Saga - 1980, Page 126
116
INGI SIGURÐSSON
hafa ekki verið tiltæk. Engu að síður hygg ég, að ég hafi
athugað alla helztu textana, sem til álita koma.
Af athugun af þessu tagi má ráða nokkuð um það, hvaða
augum Islendingar litu umheiminn, og einnig, hvaða augum
þeir litu sjálfa sig. íslendingar hafa sýnt því meiri áhuga,
hvað útlendingar sögðu um þá sjálfa og land þeirra en
hvað þeir sjálfir höfðu um umheiminn að segja. Vissu-
lega varpa frásagnir aðkomumanna oft ljósi á ástand mála
í einstökum löndum, því að glöggt er gestsaugað, en af
slíkum frásögnum má jafnframt ráða ýmislegt um að-
kominnennina sjálfa. Hér er því um að ræða anga af hug-
myndasögu, sem til þessa hefur verið lítill gaumur gefinn
hér á landi.
Þær spurningar, sem ég leitaði einkum svara við í heim-
ildum mínum, eru þessar: Hvað fannst íslendingum á
umræddu tímabili um Skotland og einstaka hluta þess?
Hvað höfðu Islendingar um Skota að segja, sögu þeirra og
bókmenntir? Hvernig kom skozkt þjóðlíf þeim fyrir sjónir,
menning og atvinnuhættir? Með hvaða hætti bera þeir Skot-
land og Skota saman við önnur lönd og þjóðir, þ. á m.
Island og Islendinga? 0g með hvaða hætti tengja þeir sögu
Islands og Skotlands? Enn fremur tók ég til athugunar, að
hvaða marki væri unnt að bera saman viðhorf Islendinga
til Skota og viðhorf þeirra til annarra þjóða, og einnig, að
hvaða marki væri unnt að bera viðhorf Islendinga til Skota
saman við viðhorf annarra þjóða til þeirra.
Ég hef svo í stórum dráttum skipt ritgerðinni í kafla
í samræmi við þær spurningar, sem ég hafði í huga, þegar
ég heyjaði mér efni í hana. Auk þess taldi ég nauðsyn-
legt að gera í upphafi grein fyrir megindráttum í sögu
samskipta Islendinga og Skota á 19. og 20. öld og ræða í
framhaldi af því almennt um höfunda þá, sem byggt er á.
Slík kaflaskipting eftir efnisþáttum hefur óhjákvæmilega
í för með sér nokkra skörun, og erfitt er að komast hja
einhverjum endurtekningum. Má þar til nefna viðhorf
til landsins og landbúnaðar annars vegar, lýsingar á ein-