Saga - 1980, Page 29
VÖLD OG AUÐUR Á 13. ÖLD
27
Annars vegar var hin rótgróna, gamla stétt for-
ystumanna úr röðum stórbænda, héraðsríkur flokkur
manna, eins konar „lágaðall" milli bænda og goða og
studdust við „erfðir og óðul“. ...
Hins vegar var hin nýja stétt manna af bænda-
ættum, metnaðargjamir og baráttuglaðir menn nýs
tíma sem upp úr 1250 komu víst flestir tómhentir í sér
ókunnug héruð, einkum á Norðurlandi, til að stjóma
í nafni Þórðar kakala og konungs.
SK;V..
Þessi flokkun er reist á a.m.k. tveim einkennum. Annað
megineinkennið er uppruni; hinir rótgrónu sátu á föður-
leifðum sínum en hinir nýju komu í skjóli höfðingja í ó-
kunnug héruð. Hitt er framkoma í hernaðarátökum; hinir
rótgrónu voru sjálfstæðir gagnvart stórhöfðingjum og
reyndu að halda sér utan við ófrið milli þeirra, en nýju
mennirnir voru baráttuglaðir fylgismenn ákveðins höfð-
mgja. Gallinn er auðvitað sá að þessi megineinkenni virð-
ast ekki alltaf fara saman hjá einstökum mönnum, og
stundum er eins og menn hlaupi á milli flokkanna. Broddi
Þorleifsson á Hofi virðist gott dæmi um rótgróinn bænda-
höfðingja á síðari hluta ævinnar. En enginn veit hvaðan
hann var. Hann var mægður Ásbirningum og kemur fram
sem baráttuglaður fylgdarmaður þeirra meðan þeirra naut
við, eins þótt herjað væri utan héraðs.57 Það er eins og
hann hafi lært af langri reynslu það sem haft er eftir hon-
um árið 1255, að best væri að þjóna engum höfðingja.58
Vigfús Gunnsteinsson var hins vegar einn hinna „nýju
manna“ samkvæmt flokkun Helga, efldur til valda af Þórði
kakala.50 En Vigfús var framan af ævi umsvifamikill stór-
bóndi á föðurleifð sinni, Garpsdal í Gilsfirði. Þaðan reið
57 Sturl. II, 27, 29, 33, 45, 69, 71, 77—78 (Þórðar s. 13., 15., 23., 37.,
39., 42. kap.).
58 Sturl. II, 193 (Þorgils s. skarða 54. kap.).
59 Helgi Þorláksson: Stórbændur, 241.