Saga - 1980, Page 97
FISKVEIÐIDEILA ÍSLENDINGA OG BRETA
91
línur á miðum, þar sem togarar eru stöðugt á sig-lingu. Það
virðist og líklegt, að ef Islendingar geta ekki fengið fiskimið
sín vernduð verði þeir nauðbeygðir til að láta af störfum
sínum og flytjast úr landi, sem mundi leiða til nærfelldrar
landauðnar á stóni svæði og mundi mjög alvarlega koma niður
á a.m.k. fjórðungi landsmanna.
Þetta vandamál er miklu alvarlegra fyrir íslendinga en
fyrir togarana, sem hafa marga valkosti opna, þar sem Islend-
ingar á hinn bóginn eru nær algjöriega bundnir við nálæg
fiskimið, sem forfeður þeirra hafa lifað á um aldir, en líklegt
er nú, að þeim verði bolað frá. Það virðist því ekki fram á of
mikið farið að hluti þessara fiskimiða sé friðaður fyrir tog-
urum, með því að draga línu, ekki ósvipaða þeirri sem G. L.
Atkinson yfirforingi stakk upp á s.l. ár, en innan hennar væru
togveiðar ekki heimilar. Mér skilst að danska stjórnin hafi nú
stungið upp á alþjóðlegu samlcomulagi á þessum grundvelli.
Með hinum tímabundna samningi, sem gerður var s.l. ár af
landshöfðingjanum yfir Islandi og Atkinson yfirforingja var
svo um hnútana búið, að meðan samkomulagið stæði væri tog-
urum heimill frjáls aðgangur að íslenskum höfnum og sigling í
landheigi, án þess að það varðaði við grein 3 í lögum um bann
við togveiðum frá 10. nóvember 1894. Þessi samningur er ekki
lengur í gildi að áliti íslenskra stjórnvalda, og í því tilfelli
að breskir togarar komi í íslenskar hafnir, sem mjög líklegt er
að þeir geri, þrátt fyrir að heimildin frá í fyrra sé úr gildi,
gfetu þeir legið undir þungum sektum. Mér virðist því skyn-
samlegt, að verslunarráðuneytið gefi út aðvörun til
breskra togara nm þetta atriði og kem þeirri ráðleggingu hér
með á framfæri."32
Á margan hátt er merkilegt að Islendingar skyldu snúa
Sei' bónleiðina til Breta þegar sýnt þótti, að dönsk stjórn-
völd gengju fram af lítilli festu í fiskveiðideilunni. Islend-
Jógar hafa eflaust talið, að með því að skýra málstað sinn
sJalfir fyrir Bretum ykjust líkurnar á að breska stjórnin
®æi’ hversu aðkallandi væri fyrir íbúa á suðvesturhorni
abdsins að miðin yrðu friðuð. Samskonar viðleitni kom
ram á almennum héraðsfundi sem haldinn var í Hafnar-
32
Sama heimild, nr. 46—47.