Saga - 1980, Page 23
VÖLD OG AUÐUR Á 13. ÖLD
21
en sög’uhöfundur leggur sýnilega kapp á að draga fram
með sem flestu móti að Þorvarður hafi verið svikahrappur.
Það byggir undir síðustu og mestu svik hans í sögunni,
þegar hann lét drepa söguhetjuna, Þorgils skarða.
Loks telur Helgi það á eignaframtali Þorvarðs Þórar-
inssonar að hann greiddi „vel og sköruliga" vígsbætur
eftir Þorgils skarða árið 1262, 220 hundruð, auk þess sem
hann átti að greiða 120 hundruð fyrir fylgdaimenn hans.43
Eg hef fyrinmra um að upphæðin sé rétt tilgreind. Frá-
sögnin af gerðinni er ólj ós og mér virðist óvíst að Þorvarð-
ur hafi átt að greiða nema 150 + 120 hundruð. Hér verður
þó ekki komist framhjá því að hann hefur látið stórfé af
hendi.
Áður en við reynum að giska á hvernig hann aflaði þessa
fjár er rétt að leiða fram vitnisburð sem virðist sýna að
hann hefði ekki getað greitt svona háar vígsbætur af eigin
fé árið 1255, að minnsta kosti ekki án þess að rýja sig alveg
inn að skyrtunni. Oddur bróðir Þorvarðs var í banni Hóla-
biskups þegar hann féll og fékk ekki leg í kirkjugarði. Á
dögum Árna biskups Þorlákssonar var hann leystur úr
banni, og þá var lagt á vandamenn hans, samkvæmt úr-
skurði páfa, að gjalda Hólabiskupi 70 hundruð, því „so
miked hafde Oddur att þa er hann fiell j sekter .. .“44 Þeir
Þórarinssynir voru albræður, líklega næstum jafnaldra, og
höfðu samtímis gengið að eiga tvær sonardætur Sæmundar
Jónssonar í Odda.45 Allt bendir því til að þeir hafi verið
næstum því jafnauðugir, að eignaframtal Odds sé nothæf
heimild um eignir Þorvarðs.
Að vísu er hér við nokkum túlkunarvanda að fást.
Kirkjustaðurinn Valþjófsstaður, þar sem Oddur bjó, er
sjálfsagt ekki talinn með í þessum 70 hundruðum, hann var
43 Helgi Þorláksson: Stórbændur, 229. „220 hundruðum hundraða“
er auðvitað pennaglöp. — Sturl. II, 225 (Þorgils s. skarða 80.
kap.).
44 Árna saga biskups, 59, 65 (48., 51. kap.).
4° Sturl. I, 474 (ísl. s. 1,60. kap.).