Saga - 1980, Page 108
102
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
„Að þessu vill Bretastjórn ganga, og menn verða að hafa
það hugfast, að það yrði íslendingum miklu meiri hagur en
Bretum. Botnvörpumenn hirða alls ekki um skiptin; þeim er
heimilt að stunda veiðar í Faxaflóa utan landhelgi, og meira
þurfa þeir ekki; þeir eiga ekkert erindi inn á hafnir vorar,
nema nauður reki til, og um slíkt neitar engin siðuð þjóð.
Svo að breytingin er einungis oss í hag, en ekki Bretum. Is-
lendingar báðu um samninga síðastliðið ár. Nú geta þeir feng-
ið þá, og sinni þeir þeim ekki nú, getur þess orðið langt
að bíða, að Bretar líti við slíkri málaleitan.
Samningatilraunir milli stjórnanna í Lundúnum og Kaup-
mannahöfn siðastliðið ár ónýttust fyrir það, að danska stjóm-
in vildi ekki veita brezkum botnvörpumönnum veiðirjett nein-
staðar í landhelgi. Stakt óráð væri það fyrir Islendinga, að
halda í þá stefnu, og missa á þann hátt Faxaflóa í hendur
útlendingum. En vilji nú alþingi veita dönsku stjórninni
heimild til skiptanna, þá ætlar brezka stjórnin að sækja málið
fast við hana.
Til þess að komast að fullnaðarsamningum til frambúðar
eða fulls gildis um ókominn tíma, þarf að líkindum samþykki
alþingis, rikisþingsins danska og brezku stjórnarinnar. En
til bráðabirgða getum vjer komizt að þeim kjörum, sem hjer
hefir verið á minnzt.“54
Viðbrögðum Magnúsar Stephensens við tilboði Atkin-
sons var nokkuð á annan veg farið nú en árið áður, er
þeir yfirforinginn gengu til samninga um Atkinsonslínuna
á Faxaflóa umboðslausir. I bréfi dagsettu 21. júlí 1897
greinir Magnús Spence Paterson frá þvi, að hann telji sig
umboðslausan til samninga við Atkinson. Segist Magnús
vita til þess, að samningaumleitanir standi nú yfir um
þetta ágreiningsefni milli dönsku og bresku stjórnanna og
að svipuðu tilboði hafi verið hafnað af utanríkisráðherra
Dana. Þá kveður Magnús það skoðun sína, að tilboð Atkin-
sons feli ekki í sér þau atriði, sem síðar meir gætu orðið
grundvöllur frambúðarlausnar málsins. Þá þurfi til slíks
samkomulags samþyklci löggjafarþinga viðkomandi ríkja,
54 Isafold, 7. ágúst 1897, 56. tbl.