Saga - 1980, Page 128
118
INGI SIGURÐSSON
stökum hlutum Skotlands og skozku þjóðlífi hins vegar.
Lýsingar á skozkum landbúnaði taka svo mjög mið af ís-
lenzkum aðstæðum, að ég ákvað að fella allan samanburð
af því tagi inn í sérstakan kafla um landbúnað, en gera hon-
um ekki veruleg skil í hinum almenna samanburðarkafla.
En hvað sem líður annmörkum á kaflaskiptingu eftir efnis-
þáttum, tel ég, að kostirnir við kaflaskiptingu af því tagi
séu þyngri á metunum en gallarnir.
1 sambandi við mat á heimildum þeim, sem unnið er úr,
skal ekki vefengt, að allir höfundamir hafi sagt frá eins
og þeim fannst sannast og réttast. En þegar um er að
ræða endurminningar, sem skráðar eru áratugum eftir
að þeir atburðir, sem greint er frá, áttu sér stað, er
ekki fyrir það að synja, að sitthvað hafi skolazt til. Ýmsu
getur skeikað, þegar menn lýsa því löngu eftir á, hvernig
þeim hafi verið innanbrjósts á tiltekinni stundu. Þá skal
einnig á það minnt, að ýmsir hafa tilhneigingu til að láta
gamminn geisa, þegar þeir fjalla um ferðalög sín — ef til
vill ekki sízt, þegar langt er um liðið — og taka sterkt til
orða, hvort sem það er til lofs eða lasts.
II. Um samskipti Islendinga og Skota á 19. og 20. öld
Skipta má sögu samskipta Islendinga og þess svæðis,
sem nú telst til Skotlands, í þrjú meginskeið. Hið fyrsta
nær yfir fyrstu aldir Islandsbyggðar, fram á 13. öld. Eftir
það eru samskiptin næsta lítil um aldaraðir, en á 19. öld
hefst nýtt skeið mikilla samskipta. Skal nú í örstuttu máli
gerð grein fyrir, í hverju samskipti þjóðanna á 19. og 20.
öld hafa einkum fólgizt. En margir þættir þeirrar sögu eru
lítt rannsakaðir.
Borgin Leith kemur talsvert við íslenzka siglingasögu
á tímum Napóleonsstyrjaldanna. En það er fyrst eftir
miðja 19. öld, þegar verzlun við Island er gefin frjáls, að
samskipti Islendinga og Skota verða allmikil. Fyrstir út-
lendinga til að notfæra sér verzlunarleyfið eftir 1854