jarðir að
öllu leyti, tvær jarðir hálfar, 20 kýr, 120 ær, 120
sauðir og andvirði um 18 kúgilda að auki (DI II,
114). Um búskap Þorgils á Stað 1253 segir saga hans:
„Að Stað voru fjórir tigir kúa og hundrað ásauðar.
Hafði Þorgils rausnarráð fyrir sakir fjölmennis og
híbýla“ (Stu II, 149). Gera má ráð fyrir alifuglum,
svínum, komyrkju og sjávarafla (sbr. Stu I, 408).
Þær 20 kýr og annað sem Þorgils hafði umfram
kirlcjufé fékk hann lánað hjá bændum sem gengu
„undir þetta vel og hugðu gott til að Þorgils kæmi til
Staðar". Bændur hafa ekki óttast að fá ekki aftur
lánsfé sitt með vöxtum því að tekjur Þorgils hafa
verið miklar, bútekjur, kirkjutekjur (tollar og tíund-
U‘), landskuldir og leigur og hugsanlegar tekjur af
héraðsstjórn. Auk þess átti Þorgils arfsvon eftir föður
sinn.
Eins og áður hefur komið fram er ekki að efa að afi
Þ°igils hefur verið vel stæður, en Þorgils saga gefur allt
aðia hugmynd um Þorgils sjálfan á þessum árum. Þegar
ann kallaði til héraðsvalda í Borgarfirði arið 1252 ætlaði
Ík-8 g6raSt heimamaður í Eeykholti án þess að taka
V|, . hi; Því var ekki gefinn kostur. Staðarhaldarar hafa
e í viljað eiga á hættu að Þorgils settist þar upp með
y gdai mannalið og væri óábyrgur fyrir að búið stæði undir
því. Þess vegna varð það úr, eftir mikið stapp og eftir-
gangsmuni, að Þorgils tók við búinu um veturinn og átti
að skila því óskertu um vorið eftir. Hvergi í frásögninni
af þessu málastappi er gefið í skyn að Þorgils geti lagt