Saga - 1980, Blaðsíða 109
FISKVEIÐIDEILA ÍSLENDINGA OG BRETA
103
sem naumast væri unnt að reiða sig á, a.m.k. ekki hvað
alþingi viðkæmi. Bað Magnús ræðismanninn að koma þessu
svari sínu á framfæri við Atkinson.55
Eins og fyrr var að vikið iagði danska stjórnin í upp-
hafi samningaviðræðnanna við Breta áherslu á, að nauð-
synlegt væri að komaist að samkomulagi um lausn deilunn-
ai’, áður en aiþingi kæmi saman, ef takast ætti að fá það
til að samþykkja tilslakanir á lögunum frá 1894. Þrátt
fyrir iað þetta tækist ekki var stjórnarfrumvarp um bann
Segn botnvörpuveiðum lagt fyrir efri deild alþingis laugar-
daginn 3. júlí. Frumvarp þetta gekk mjög í þá átt að knýja
fram þær breytingar á lögunum frá 1894, sem Bretar höfðu
oskað eftir. Þriðja grein frumvarpsins hljóðaði svo:
„Nú hittist fiskiveiðaskip í landhelgi með botnvörpu innan-
borðs, og er þó eigi að veiðum, þá varðar það 200—2,000 kr.
sekt til landssjóðs; hittist hið sama skip í annað sinn í land-
helgi með þessi veiðarfæri innanborðs, varðar það eptir 2. gr.
Þessum ákvæðum skal þó eigi beitt:
1) Þegar skip eru í nauð, og eru þar með talin skip, er leita
lands vegna skorts á vistum og kolum. En eigi gildir und-
anþágan þessi síðast töldu skip, nema einu sinni á sömu
vertíð, og er þeim aðeins heimilt að fá sjer vistaforða,
vatn og kol, er nægi þeim til næstu hafnar utan Islands.
2) Þegar skip er á leið til veiðistöðva eða frá einni stöð til ann-
arar halda í gegnum sundið milli Vestmannaeyja og meg-
inlands eða milli Reykjaness og Fuglaskerja, þótt í land-
helgi sje, ef þau nema þar eigi staðar.
3) Þegar skip, eptir því sem ætla má eptir atvikum, er,u í
landhelgi komin án vilja þeirra og vitundar, hvort sem
veldur strairmur eða veður, eður þoka hefur bannað land-
sýn.
Nú leitar skip til lands til vista, afla eða kola, eða heldur
leið þá, er getur í 2. lið, og gildir undanþágan því aðeins
að veiðarfæri öll sjeu höfð í búlka innanborðs, meðan það
er í landhelgi."50
PRO/FO 22/544 nr. 389.
50 Alþt. 1,897, C, 136—137.