Saga - 1980, Page 21
19
VÖLD OG AUÐUR Á 13. ÖLD
meyjar.34 Raunverulega var líka hæpið að treysta á að
Þorgils hefði nytjar af kirkjustað, sem hann hafði ekki
einu sinni tekið að erfð, vestur á Snæfellsnesi, ef hann
settist að norður í Skagafirði. Að vísu rak hann búið þar
næstu tvö ár,35 en það hafa Skagfirðingar elcki getað séð
fyrir. Arfsvon Þorgils hefur líka verið þeim til lítillar hug-
hreystingar; það sem brann á þeim var að koma fótunum'
undir Þorgils á einu eða tveimur árum.
Auðvitað er það rétt sem Helgi heldur fram að Þorgils
skarði og aðrir héraðshöfðingjar höfðu ýmsa möguleika til
tekjuöflunar.36 En þeir möguleikar voru einkum fólgnir í
sköttum, nauðungarálögum, fjárupptektum. Til þess að
geta nýtt þá þurftu höfðingjar að halda stór fylgdarmanna-
lið sem gátu beitt valdi. Segja má að fylgdarmenn hafi ver-
ið hluti af búfé höfðingja, beitiland þeirra var bænda-
stéttin. En það var einmitt þess konar búskapur sem skag-
firskir bændur voru tregir að kalla yfir sig. Og þeir hafa
eðlilega þóst vita að hann yrði stundaður af þeim mun
meiri hörku sem höfðinginn hafði minna annað að lifa á.
Sú vissa hefur komið inn í reikningsdæmi þeirra, ásamt;
hugmyndum um gagnsleysi höfðingj adæmisins og ófriðar-
hættunni, þegar þeir gerðu upp við sig hvort það væri
ómaksins vert að taka við Þorgilsi til höfðingja.
Eftir að Þorgils skarði hafði fengið héraðsvöld á vest-
anverðu Norðurlandi virðist hagur hans hafa batnað fljót-
lega. Strax vorið eftir, 1256, fluttist hann að Ási í Hegra-
nesi, og næsta ár að Miklabæ, „því at honum þótti þat land
styrkara undir bú at heyföngum, en þó bær mikill. Var þar
eflt rausnarbú bæði at mannfjölða ok tilföngum.“ Um sama
leyti kom hann upp búi á Auðbrekku í Hörgárdal.37 Skag-
firðingar höfðu tekið á sig að halda formann með kostnaði
og- þeir stóðu við það.
34 Isl. fornbréfasafn II, 114.
33 Sturl. II, 207, 209, 221 (Þorgils s. skarða 63., 66., 77. kap.).
36 Helgi Þorláksson: Stórbændur, 229, 235—36.
3| Sturl. II, 206, 209 (Þorgils s. skarða 62., 67. kap.).