Saga - 1980, Page 139
VIÐHORF ÍSLENDINGA TIL SKOTLANDS OG SKOTA 129
Það er athvglisvert til samanburðar, að þegar sr. Sig-
urður Haukur Guðjónsson (1977) skrifar um ldrkjulíf í
Edinborg, eins og það var réttri öld eftir dvöl Indriða
Þar, kemur fram sérstök hrifning af því, m.a. vegna
virkrar þátttöku almennings.24
Og eitt af því, sem Jón H. Þorbergsson telur skozku
sveitalífi á árunum fyrir fyrri heimsstyrj öld til gildis, er
kirkj urækni Skota og sunnudagahelgi.25 Einar Helga-
son tekur í sama streng, þegar hann segir frá Hjaltlend-
ingum.2 8 En lýsingar Jóns á lífinu í Perthskíri og skozk-
um sveitum yfirleitt hljóta að teljast merkar heimildir um
það efni. Sumum þáttum sveitalífslýsinga Jóns eru gerð
skil í kaflanum um skozkan landbúnað. En hann fjallar
iíka talsvert um mannlífið almennt í sveitunum.27 Þegar
á heildina er litið, féll honum það vel í geð. Hann bjó
reyndar við illt atlæti hjá bónda þeim, sem hann réðst til
sem vinnumaður í upphafi fyrstu Skotlandsdvalar sinn-
ar, og kynntist ólíkum hliðum á sveitalífinu. En frásagnir
kans taka mjög mið af því, hvernig staða bænda var í
Hálöndunum. Honum líkaði vel, hvernig háttað var sam-
skiptum húsbænda og hjúa, og kunni vel við þann vinnu-
anda, sem í Skotlandi ríkti og hann taldi betri en á Is-
landi; bændur fylgdust með því, að vel væri haldið áfram
við vinnu. Þá líkaði Jóni það, að Skotar voru stundvísir
heiðarlegir í viðskiptum. Þá lét Jón vel af tómstunda-
iðju Hálendinga: dansi, veiðum og ísknattleik á vetrum.
Enn fremur taldi hann ýmislegt annað, sem snertir skozkt
sveitalíf og ekki lýtur beinlínis að landbúnaði, vera mjög
til fyrirmyndar, t.d. tilhögun matmálstíma og það, að
bovðað skyldi vera í eldhúsi. Mynd sú, sem Jón dregur
24 Sigurður Haukur Guðjónsson: „Edinborg." Morgunblaðið 20.
júlí 1977.
Jón H. Þoi’bergsson: Frá Skotlandi. s. 120. Ævidagar. s. 71.
28 Einar Helgason: tilv. rit. s. 278—279.
7 Jón H. Þorbergsson: Frá Skotlandi. s. 30—39, 116—121. Ævi-
dagar. s. 53—71.
9