Saga - 1980, Blaðsíða 133
VIÐHORF ÍSLENDINGA TIL SKOTLANDS OG SKOTA 123
þjóðir.1 Og margir þeirra Islendinga, sem um Skotland
skrifa, alhæfa um Skota — þjóðina í heild eða íbúa ein-
stakra landshluta. Er það stundum gert í samhengi við
skyldleika þeirra við Islendinga. Það eru helzt þeir, sem
dvalizt hafa um hríð í Skotlandi, sem alhæfa um þjóðina
á grundvelli kynna sinna af henni. Þeir segja auðvitað bæði
frá því, sem þeim hefur líkað vel í Skotlandi, og hinu, sem
áfátt hefur verið. En hið jákvæða hefur yfirleitt yfir-
höndina; áberandi er, að Skotum er borin vel sagan. Aðeins
einn þeirra höfunda, sem hér um ræðir, er neikvæður gagn-
vart öllu skozku: Finnur Ó. Thorlacius. Viðhorf höfund-
anna til Skota virðist annars næsta svipað; ekki er merkj-
anlegur mikill munur eftir því, hvenær þeir eru uppi eða
því, hvert baksvið þeirra er. Fyrir utan skyldleikann við Is-
iendinga er oft minnzt á það, að Skotar séu heiðarlegir,
þurrir á manninn, seinteknir, en traustir vinir, duglegir,
hagsýnir, geðfelldir og myndarlegir í sjón.
Torfa í Ólafsdal verður tíðrætt um hinn mikla samtaka-
^átt Skota. Hann kveður Skotland ekki vera svo afburða-
gott frá náttúrunnar hendi, heldur sé öðru fyrir það að
þakka, hve vel þeim hafi vegnað.
Það hefir verið sagt um Skota, að þeir væru einn
maður, og er það sannmæli; hvergi hefir mönnum
tekizt betur að sameina krapta sína til að koma miklu
góðu til leiðar. Allar hinar margbreyttu framfarir
þeirra, og öll hin tröllalegu stórvirki, eiga tilveru
sína að þakka bræðralagi og samheldi Skota.2
Síðan segir Torfi, að ríkisstjórnin hafi ekki getað hjálp-
að Skotum, heldur hafi þeir hjálpað sér sjálfir.
1 I þessu sambandi má minna á bók Guðbrands Jónssonar, ÞjóSir
sem ég hynntist. Minningar um menn og háttu. Rv. 1938. Svo að
dæmi sé tekið um þekkta kennslubók, er marga gildisdóma um
einstakar þjóðir að finna í Landafræði Karls Finnbogasonar.
2 Torfi Bjarnason: „Bréf frá íslendíngi á Skotlandi til kunníngja
síns heima.“ Ný félagsrit, 25. árg., Kh. 1867. s. 13.