Saga - 1980, Page 129
VIÐHORF ÍSLENDINGA TIL SKOTLANDS OG SKOTA 119
voru Skotamir Henderson og Anderson, sem stofnuðu í
Reykj avík 1863 verzlunina, Glasgow, sem rekin var um
nokkurra ára bil. Síðar á öldinni eru helztu viðskipaaðiljar
Islendinga í Skotlandi Slimon í Leith og skipafélagið
Allan Line (Allan-línan) í Glasgow, og skipta báðir tals-
verðu máli í Islandssögunni. Slimon hafði m.a. John Cog-
hill, hinn kunna sauðakaupmann, í þjónustu sinni; fyrir-
tækið keypti sauði í allstórum stíl hér á landi á tímabilinu
1879—1896. Allan-línan annaðist flutninga á íslenzkum
vesturförum alla leið til Ameríku; þeir komu gjarnan til
Leith og sigldu vestur frá Glasgow eða Liverpool. Vegna
vesturferðanna og viðkomu skipa, sem sigldu milli Dan-
TOerkur og íslands, í Skotlandi, höfðu margir íslendingar
þar einhverja viðdvöl. Þá áttu ýmsir Islendingar leið til
Skotlands í viðskiptaerindum. Nálægt aldamótum stofnuðu
tveir Skotar, Copland og Berrie, verzlunina Edinborg í
Reykjavík. En þessa verzlun — og Copland sjálfan — bar
skeið allhátt í íslenzku viðskiptalífi. Sama máli gegnir
um tvö heildsölufyrirtæki í Leith, sem þá mun hafa þótt
hentugur staður til slíks rekstrar. Árið 1901 stofnaði Garð-
ar Gíslason þar í félagi við annan mann fyrirtækið G. Gísla-
son & Hay, og á öndverðri öldinni sldptu Islendingar tals-
vert við fyrirtækið Charles Mauritzen í Leith.
Þegar kaupfélög komust á legg, beindu þau utanríkis-
viðskiptum sínum í ríkum mæli til Bretlands, og þar var
auk þess leitað fyrirmynda um rekstur þeirra. En þótt
skrifstofa Sambands íslenzkra samvinnufélaga í Bret-
!andi væri sett á stofn í Leith 1920 — Sigursteinn Magnús-
son aðalræðismaður veitti henni forstöðu um langt árabil
beindist Bretlandsverzlun Sambandsins, og reyndar Is-
^endinga almennt, ekki sérstaklega til Skotlands. Ekki
verður heldur séð, að nein vörutegund, sem flutt var inn
frá Bretlandi til Islands í stórum stíl, hafi allajafna verið
skozk — að haframjöli undanteknu. Meðan á fyrri heims-
styrjöldinni stóð, var nokkuð um það rætt hér á landi, að
Glasgow yrði í framtíðinni ein aðalverzlunarhöfn Islend-