Saga - 1980, Page 160
148
INGI SIGURÐSSON
Þótt allt væri með glæsibrag í Edinborg, sáum við
skuggahliðar mannlegs lífs niðri í hafnarborginni
Leith. Þar var allt með öðrum blæ. . .. Götulífið var
fáskrúðugt og fátækt, fullkomin andstaða við götu-
lífið í Princes Street. ... Flest voru börnin klædd
aumustu druslum, sum nærri nakin, ötuð óhrein-
indum, mögur og veikluleg. Manni rann til rifja að
sjá þessi vesalings vannærðu og vanhirtu börn. Þau
báru með sér, að á heimilum þeirra ríkti sárasta
neyð.110
Síðan segir Sigfús, að þessi mynd af Leith sé horfin,
eins og af öðrum hafnarborgum, þótt það tæki langan
tíma. Eiríki frá Brúnum varð líka minnisstætt fátækt fólk
á þessum slóðum, frá gönguferð milli Granton og Leith.
Sennilega hefur hann hitt þar fyrir betlara.
Þá sá jeg ríkulega búna menn, og svo líka börn og
eldra fólk fátæklegt, berfætt og berhöfðað, í tötraleg-
um nærfötum, og var sumt af því með góli og andfæl-
um, og var eins og enginn heyrði það; þó sáust á
því engin tár, og þótti mjer þetta skrítið.* 111
Tveir höfundar, Finnur Ó. Thorlacius og Hallgrímur
Jónasson, skera sig nokkuð úr fyrir þá sök, að þeir fjalla
um fátækt, sem gat að líta í miðborg Edinborgar. Finnur
segir, að þegar út fyrir Princes Street kom, hafi verið
stutt í armóð. Þar hafi stéttamunur verið áberandi. Síðan
greinir hann frá því, að hann hafi fengið sér glæsilega
köku á veitingahúsi (vafalaust hefur þetta verið kjötmeti
í brauðformi, sem Skotar kalla ,,pie“),
en skrautið á henni reyndist við bragðið og nánari
skoðun vera lifrarsull. Síðan hef ég haft óbeit á
110 Sigfús Jolmsen: tilv. rit. s. 121.
111 Eiríkur Ólafsson: tilv. rit. s. 15.