Saga - 1980, Síða 96
90
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
V
Ræðismaður Breta í Reykjavík, W. G. Spence Paterson,
skrifar Salisbury lávarði 1. febrúar 1897 og gerir honum
grein fyrir togveiðum Breta á Faxaflóa og skoðun Islend-
inga á þeim. Bréfið hljóðar svo í íslenskri þýðingu:
„1 framhaldi af skýrslum þeim sem ég sendi s.l. ár um tog-
veiðar breskra togara undan íslandsströndum, einkum og sér
í lagi á Faxaflóa, hef ég þann heiður að skýra yður frá því, að
s.i. mánuð hef ég tekið á móti f.iórum skjölum undirrituðum
af yfir tvö hundruð helstu og áltrifamestu sjómönnum á svæð-
unum Álftanesi, Vatnsleysuströnd, Njarðvík og Rosmhvala-
nesi, sem eru helstu fiskiver við Faxaflóa. Eftir að hafa lýst
þeim eyðiicggingaráhrifum sem togveiðar hafa haft í för með
sér á fiskveiðar þeirra halda höfundar bænaskránna áfram,
og segja að fyrir rúmu ári hafi þeir beðið dönsku stjórnina að
taka skref í þá átt að koma í veg fyrir eða takmarka tog-
veiðar á Faxaflóa, með því að reyna að ná samkomulagi við
bresku ríkisstjórnina. Þar sem þeir hafa ekki orðið varir við
að nokkuð miðaði í þessa átt, hafa þeir beðið mig um að koma
áleiðis innihaldi kvartana sinna við ríkisstjórn hennar há-
tignar, þrátt fyrir að þeir hafi áhyggjur af því, að þessi
gangur mála sé freniur óvenjulegur.
Aðalinntak umkvöi-tunar þeirra er, að fiskimiðin á Faxa-
flóa, sem hafa verið helsta fæðu- og atvinnuuppspretta íbúa
þessa stóra svæðis svo lengi sem menn muna, en stór hluti
þeirra liggur utan þriggja mílna markanna, eru svo takmörkuð
að stærð, að þegar fjöldi togara siglir fram og aftur á þeim,
eins og þeir verða að gera við veiðarnar, er algjörlega
ómögulegt fyrir innfædda að veiða, þar sem línur þeirra og
net eru óhjákvæmilega dregin upp og skemmd af togurunum.
Þeir fara fram á, að breska og danska stjórnin komi sér
saman um að loka þeim hluta Faxaflóa, þar sem bátamiðin
eru, fyrir togurum beggja þjóða. Svipuð hugmynd um tak-
mörkun veiða erlendra skipa á Faxaflóa var sett fram b£
dönsku stjórninni 1868, en ríkisstjóm hennar hátignar hafnaði
henni á þeirri forsendu, að ég hygg, að svo til engin bresk
skip væru að veiðum á Faxaflóa. Aðstæður hafa þó breyst
verulega nú. Það eru margir breskir togarar að veiðum á flóan-
um árlega og fer þeim fjölgandi, og það virðist vera raunin
að innfæddir geti ekki haldið áfram veiðum með net sín og