Saga - 1980, Page 58
56 BERGSTEINN JÓNSSON
sem var $7,20. Sama dag fékk ég Bókmenntafél. bækur
mínar.“ ;
1 marz fékk Jón 25 furuviðarlag'gir af landi sínu. Þá
vann hann dag á prestssetrinu og annan hjá Rúberg ,,og
hef svo unnið af mér það sem ég var honum skyldugur. —
23. bar kvígan og komst í 9 potta nyt á dag.“
I apríl var oftast kalt og þurrt. Þá var verið að girða,
hreinsa land, sá og tappa safa af trjám. Þá keypti Jón
síld15 fyrir 5 bussel af kartöflum.
I maí fór Jón yngri til Ocanto eftir andvirði þess viðar,
sem seldur hafði verið um veturinn. Var þá vagninn greidd-
ur upp, og skömmu síðar fór öll fjölskylda til altaris —„20.
fóru ísL héöan 11 manns til Dalcota.“1(i
Fyrri hluta júnímánaðar komu þrjár frostnætur. Þá var
Jón við vinnu hingað og þangað, og Sigurbjörg var nótt að
heiman í Kexina, þar sem hún leitaði sér lækninga. Alls
sáði Jón þetta ár í 121/2 ekru, og kostaði útsæðið 15,05 dali.
1 júlí spurði Jón lát móður sinnar. Sendi hann þá þegar
bréf og umboð sitt til Jóns á Eyjardalsá.
1 ágúst gerði kuldakast og eina frostnótt. Það endurtók
sig um miðjan september. Hinn 25. þess mánaðar eignaðist
Helga barn.
Uppskeran þetta sumar varð 132,30 dala virði, en 117,25
að frádregnum kostnaði. Hey sitt mat Jón á 159,25 dali.
1 nóvember, hinn 23., ,,gekk ég til Hallgr. Gíslasonar17
og skiptum með okkur arfi, er okkur þremur systkinum var
sendur að heiman eftir föður minn sál. 1 minn hlut $13,60,
áður meðtekið af mér $5,20“
16 Ekki hefur fólk verið vant síld heiman af íslandi, en kann að
hafa lært að meta hana hjá Norðmönnum vestra.
16 Einkennt hér, — B.J. Er þetta ljóst dæmi þess, hversu laust er við
að Jón miði þessi skrif við ókunnuga, því að hann hefur aldrei
áður vikið að því, að búferlaflutningar þessir stæðu til.
17 Hallgrímur var eins og fyrr segir mágur Jóns, átti Herdísi Jóns-
dóttur frá Mjóadal.