Saga - 1980, Page 98
92
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
firði 12. febrúar. Þar var samþykkt að senda Englending-
um ávarp er fengið skyldi birt í breskum blöðum. Skyldi á-
varpið túlka sjónarmið sjómanna við sunnanverðan Faxa-
flóa og sanna bresku þjóðinni hvem skaða bresku togararn-
ir yllu Islendingum með yfirgangi sínum á miðunum. Var
greint frá fundinum í Isafold hinn 20. febrúar og efni á-
varpsins rakið.
Hinn 13. apríl birtist í The Times í Lundúnum grein und-
ir fyrirsögninni “British Trawlers in Icelandic Waters”.
Greinin, sem þeir undirrituðu Tryggvi Gunnarsson, Jens
Pálsson og Þórður Egilson birti Bretum þann boðskap,
sem héraðsfundurinn í Hafnafirði ákvað að senda bresku
þjóðinni. I upphafi greinarinnar kemur fram, að greinar-
höfundar hafa falið dr. Jóni Stefánssyni að koma henni á
framfæri við ritstjóra breskra blaða. Meginhluti ávarpsins
greinir frá þróun breskra togveiða á Faxaflóa og hinum
skaðvænlegu áhrifum þeirra fyrir landsmenn. Ávarpinu
lýkur svo:
„Þeir, sem senda þennan ófögnuð á hendur vorar, eru fá-
einir brezkir auðmenn, sem stæðu alveg jafnrjettir, þótt þeir
bönnuðu skipverjum sínum að veiða með botnvörpu á Faxaflóa.
Og vjer trúum ekki öðru en ef þeir með eigin augum sæju það
tjón og þau vandræði, sem þeir baka mörgum þúsundum af
fátæku fólki hjer umhverfis flóann með þessari veiðiaðferð
sinni, þá mundu þeir láta hætta henni.
Heilt ár erum vjer nú búnir að vera sviptir aðal-atvinnu
vorri hjer við flóann, og í vetur hefir ekki nokkur fiskur
gengið inn í hann. Efnahagur vor þolir þetta ekki lengur.
Af því, sem hjer að framan er sagt, er það ljóst, að botn-
verpingar geta að ósekju eyðilagt aðal-bjargræðisveg margra
þúsunda manna, er hjer búa, vegna þess, hve sjerstaklega er
ástatt með sjávarbotn Faxaflóa.
Vjer höfum að vísu ekki eptir milliþjóðalögum beina heimilJ
til að banna útlendum fiskiskipum þessi fislcimið vor, sem
liggja utan við landhelgi, en þar sem atvinnuvegur og þar með
lífsviðurværi margra þúsunda manna liggur við eyðileggingU’
og vjer höfum haft notarjett þessa Faxaflóa óáreittir fra
byggingu landsins, þá finnst oss það sanngirniskrafa, sem vjer