Saga - 1980, Page 56
54
BERGSTEINN JÓNSSON
laun. Hinn 19. byrjaði hann „að plægja, þess í milli að
brenna og hreinsa land og taka upp baunir. Helga kom
alfarin heim þ. 26. og Jón litli gekk seinast í skólann þ.
28., hefur gengið 5 vikur.“
Þetta haust keypti Jón tvo dráttaruxa í félagi við Guð-
mund Stefánsson, mág sinn. Andvirði uppskerunnar nam
$74,30, en að frádregnu útsæði $66,65. Fyrir hvert bussel
af rúg fengust 75 cent, af hveiti 90, jarðeplum 50 og sama
fyrir rófur.
1 góðri tíð í nóvember dró Jón saman við í kesti á landi
sínu. Hafði hann fjóra menn sér til hjálpar, auk tveggja
uxa. Þá keypti hann landspildu í félagi við Stefán skáld
síðar tengdason sinn. Fékk þá $5 að láni hjá Jóni Þorláks-
syni frá Stórutj örnum.
Hinn 15. desember kom maður, sem kvaðst eiga hluta af
landi Jóns. Var þá Stefán fenginn til að ganga úr skugga
um þetta í Shawano. Kostaði það 2.75 dali.
Þetta ár voru næturgestir alls 24. Þá vann Jón rúman
mánuð hjá öðrum, auk vegavinnu.
Ár 1878, 44. aldursár Jóns, 20. hjúskaparár, 16. búskap-
arár, 5. Ameríkuár og hið 4. í Shawano County.
Að vanda var stundað viðarhögg, rúgur malaður, farnar
7 mílur eftir heyi, sem keypt var, greiddur skattur með
lánsfé ($5), og í febrúar komu bækur Bókmenntafélagsins.
Enn er unnið í skógi, saft töppuð af trjám, Stefáni hjálp-
að við húsbyggingu, land hreinsað og síðan girt, alls 160
faðmar.
I maí er farið að setja niður kartöflur og sá höfrum,
baunum og maís. Einnig vinnst tími til að vinna hjá öðr-
um. Hinn 28. borgar Jón „Rúberg uxana 53 dali í pening-
um, áður borgað 12 dali í mjöli.“
Hinn 17. júní „var ég við kappræður sr. Páls og Olsens
aðventista.“ Var það þá Islendingum nýtt að heyra menn
stæla um trúmál, en eins og kunnugt er var slíkt orðið eins
konar sérgrein Vesturíslendinga fyrr en varði.
Hinn 4. júlí héldu Islendingar samkomu í skógi „og