Saga - 1980, Page 143
VIÐHORF ÍSLENDINGA TIL SKOTLANDS OG SKOTA 133
Dagbók frá Höfn kemur fram, að Gísli Brynjúlfsson var
þaulkunnugur verkum Scotts á stúdentsárum sínum.43
Steingrímur J. Þorsteinsson hefur leitt rök að því, að Scott
hafi haft áhrif á skáldsagnaritun Jóns Thoroddsens.44 Þá
er það athyglisvert, að Sigfús Blöndal bókavörður og
orðabókarritstjóri (1892) talar um heimsókn í minnis-
varða „míns mikla vinar“ Walters Scotts í Edinborg, þeg-
ar hann kom þangað ungur stúdent.45 Almenningshylli á
Islandi öðlaðist Scott svo, þegar Ivar hlújárn kom
út í þýðingu Þorsteins Gíslasonar (1910), en sú saga varð
ákaflega vinsæl. Hitt er svo merkilegt, að engin hinna
sögulegu skáldsagna Scotts, sem gerast í Skotlandi sjálfu,
hefur verið þýdd á íslenzku.
Robert Louis Stevensen er einkum kunnur hér á landi af
Gulleyjunni (kom út í íslenzkri þýðingu 1906 og oft síðan),
sem löngum hefur verið talin hér með vinsælli unglingasög-
um. ,
V. Landbúnaður
Margir Islendingar, frá sjöunda áratug 19. aldar og til
þessa dags, hafa leitað til Skotlands þeirra erinda að nema
landbúnaðarvísindi við skóla eða kynna sér landbúnað
Uieð það fyrir augum að hagnýta sér sitthvað, sem til eft-
irbreytni þótti vera í skozkum landbúnaði, heima á Fróni.
I sumum tilvikum sameinuðu menn þetta tvennt. Er trú-
*egt, að fleiri Islendingar hafi sótt til Skotlands þessara
erinda en til nokkurs annars lands að Danmörku og Nor-
eSi undanskildum. Kemur hér sitthvað til. Staðhættir og
43 Gísli Brynjúlfsson: Dagbók í Höfn. Eiríkur Hreinn Finnboga-
son bjó til pr. Kv. 1952. Þar er að finna margar tilvísanir til
Scotts, sjá registur.
44 Steingrímur J. Þorsteinsson: Jón Thoroddsen og skáldsögur hans.
Rv. 1943. Sjá m.a. s. 237—238, 240—241, 247—249, 258—259,
319—320, 558—560.
4,J Sigfús Blöndal: Endurminningar. Rv. 1948. s. 280.